Print

Lambhrútaskrá LbhÍ á vefnum

| .

lambhrutur.jpgÍ tilefni 50 ára afmælis afkvæmarannsókna á Hesti er búið að gefa út lambhrútaskrá Landbúnaðarháskóla Íslands yfir þá hrúta sem nú eru í afkvæmaprófun. Undanfarin ár hefur lambhrútaskrá verið gefin út og höfð til upplýsinga fyrir gesti og gangandi í kennslu- og rannsóknafjárhúsum LbhÍ að Hesti en nú hefur lambhrútaskráin verið gefin út á vefnum og því aðgengileg öllum. Veturinn 2006/2007 voru 19 lambhrútar í notkun og þar af voru 12 í afkvæmarannsókn.  Í skránni má m.a. lesa stutta lýsingu um hvern hrút, fá fram helstu ætternisupplýsingar, lesa um arfgerðargreiningar vegna riðusmits auk helstu mælinga og mats sem gert hefur verið á viðkomandi lambhrút. Þá skreyta hverja síðu myndir af lambhrútunum. Að sögn Snorra Sigurðssonar, framkvæmdarstjóra búrekstrarsviðs LbhÍ, er stefnt að því að setja meira fræðsluefni frá búrekstri Landbúnaðarháskólans inn á vefinn í framtíðinni.

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar