Print

Kjötsúpudagurinn

| .

Landssamtök sauðfjárbænda taka enn eitt árið þátt í því að bjóða gestum og gangandi á Skölavörðustígnum upp á kjötsúpu í samstarfi við Íslensk grænmeti og rekstraraðila og íbúa á Skólavörðustíg. Við erum afar stollt af því að taka þátt í þessu verkefni enda fyrir löngu orðin fastur liður í miðborgar menningunni ár hvert.  Samstarfsaðilar LS í þessu verkefni eru Sláturfélagi Suðurlands, Norðlenska, Kjarnafæði, KS og SKVH.  Er þeim kærlega þakkað fyrir góðan stuðning.

Við hvetjum sauðfjárbændur sem eiga leið um Skólavörðustígin að taka þátt í að útdeila súpunni.  Þeir sem hafa áhuga gefa sig fram á einhverri af þeim fjölmörgu súpustöðvum sem eru taldar upp í fréttatilkynningunni hér að neðan.

Kjötsúpa

Fréttatilkynning

Kjötsúpudagurinn er haldinn hátíðlegur á Skólavörðustíg, laugardaginn 27. október, fyrsta vetrardag. Eins og venjulega verður boðið upp á rjúkandi heita íslenska kjötsúpu á Skólavörðustígnum. Þetta er 16. árið í röð sem vetri er fagnað á þennan hátt. Það eru sauðfjárbændur, Íslenskt grænmeti og rekstraraðilar og íbúar á Skólavörðustígnum sem bjóða gestum og gangandi að bragða á ilmandi, heitri og bragðgóðri súpu. Alls munu 1500 lítrar af súpu vera á boðstólum en það er rík hefð fyrir því að hún klárist.

Alls verður boðið upp á kjötsúpu á sjö stöðum á Skólavörðustígnum og það eru margir af fremstu matreiðslumönnum landsins sem gefa vinnu sína á þessum degi auk þess sem ætla sauðfjárbændur að taka þátt í því að útdeila súpunni. Klukkan. 14 verður byrjað að gefa súpu á sjö stöðum. 

Staðsetning súpustöðva. 

Kol - Skólavörðustíg 45 
Harpan - Skólavörðustíg 28 
Krua Thai Skólavörðustíg 21a 
Snafs - Skólavörðustíg 20
Sjávargrillið - Skólavörðustíg 14 
Þrír Frakkar - Skólavörðustíg 9
Ostabúðin - Skólavörðustíg 5

Dagskráin hefst kl. 14.00 og stendur fram til kl. 16. eða á meðan birgðir endast. Einstakt andrúmsloft hefur myndast á Skólavörðustígnum í hvert sinn sem vetri er fagnað með krassandi kjötsúpu. Fjöldi skemmtiatriða verður í boði um alla götuna. Sjón er sögu ríkari.

Þessi Kjötsúpudagur er tileinkaður mynningu Úlfars Eysteinssonar matreiðslumanns. En Úlfar og hans fólk á Þrem frökkum hafa tekið þátt  frá upphafi eða 16 ár.


Samtökum kaupmanna á Skólavörðustíg

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar