Print

Frekari útreikningar vegna afurðaverðs

| .

fjarhopur.jpgHér að neðan er að finna nánari samanburð á verðskrám dilkakjöts sem komnar eru frá sláturleyfishöfunum sjö m.a. hækkun með tilliti til útflutningsskyldu og heildarmun á verðskránum og viðmiðunarverði LS. Samantektin verður uppfærð ef verðskrár verða endurskoðaðar, en nú hafa öll sláturhúsin gefið út verð. Uppfært 10. september.

Þessi samanburður miðast eingöngu við dilkakjöt

Greiðslufrestir eru mismunandi og rétt er að taka tillit til þess þegar verð er skoðað:
SAH afurðir, Sláturfélag Suðurlands og Norðlenska greiða allt innlegg fyrsta föstudag eftir innleggsviku.
Fjallalamb viðskiptafærir allt innlegg fyrsta föstudag eftir innleggsviku.
KS og Sláturhús KVH greiða allt innlegg 7 dögum eftir sláturdag
Sláturfélag Vopnfirðinga: Innlegg 1.-14. sept greitt 25.sept. Innlegg 15.-30. sept greitt 1. okt. Innlegg 1.-14. okt. greitt 15. okt. Innlegg eftir það greitt 5. nóv.

Viðmiðunarverð LS 2007 - meðalverð á kíló án útflutningsskyldu: 360,63 - (340,85 með 16% útflutningsskyldu)
Landsmeðaltal 2007 - meðalverð á kíló án útflutningsskyldu: 363,29 - (343,08 með 16% útflutningsskyldu)

Viðmiðunarverð LS 2008 - meðalverð á kíló án útflutningsskyldu: 461,30 - (425,93 með 28% útflutningsskyldu)

Verð Norðlenska fyrir innleggjendur með viðskiptasamning 2008 - meðalverð á kíló án útflutningsskyldu: 430,69 - (395,49 með 28% útflutningsskyldu).

Verð Norðlenska fyrir innleggjendur án viðskiptasamnings 2008 - meðalverð á kíló án útflutningsskyldu: 423,52 - (390,34 með 28% útflutningsskyldu).

Verð Fjallalambs 2008 - meðalverð á kíló án útflutningsskyldu: 433,47 - (397,78 með 28% útflutningsskyldu)

Verð SAH afurða 2008 - meðalverð á kíló án útflutningsskyldu: 423,84 - (390,57 með 28% útflutningsskyldu)

Verð SS 2008 - meðalverð á kíló án útflutningsskyldu: 433,53 - (397,54 með 28% útflutningsskyldu)

Verð SV 2008 - meðalverð á kíló án útflutningsskyldu: 424,64 - (391,42 með 28% útflutningsskyldu)

Verð KS/SKVH 2008 - meðalverð á kíló án útflutningsskyldu: 437,23 - (400,49 með 28% útflutningsskyldu)

Hækkun Norðlenska frá landsmeðaltali 2007 er 18,51% án útflutningsskyldu fyrir innleggjendur með viðskiptasamning
Hækkun Norðlenska frá landsmeðaltali 2007 er 15,28% með útflutningsskyldu fyrir innleggjendur með viðskiptasamning

Hækkun Norðlenska frá landsmeðaltali 2007 er 16,58% án útflutningsskyldu fyrir innleggjendur án viðskiptasamnings
Hækkun Norðlenska frá landsmeðaltali 2007 er 13,78% með útflutningsskyldu fyrir innleggjendur án viðskiptasamnings

Hækkun Fjallalambs frá landsmeðaltali 2007 er 19,32% án útflutningsskyldu
Hækkun Fjallalambs frá landsmeðaltali 2007 er 15,94% með útflutningsskyldu.

Hækkun SAH afurða frá landsmeðaltali 2007 er 16,67% án útflutningsskyldu
Hækkun SAH afurða frá landsmeðaltali 2007 er 13,84% með útflutningsskyldu.

Hækkun SS frá landsmeðaltali 2007 er 19,33% án útflutningsskyldu
Hækkun SS frá landsmeðaltali 2007 er 15,87% með útflutningsskyldu.

Hækkun SV frá landsmeðaltali 2007 er 16,89% án útflutningsskyldu
Hækkun SV frá landsmeðaltali 2007 er 14,09% með útflutningsskyldu.

Hækkun KS/SKVH frá landsmeðaltali 2007 er 20,35% án útflutningsskyldu
Hækkun KS/SKVH frá landsmeðaltali 2007 er 16,73% með útflutningsskyldu.

Niðurstaðan úr þessum 6 verðskrám er sú að það vantar á bilinu 177-278 milljónir upp á að bændur fái sem svarar viðmiðunarverði LS fyrir innleggið ef ekki er tekið tillit til útflutningsskyldu.  

Sé tekið tillit til útflutningsskyldu er talan á bilinu 187-262 milljónir.  Þessi tala er sú sem skiptir máli þar sem nánast allir bera nú útflutningsskyldu.  Þeir sem voru undanþegir skv. 0,7 reglunni árið 2007 og fyrri ár bera hálfa skyldu nú þ.e. 14%

Þetta er tala fyrir landið allt og miðast við sömu framleiðslu og 2007 og sömu flokkun.  

Ekki er hægt að reikna vegið meðalverð fyrir landið allt að þessu sinni þar sem ekki liggur fyrir hversu hátt hlutfall þess kjöts sem lagt var inn til  Norðlenska árið 2007 fór til til aðila sem hafa viðskiptasamning við fyrirtækið.

Þess skal getið að SAH afurðir og KS/SKVH hafa gefið út að ef afkoma útflutnings verði umfram væntingar verði greiddar uppbætur á útflutningsverð.

Afreikningur á útflutningskjöti:
Fyrirtækin afreikna útflutningskjöt með mismunandi hætti. Ef lögð eru t.d. inn 1.000 kg með 28% útflutningsskyldu eru dregin af 280 kg skv. þeirri reiknireglu sem viðkomandi fyrirtæki notar og þeim síðan bætt við aftur á því verði sem það greiðir fyrir útflutninginn. Innleggjendum er ráðlagt að spyrja sína afurðastöð um hvernig þessu sé háttað áður en sláturfjárloforð eru gefin.

Norðlenska: Notar vegið meðalverð allra flokka í eigin verðtöflu.
SAH afurðir: Dregur jafnt hlutfallslega af öllum flokkum
Fjallalamb: Notar meðaltal flokkanna R1, R2 og O3 í eigin verðtöflu.
SS: Dregur jafnt hlutfallslega af öllum flokkum.
SV: Notar meðaltal flokkanna R1, R2 og O3 í eigin verðtöflu
KS/SKVH: Dregur jafnt hlutfallslega af öllum flokkum.

Tenglar á verðskrár fyrirtækjanna
Norðlenska
SAH Afurðir
Fjallalamb
SS
Verðskrá SV (Word skjal) - doc verdskrasv0908 10/09/2008,09:38 36.00 Kb
KS/SKVH (á vef SKVH)

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar