Print

Fréttir af formannafundi

| .

Formannafundur Landssamtaka sauðfjárbænda var haldinn í Bændahöllinni 31. júlí.  Tilefni fundarins var að ræða framkomnar tillögur Samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga.  Haraldur Benediktsson annar formaður nefndarinnar mætti á fundinn og fór yfir tillögur samráðshópsins. 

Nú þegar samráðhópurinn hefur skilað tillögum til ráðherra fara í gang viðræður samninganefndar ríkis og bænda. Í þeim viðræðum mun LS leggja áherslur á að farið verði í bráðaaðgerðir fyrir haustið á grunni þeirra tillagna sem samþykktar voru á aðalfundi LS í vor.

Það er von LS að samninganefnd ríkis og bænda hefji störf sem fyrst og leggi sig fram við að koma eins fljótt og auðið er skýrum skilaboðum til bænda varðandi aðgerðir fyrir haustið.

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar