Print

Góð sala á kindakjöti það sem af er ári

| .

Heildarsala á kindakjöti í maí var 470 tonn.  Það er aukning um 2,9% sé horft til 12 mánaða tímabils.  Á sama tíma er heildar kjötsala að aukast um 4,3%.  Er þá ekki tekið tillit til innflutnings á kjöti.  Sala á lambakjöti var 433 tonn sem er 5,9% aukning sé horft til 12 mánaða tímabils.  Því má segja að lambakjöt hafi aukið lítillega markaðshlutdeild sína.  Hins vegar hefur tíðarfar að undanfarið ekki verið „grillvænt“ og gæti haft áhrif á söluna nú í sumar.

Lambakjöt

Myndin sýnir uppsafnaða sölu lambakjöts frá upphafi sláturtíðar síðustu þriggja ára. 

Aldrei flutt út eins mikið af kindakjöti

Alls voru flutt út í mánuðinum 145 tonn af kindakjöti.  Heildar útflutningur yfir 12 mánaða tímabil er 4.017 tonn sem er sem er 44,3% aukning frá sama tímabili árið áður.  Frá upphafi sláturtíðar haustið 2017 er búið að flytja út 3.500 tonn af kindakjöti sem er 1.000 tonnum meira en hafði verið flutt út yfir sama tímabil árið áður. 

Útflutt

Myndin sýnir uppsafnaðan útflutning kindakjöts frá upphafi sláturtíðar síðustu þriggja ára.

Birgðir af lambakjöti miklu minnin en á sama tíma í fyrra

Birgðir af lambakjöti voru 2.100 tonn í lok maí sem er 31,7% minna magn en árið á undan.  Það þarf að fara aftur til ársins 2012 til að finna minni birgðastöðu. Þá voru til á sama tím 1.900 tonn af lambakjöti.  Gera má ráð fyrir að innanlandssala fram að sláturtíð verði 1.400 – 1.600 tonn.  Því ættu birgðir af lambakjöti við upphaf sláturtíðar að vera um 500 – 700 tonn. 

- uss

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar