Fundargerð aðalfundar 2003

Aðalfundur Hrafnagili
24.-25. júní 2003FUNDARGERÐ

1. Setning

Formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, Aðalsteinn Jónsson, setti fund kl. 13.05. Hann bauð fundarmenn velkomna og minnti í upphafi á það einmuna náttúrufar sem menn hafa búið við að undanförnu. Hann vék síðan að sauðfjársamningnum og þeim aðstæðum sem hann býður upp á og spurði hvort kröftum sauðfjárbænda væri ekki best varið til þess að horfa til framtíðar og undirbúa sig undir hana. Opinber stuðningur má ekki vera lífsspursmál neinnar atvinnugreinar og aldrei má líta á hann sem eitthvað sem ekki tekur breytingum. Aðalsteinn sagðist kjósa að líta á markaðinn sem framtíðarvettvang greinarinnar og óraunhæft að ímynda sér að snúið verði til baka. Það er lífsspursmál fyrir sauðfjárbændur að ræða markaðsmál sín án þess að þau litist af sérhagsmunum. Að lokum þakkaði formaður íslenskum neytendum þá tryggð sem þeir sýna lambakjötinu og kvaðst vonast til að þessi fundur beri gæfu til að leita allra leiða svo sauðfjárbændur geti áfram þjónað neytendum með hreina náttúruafurð framleidda í sátt við land og þjóð og á verði sem allir ráða við.


2. Starfsmenn fundarins

Formaður lagði til að fundarstjórar verði Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson og Birgir Arason og tóku þeir við stjórn fundarins. Fundarstjórar kynntu tillögu að eftirfarandi fundarriturum sem voru samþykktar:
Björn Björnsson
Þórarinn Pétursson
Álfhildur Ólafsdóttir

Eftirtaldir fulltrúar voru samþykktir til starfa í kjörbréfanefnd:
Snorri Kristjánsson, formaður
Guðbrandur Sverrisson
Guðbrandur Hannesson
3. Skýrslur og ársreikningur

a) Skýrsla stjórnar
Formaður LS flutti skýrslu stjórnar, sem lá prentuð fyrir fundinum og er vísað til hennar.

b) Skýrsla fulltrúa LS í stjórn Ístex hf
    Gunnar Kristjánsson gerði grein fyrir störfum Íslensks textíliðnaðar á liðnu ári. Sjá skýrslu stjórnar.

c) Ullarmál
Jóhanna Pálmadóttir kynnti drög ullarmatsnefndar að reglum um meðferð ullar. Þar er m.a. gert ráð fyrir að allri ull verði skilað í móttökustöðvar flokkaðri og pakkaðri í umbúðir sem framleiðandi leggur til. Ráðgerðar eru 8 móttökustöðvar sem hver um sig kosti kr. 500.000. Annar stofnkostnaður er áætlaður 6 milljónir króna. Árlegur rekstrarkostnaður þessa nýja fyrirkomulags verði 39,8 Mkr. sem er 15,2 Mkr. lægra en árið 2002. Árlegur rekstrartími stöðvanna verði frá 15. nóv. til 15. maí. Ráðgert er að byrja móttöku í Búðardal og á Egilsstöðum haustið 2003. Einnig að haldin verði námskeið um allt land haustið 2003. Markmiðið er að bændur verði færir um að flokka ull sína sjálfir. Nokkrar breytingar eru fyrirhugaðar á ullarflokkun, m.a. að taka upp sérstakan "lambsullarflokk" og fella þriðja flokk niður.

d) Starfsemi Markaðsráðs kindakjöts
Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts, flutti skýrslu um starfsemi ráðsins (sjá skýrslu stjórnar). Þrátt fyrir gríðarlega harða samkeppni á kjötmarkaði hefur sala á kjöti farið fram úr björtustu vonum og er aukning í sölu á dilkakjöti á síðasta ársfjórðung frá 1. júní talið. Özur skýrði frá nauðsyn þess að breyta markaðssetningu kindakjöts eins og gert hefur verið til að ná betur til ungs fólks. Hann benti á að tekjur Markaðsráðs færu minnkandi og þyrfti að huga að því hvernig tekjur séu tryggðar til að standa straum af kostnaði við markaðsetningu. Ef þar væri slegið slöku við væri voðin vís. Hann vakti athygli á að útflutningsskylda kemur til með að aukast í haust og verja þarf markaði erlendis og vanda vel til verka.

4. Ávörp gesta
b) Gunnar Sæmundsson, varaformaður Bændasamtaka Íslands, bar kveðju Ara Teitssonar og Sigurgeirs Þorgeirssonar sem báðir eru erlendis. Hann ræddi þær miklu breytingar sem eru orðnar á kjötmarkaði. Þar ríkir ekki heilbrigð samkeppni og bankar og peningaveldi eru í samkeppni við sauðfjárbændur. Ábyrgð lánastofnana er mikil og fer Búnaðarbanki þar fremstur í flokki og Lánasjóður landbúnaðarins á einnig sök í þessu máli. Gjaldþrota fyrirtæki er reist upp á kostnað okkar hinna. Kjötneysla hefur aukist og lambakjötið stendur sig ótrúlega vel. Framleiða skal kindakjöt í sátt við landið með gæðastýringu í fararbroddi. Skynsamlegt er að auka sauðfjárframleiðslu á tilteknum svæðum á landinu. Breyta verður hugsun bænda hvað viðkemur slátrun. Bændur munu fara þangað sem þeim bjóðast best kjör. Athuga verður með sameiningu ræktunar- og hagsmunafélaga. Að lokum kvaðst Gunnar bjartsýnn á framtíð sauðfjárræktarinnar.
    a)Jón Kristjánsson, starfandi landbúnaðarráðherra, flutti kveðju Guðna Ágústssonar sem er erlendis. Hann stakk upp á því að gera Jónsmessuna að frídegi bænda. Hann vék að harðvítugri samkeppni í sölu á kjöti og að skýrslu svokallaðrar sláturhúsanefndar þar sem m.a. er lagt til að 220 Mkr. verði varið til úreldingar sláturhúsa og 30 Mkr. til uppbyggingar kjötvinnslna á Hvolsvelli, Sauðárkróki og Húsavík. Einnig er lagt til að veitt verði fé til flutningsjöfnunar.
3. Skýrslur og ársreikningur - framhald.

e) Ársreikningur 2002

Gjaldkeri samtakanna, Hörður Hjartarson, gerði grein fyrir endurskoðuðum ársreikningum LS fyrir árið 2002 (sjá fundargögn). Rekstrartekjur voru kr. 5.429.739 en gjöld umfram tekjur, að teknu tilliti til fjármagnsliða, voru kr. 1.808.204. Eignir alls 31.12.2002 voru kr. 4.247.919 og peningaleg staða kr. 3.705.437.
Hörður skýrði að hækkun dagpeninga stjórnarmanna kemur til vegna breyttra aðferða við útreikning launa formanns en ekki er um að ræða raunhækkun.


5. Álit kjörbréfanefndar
Kjörbréfanefnd starfaði í upphafi fundarins. Snorri Kristjánsson kynnti eftirfarandi 45 réttkjörna fulltrúa á fundinum:


Deild sauðfjárbænda í Búnaðarsambandi Vestfjarða
Þorvaldur H. Þórðarson, Stað
Karl Kristjánsson, Kambi

Félag sauðfjárbænda við Eyjafjörð
Birgir H. Arason, Gullbrekku

Þórarinn Pétursson, Laufási

Félag sauðfjárbænda í Borgarfirði
Sindri Sigurgeirsson, Bakkakoti
Jón Eyjólfsson, Kópareykjum
Þorkell Fjeldsted, Ferjukoti

Félag sauðfjárbænda í Strandasýslu
Guðbrandur Sverrisson, Bassastöðum
Sigurður Jónsson, Stóra-Fjarðarhorni
Guðbrandur Björnsson, Smáhömrum

Félag sauðfjárbænda á Héraði og Fjörðum
Magnús Karlsson, Hallbjarnarstöðum
Sævar Sigbjarnarson, Rauðholti
Baldur Grétarsson, Kirkjubæ

Félag sauðfjárbænda í V-Skaftafellsýslu
Ólafur Steinar Björnsson, Reyni
Ólafur Þ. Gunnarsson, Giljum

Félag sauðfjárbænda í Snæfells og Hnappadalssýslu
Sigurður Helgason, Hraunholtum
Þóra Sif Kópsdóttir, Ystu-Görðum
Albert Guðmundsson, Heggsstöðum

Félag sauðfjárbænda á Suðurfjörðum
Friðrik Steinsson, Hafranesi

Félag sauðfjárbænda í Austur-Húnavatnssýslu
Birgir Ingþórsson, Uppsölum
Björn Þ. Björnsson, Ytra-Hóli I
Einar Svavarsson, Hjallalandi

Deild sauðfjárbænda í Búnaðarsambandi Kjalarnesþings

    Guðbrandur Hannesson, Hækingsdal

Félag sauðfjárbænda í Vestur-Húnavatnssýslu
Þorsteinn Sigurjónsson, Reykjum
Eyjólfur Gunnarsson, Bálkastöðum II

Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu
Guðrún Kristjánsdóttir, Dunki
Guðbrandur Ólafsson, Sólheimum
Kjartan Jónsson, Dunki

Félag sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu
Baldur Björnsson, Fitjarmýri
Guðrún Stefánsdóttir, Hlíðarendakoti
Fjóla Runólfsdóttir, Skarði

Deild sauðfjárbænda í Búnaðarsambandi N-Þingeyinga
Jóhannes Sigfússon, Gunnarsstöðum
Einar Ófeigur Björnsson, Lóni

Félag sauðfjárbænda í Árnessýslu
Jóhannes Sveinbjörnsson, Heiðarbæ
Björn Snorrason, Björk
Halldór Guðmundsson, Nautaflötum

Deild sauðfjárbænda í Búnaðarsambandi A-Skaftfellinga
Þorsteinn Sigjónsson, Bjarnarnesi
Guðjón Þorsteinsson, Svínafelli

Félag sauðfjárbænda í Skagafirði
Smári Borgarsson, Goðdölum I
Agnar Gunnarsson, Miklabæ
Jóhann Már Jóhannsson, Keflavík

Félag sauðfjárbænda í S-Þingeyjarsýslu
Halldór Sigurðsson, Sandhólum
Snorri Kristjánsson, Stafni
Hermann Herbertsson, Sigríðarstöðum

Deild sauðfjárbænda í Búnaðarsambandi Austurlands
Bragi Vagnsson, Bustarfelli


6. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga

1. Jóhann Már Jóhannsson benti á hvað fáar konur væru fulltrúar nú. Skýrsla stjórnar "eins og að stinga höfðinu í steininn" á þingmannamáli. Kallar sauðfjársamninginn starfslokasamning en telur hann samt of framleiðsluhvetjandi. Það var ekki landbúnaðarnefnd Alþingis sem dró til baka breytingar á samningnum sl. haust, það var ráðherra. Næsta haust verður selt þrenns konar lambakjöt; gæðastýrt, gæðastýrt lífrænt og ógæðastýrt. Verður það selt á sama verði? Sagði Guðmund Gíslason, sölumann hjá KS, ekki segjast vita að nokkur maður í hans stöðu minnist á gæðastýrt lambakjöt. Formannafundir fyrst gagnlegir á við aðalfund en þurfa að fá leyfi aðalfundar til að senda frá sér tillögur. Gerir athugasemd við fundargerð síðasta formannafundar m.a. vegna samþykktar á tillögu um eitt verð á lambakjöti bæði á innanlandsmarkaði og í útflutningi. Gleðiefni að fríska upp á þessa stjórn LS. Teldur jafnmarga óánægða með sauðfjársamninginn eins og ánægða. Óskaði Aðalsteini velfarnaðar í framtíðinni.

2. Jóhannes Sigfússon þakkaði framkomnar skýrslur og reikninga. Skilur ekki hvers vegna Jóhann Már er að skrumskæla Fjallalamb fyrir að selja gæðastýrt lambakjöt. Á síðasta aðalfundi var samþykkt, af meginþorra fundarmanna,tillaga um breytingar á gildandi sauðfjársamningi við endurskoðun hans. Ekkert var gert með þessar tillögur. Jóhannes lýsir eftir útskýringum á því hvernig fór. Sláturhúsaskýrsla er enginn Stóridómur og segir engum fyrir verkum, en hlýtur þó að vera stefnumarkandi. Margt gott og rétt í henni. Norður-Þingeyingar ætla ekkert að gera með þessa skýrslu. Bændur verða að standa saman til að halda í staðgreiðslukerfið. Framhjásala á heimaslátruðu kindakjöti er óásættanleg fyrir okkur bændur, eitthvað verður LS að gera. Vandræðagangurinn við úthlutun 7500 ærgildanna tekur engu tali. Hefði átt að nota þau að verulegu leyti til leiðréttinga. Sammála Gunnari Sæmundssyni um hvernig staðan á kjötmarkaði er og telur algjörlega ólíðandi að bankar haldi uppi fölsku markaðsverði.

3. Guðrún Stefánsdóttir gerði athugasemdir við fundargerð síðasta aðalfundar þar sem ekki var komið inn á það sem menn sögðu í umræðum um ályktanir fundarins. Gerði athugasemd við útflutningsprósentu í sumarslátrun, telur hana alltof háa. Spurði um tillögu stjórnar til Alþingis vegna breytinga á samningi sl. haust. Fagnar því að fá lambsullarflokk og vill flýta greiðslum fyrir ull. Sér ekki að almenningur njóti rekjanleika afurða sem nær bara að sláturhúsdyrum. Telur að Sunnlendingar eigi rétt á úthlutun af 7.500 ærgildunum eins og aðrir.

4. Sævar Sigbjarnarson tók undir þau orð að gott væri að hittast á Jónsmessu. Kvaðst hissa á gagnrýni Jóhanns Más vegna tillögu sem samþykkt var í fyrra varðandi 0,7 regluna. Varðandi 7.500 ærgildin sagðist Sævar sammála Jóhannesi um að gott væri að úthluta þeim til búa sem ættu erfitt. Lýst ekki á það að bændur fari að flokka og pakka ull sjálfir.

5. Sigurður Jónsson kvaðst taka undir flest í máli Jóhanns Más. Hélt að skyldumerkingar á sauðfé væru að bresta á.. Telur fráleitt að gefa í skyn lægra afurðaverð og einnig fráleitt að nota eitt verð á innanlandsmarkaði og á útflutningskjöt. Ullarmál og hugmyndir hóps um ullarmál verða vafasamur sparnaður, gæðum ullar gæti hrakað. Harmar að samningamenn bænda hafi dregið tillögur síðasta aðalfundar til baka sl. haust.

6. Einar Ófeigur Björnsson sagði: "Stundum finnst mér fulltrúar á LS fundum ótrúlega ósammála um flest sem fram kemur á þessum fundum". Tillaga um eitt verð er ekki framleiðsluhvetjandi en hún vinnur að því að skrúfa fyrir 0,7 regluna. Útflutningsprósenta á sumarslátrun er eðlileg því við verðum að ná niður birgðum. Enn eru menn að tala um að breyta samningi sem 67% bænda samþykktu. Við verðum að sætta okkur við hann og hugsa um næsta samning. Hefur þá trú að verð á kindakjöti fari hækkandi á erlendum mörkuðum og þeir sem ekki vilja trúa því skulu bara hætta strax.

7. Þorkell Fjeldsted varaði eindregið við hugmyndum um söfnun á ull.

Kaffihlé frá kl. 15.43 til kl. 16.01.

8. Sigurður Helgason spurði um tillögu 3 frá Snæfellingum um vanhöld lamba. Hvað eru eðlileg vanhöld? Skilgreining á hreinum svæðum og riðusvæðum þarf að vera skýrari. Tillöguflutningur á formannafundi er í nafni formannafundar en ekki í nafni LS. Kjöt af heimaslátruðu betra en úr sláturhúsum af því að það fær að hanga lengur. Við magninnkaup á rúlluplasti náðu saman 50 býli og er verðmunurinn um 550 þúsund á þessu magni.

9. Gunnar Þórisson sagði LS þurfa að fá lægri skammtímavexti frá Markaðsráði.

10. Guðbrandur Sverrisson sagði sátt um breytingatillögu á sauðfjársamningi teygjanlega. Vafasöm stefna í hugmyndum um ullarmál. Er þörf á svo ströngu mati á ull? Vantar á samræmingu á ullarmati ef allir sauðfjárbændur landsins fara að meta sjálfir. Guðbrandur endaði mál sitt svo:
Mikið högg á málfarsbein
mælskutaugar þvingar,
þegar höfði stinga í stein
stakir þvergirðingar.

11. Birgir Ingþórsson. LS þarf að velta fyrir sér hvernig við ætlum að ná saman. Ábyrgðin er að hluta til hjá stjórn. Samningurinn sem við vinnum eftir virkar þannig að hann skiptir bændum í hópa og vonandi gerum við ekki svona samning aftur. Birgir sættir sig ekki við að forystumenn bænda komi fram og segi: "Það árar illa, við verðum að gera eitthvað annað." Þetta eru orð sem forystumenn láta út úr sér. LS þarf að vera sýnilegra og halda fundi á öðrum tíma. Lýst ekki vel á ullarkerfið sem Jóhanna Pálmadóttir var að lýsa. Númer eitt, tvö og þrjú er að við getum lifað af þessu.

12. Hörður Hjartarson ræddi um kostnaðarskiptingu milli LS og Markaðsráðs kindakjöts. Enginn fulltrúi bænda stóð að því að draga tillöguna til baka sl. haust.

13. Aðalsteinn Jónsson þakkaði fyrir þær umræður sem urðu um skýrslu stjórnar. En eitt vantaði. Að menn sæu eitthvert ljós í framtíðinni. Einungis einn maður, ný rödd á fundinum, sem horfði til framtíðar. Það eru helber ósannindi að Aðalsteinn hafi farið á bak við samningamenn bænda. Þegar greidd voru atkvæði um tillögur í samningum taldi Aðalsteinn að sátt hefði verið um 0,7 regluna. Birgðaaukning milli ára er 200 tonn. Ef landbúnaðarráðherra hefði farið eftir tillögum Markaðsráðs kindakjöts þá væri ekki þessi birgðaaukning. 7.500 ærgildin eru ætluð til að styrkja jaðarbyggðir en ennþá hefur pólitíkin ekki skilgreint hvar þær eru. Samkvæmt bréfi frá embætti yfirdýralæknis þarf að vera komin á skyldumerking alls sauðfjár fyrir árið 2005. Ef við uppfyllum ekki þessi skilyrði þá megum við ekki flytja út kjöt til ESB. Hvað eru skilgreind riðusvæði? Samkvæmt skilgreiningu yfirdýralæknis: "Ef riða hefur komið upp innan ákveðins varnarhólfs þá er það riðusvæði." Ullarmat. Í dag þurfum við að nota hluta af þeim peningum sem við fáum frá ríkinu í að greiða söfnunarkostnað. Heimsmarkaðsverð er það lágt að það greiðir ekki fyrir söfnunarkostnað. Aðalsteinn telur að þetta vaxi mönnum full mikið í augum. Og ef þetta ferli fer að virka þá gæti þetta skilað bændum auknum tekjum af ull.

14. Jóhanna Pálmadóttir flutti kveðju frá Guðjóni, framkvæmdastjóra Ístex, sem er erlendis. Telur þessa nýju leið í ullarmálum verða til sparnaðar.


7. Erindi

a) Breytingar og bjargráð. Gunnar Þ. Jóhannesson, mannfræðingur, greindi frá rannsóknum sínum. Hann fjallaði um breytingar sem orðið hafa í m.a. sauðfjárrækt síðustu áratugi. Vandi sauðfjárræktar er vandi byggðar í landinu. Eru beingreiðslur greiðslur til bænda eða byggðastyrkir? Sú byggðastefna sem ríkið hefur rekið gegnum reglugerðir verkar ekki nógu vel. Rannsóknir Gunnars fóru fram á Fljótsdalshéraði. Héraðsskógar hafa losað bændur þar úr mestu búsetukreppunni.

Umræður um erindi Gunnars:

Guðbrandur Sverrisson spurði Gunnar hvernig hagræðing næði fram með kaupum á greiðslumarki.

Sævar Sigbjarnarson spurði um byggðatengda styrki á ESB svæðinu.

Þorsteini Sigurjónssyni finnst vanta rök fyrir því hvernig á að sækja beingreiðslur.

Jóhannes Sveinbjörnsson lýsti því áliti sínu að það sem virki til eflingar byggðar sé að nýtt komi inn.

Gunnar svaraði framkomnum fyrirspurnum.


b) Skýrsla starfshóps um sláturhúsamál. Ólafur Friðriksson, formaður starfshópsins, greindi frá skýrslunni sem skilað var í apríl á þessu ári.

Umræður um erindi Ólafs:

1. Guðrún Stefánsdóttir spurði hvort beingreiðslur og jöfnunargreiðslur teldust grænar greiðslur eða gular. Einnig hvort ekki væri dýrt að setja útflutningskröfur á hús sem einungis slátra fyrir innanlandsmarkað.

2. Sigurður Helgason spurði um álit dýraverndunarsamtaka á löngum flutningum á fé. Einnig hvort nefndin hafi farið um Evrópu og skoðað sláturhús þar og borið saman við hús hérlendis. Og hefur nefndin skoðað hvort við gætum komið upp fáum húsum sem sæu um allan útflutning en önnur hús sæu um innanlandsmarkað?

3. Baldur Grétarsson spurði hvort væru gerðar svipaðar aðbúnaðar- og heilbrigðiskröfur til nýsjálenskra og íslenskra sláturhúsa, í hverju verðmunur er fólginn og hve mikill hann er.

4. Jóhannes Sigússon líkti starfi nefndarinnar við langstökkvara sem tekið hefur góða atrennu en síðan lent á rassinum. Við verðum að móta aðferð til að hægt sé að lengja sláturtíma. Sagði hagstæðast að slátra því fé, sem frysta þarf kjötið af, á tímanum frá miðjum september til miðs október til að forðast aukakostnað. Í hvað fara úreldingarpeningarnir? Skyldi þó aldrei vera að þeir fari allir beint í bankana.

5. Guðbrandur Sverrisson tók undir orð Jóhannesar og bætti við að við þurfum að velta fyrir okkur hvaðan öll umræðan um ferskt og frosið er komið. Sagðist hafa grun um að þetta ætti uppruna sinn vegna kjúklinga sem "rutt hafi verið í frost". Skiptir miklu að markaðurinn skilji að fryst þarf ekki að vera lakara en ófrosið. Eigum að tala um þítt og freðið en ekki ferskt og frosið. Staðsetning sláturhúsanna sex sem hafa útflutningsleyfi skiptir máli. "Fyrir tveimur árum töpuðu menn á því sem átti að bjarga okkur" sagði Guðbrandur að lokum er hann minntist Goðamálsins..

6. Þóra Sif Kópsdóttir spurði varðandi kröfugerð til sláturhúsanna hvort ekki væri einfaldast að ganga í ESB. Einnig hvort aldrei hefði komið til tals að koma upp litlum sláturstöðvum sem fara á milli staða og slátra.

7. Jóhannes Sveinbjörnsson kvaðst áhugamaður um lengingu sláturtíma en erfitt sé að fá gimbrar til að safna öðru en fitu eftir að kemur fram í nóvember og fram yfir jól. Hann benti á sauðaeldi sem vænlegan kost fyrir jólaslátrun. Flytja þarf meira út af ófrosnu kjöti því eins og fram kom í erindi Ólafs hefur það skilað 17% hærra verði en frosið kjöt.

8. Karl Kristjánsson sagði jákvætt ef úreldingarbætur fást til þeirra sem vilja hætta, jákvætt fyrir stóru vinnslurnar og ætti þá að vera jákvætt fyrir bændur. Neikvætt fyrir smærri byggðarlög sem hafa hætt vinnu að slátrun. Sundirlyndi virðist mikið innan LS og erfitt að sætta menn. Karl lagði fram þá hugmynd að hafa eitt verð og að útflutningsskyldan verði reiknuð á sláturleyfishafa en ekki bændur. Ætti að verða betra fyrir alla.

9. Jón Helgi Björnsson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa, þakkaði fyrir boð á fundinn. Sagði verð á dilkakjöti fallið og sér ekki fyrir sér að hægt sé að ná því upp á næstunni. Telur sláturkostnað 100-110 kr/kg miðað við sautján sláturhús. Þarf að fækka húsunum og nýta hin betur og verja kjör bænda. Ferskt kjöt hefur lengri líftíma í verslunum en frosið. Auka þarf framboð af fersku lambakjöti. Vonast til að ríkisstjórnin samþykki að verja fé til úreldingar á sláturhúsum.

10. Þorvaldur Þórðarson. Er ekki hætta á því ef sláturhúsum fækkar að ásókn þeirra í að slátra fyrir okkur minnki? Ef vinnslum fækkar, kannski verða þær þrjár, er þá ekki hætta á fákeppni? Verðum að nýta betur tækifærið við að versla við Færeyinga. Athuga verður vel að gæði á lömbum sem slátrað er í nóv-des verði þau sömu og í sept- okt.

11. Gunnar Kristjánsson spurði hvort að núverandi útflutningshús ættu í erfiðleikum með að uppfylla útflutningsskyldu.

12. Sævar Sigbjarnarson Verðlækkun hefur orðið en geta afurðastöðvar hækkað verðið? Því gerum við ekki eins og í fiskversluninni? Vill sjá fleiri leiðir til markaðssetningar, ekki bara fækka sláturhúsum.

13. Jóhann Már Jóhannsson tekur undir með þeim sem setja spurningarmerki við hagkvæmni stóru húsanna. Telur húsin sex flest rekin með tapi. Hver fær þessar 26 kr/kg sem eiga að sparast við fækkun sláturhúsa í sex? KS er að festa kaup á gaspökkunarvél sem á líka að nota fyrir innanlandsmarkað, það gefur lengri geymslutíma á ófrosnu kjöti. Samkeppnisstaðan getur versnað við fækkun sláturhúsa.

14. Þorkell Fjeldsted hefur verið mikill aðdáandi þess að hafa sláturhús í heimabyggð. Þessar reglugerðir eru orðnar alltof miklar. Þegar sláturhúsið fer þá fara launin líka. Bændur á Vesturlandi eru mjög uggandi hvernig fer ef ekkert sláturhús verður á Vesturlandi.

15. Fjóla Runólfsdóttir vitnaði í Önnu Margréti, gæðastjóra hjá Hagkaupum, sem teldi að ungt fók setti skrýtið bragð af lambakjöti fyrir sig. Hún spurði einnig hvað liði hugsanlega breyttum reglum um frágang skrokka.

16. Aðalsteinn Jónsson. Þegar hann tók sæti í þessari nefnd taldi hann nauðsynlegt að útflutningshús væru á Austur- og Vesturlandi. En þegar málin voru skoðuð var ekki sjáanlegur rekstrargrundvöllur fyrir byggingu slíkra húsa. En við verðum að nýta þær fjárfestingar sem fyrir eru. Ef við viljum hafa það eins og í fiskinum þá verðum við að finna erlenda aðila til að kaupa af okkur kjötið. Tekur undir það að fá úreldingarbætur.

17. Þorsteinn Sigurjónsson. Almennt tortrygginn á svona nefndarvinnu eins og hjá sláturhúsanefnd en útkoman mesta furða. Staða sláturleyfishafa er hrikaleg. Þótt þeir hafi útflutningsleyfi stefna sum í þrot. Hugmynd um færanleg sláturhús. Setur spurningamerki við stuðning bara við þrjár úrvinnslur.

18. Eyjólfur Gunnarsson telur að framleiðsla leggist af þar sem lengst er í sláturhús. Þurfa allir innleggjendur að borga flutningsjöfnunargjald?

19. Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson. Við erum ekki á landsþingi sveitarfélaga. Gengi sláturhúsa hefur verið misjafnt. Úrelding er leið þeirra sláturhúsa sem geta ekki uppfyllt kröfur. Trúarbrögð hvar menn slátra. Tveir kostir: Fækka sláturhúsum eða lækka verð til bænda.

20. Þorsteinn Sigjónsson spurði hvort nefndin hafi hugað að því hvernig færi ef stóru húsin rúlluðu. Þorsteinn auglýsti síðan sláturhúsið sitt til sölu.

21. Birgir Arason er á þeirri skoðun að fækka húsum sé það sem koma skal. Það var skelfilegt slys að Móar fengu að halda áfram. Nú eiga sláturhúsin að fara fram á það sama. Birgir hefur þá trú að sláturhús verði þrjú eftir svona fimm ár. Það er spurning hvort við sauðfjárbændur ættum ekki að hætta að borga í lánasjóðinn sem lánar stórar upphæðir til svína og kjúklinga.

22. Gunnar Sæmundsson fór í sláturhúsanefnd með ákveðnar skoðanir, m.a. að sláturhús ætti að vera á Austurlandi. Stjórnvaldsaðgerð hvort Byggðastofnun veitir eða veitir ekki ábyrgð fyrir afurðalánum í haust. Vill að séð verði til að skýrslunni verði dreift á fundinum. Sauðfé fjölgaði ekki síðasta haust. Skandall að landbúnaðarráðherra samþykkti ekki tillögur um útflutningsprósentu sl. haust.

Ólafur Friðriksson svaraði framkomnum fyrirspurnum. Nauðsynlegt að vera á verði með það hvað neytandinn vill. Mesta ógn gagnvart útflutningi er síðan ef hægt er að rekja saman kúariðu og sauðfjárriðu. Gaspökkun hefur verið notuð lengi t.d. í Ástralíu. Af hverju hefur hún ekki verið tekin upp hér fyrr?


8. Skipan nefnda

Fundarstjóri vísaði til fundargagna um nefndaskipan og var hún samþykkt eftirfarandi án athugasemda:

Fjárhagsnefnd: Björn Björnsson, formaður, Bragi Vagnsson, Snorri Kristjánsson og Ólafur Björnsson.
Allsherjarnefnd: Jóhannes Sigfússon, formaður, Ólafur Gunnarsson, Þorvaldur Þórðarson, Guðrún Stefánsdóttir, Hermann Herbertsson, Guðbrandur Ólafsson, Halldór Guðmundsson og Sigurður Helgason.
Fagráðsnefnd: Jóhannes Sveinbjörnsson, formaður, Þorkell Fjeldsted, Karl Kristjánsson, Agnar Gunnarsson, Magnús Karlsson, Þóra S. Kópsdóttir, Þorsteinn Sigjónsson, Guðbrandur Björnsson og Einar Svavarsson.
Markaðs- og kjaranefnd: Einar Ófeigur Björnsson, formaður, S Sindri Sigurgeirsson, Jóhann Már Jóhannsson, Þórarinn Pétursson, Björn Snorrason, Baldur Björnsson, Baldur Grétarsson, Kjartan Jónsson og Guðjón Þorsteinsson.
Umhverfisnefnd: Guðbrandur Hannesson, formaður, Sigurður Jónsson, Eyjólfur Gunnarsson, Halldór Sigurðsson, Birgir Ingþórsson og Albert Guðmundsson.
Framleiðslunefnd: Þorsteinn Sigurjónsson, formaður, Jón Eyjólfsson, Guðbrandur Sverrisson, Guðrún Kristjánsdóttir, Smári Borgarsson, Birgir Arason, Sævar Sigbjarnarson, Fjóla Runólfsdóttir og Friðrik Steinsson.

Aðalsteinn Jónsson flutti fundinum kveðju Drífu Hjartardóttur. formanns landbúnaðarnefndar Alþingis, og þakkaði samstarf við Gunnar Sæmundsson, sem verið hefur tengiliður milli LS og BÍ síðan verkaskiptasamningur var samþykktur. Bauð síðan til kvöldverðar sem að stóðu LS, Norðlenska matborðið og landbúnaðarráðherra undir skemmtidagskrá Félags sauðfjárbænda við Eyjafjörð.

(Í tilefni af orðaskiptum Sigurgeirs Sindra og Þorkels Fjeldsted um sláturhúsamál:
Frakkur Sindri á fyndni brá
fundurinn varðist hlátri
að Doddi Fjeldsted dafna má
sem doktor í innmat og slátri. BG)

Fundi frestað kl. 20.25.

Fundi var framhaldið 25. júní kl. 13.06.

Ársreikningar LS 2002 voru bornir upp og samþykktir samhljóða.


12. Afgreiðsla mála

Björn Björnsson gerði grein fyrir störfum fjárhagsnefndar og bar upp eftirfarandi tillögur hennar:

1.1. Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda, haldinn að Hrafnagili 24.-25. júní 2003, leggur til að laun formanns verði kr. 700.000 á ári og annarra stjórnarmanna kr. 75.000 á ári.

1.2. Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda haldinn að Hrafnagili 24-25. júní 2003 leggur til eftirfarandi fjárhagsáætlun
Tekjur
Búnaðargjald 5.200.000
Framleiðsluráðsgjald 1.900.000
Aðrar tekjur 3.100.000
10.200.000

Gjöld
Laun og launatengd gjöld 7.700.000
Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður 2.300.000
Annar kostnaður 200.000
10.200.000


Greinargerð:
Við núverandi aðstæður sér aðalfundurinn ekki svigrúm til að greiða aðildarfélögum og búnaðarsamböndum styrk eins og verið hefur. Aðalfundur samtakanna felur stjórn að huga að stuðningi við félög sem hafa innan við 50 félaga og óska eftir styrk vegna ferðakostnaðar á fundi samtakanna.

Einar Ófeigur Björnsson spurðist fyrir.
Tillögurnar báðar samþykktar samhljóða


Jóhannes Sigfússon gerði grein fyrir störfum allsherjarnefndar og kynnti fyrstu tillögu hennar:

2.1. Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda, haldinn að Hrafnagili 24.-25. júní 2003, beinir því til stjórnar félagsins og búnaðarþingsfulltrúa að beita sér fyrir endurskoðun búnaðargjalds með það í huga að hluti þess fjármagns sem rennur til Lánasjóðs landbúnaðarins verði nýttur til markaðsetningar á dilkakjöti.

Til máls tóku Jóhann Már Jóhannsson, Einar Ófeigur Björnsson, Guðbrandur Sverrisson, Jóhannes Sveinbjörnsson og Karl Kristjánsson sem allir hvöttu til varfærni í þessu máli. Einnig Þorsteinn Sigurjónsson og Jóhannes Sigfússon sem skýrði hugmyndir nefndarinnar.
Tillagan borin upp og samþykkt með 23 atkvæðum gegn 3.

Jóhannes Sigfússon mælti fyrir tillögu 2.2.:

Til máls tóku Kjartan Jónsson, sem boðaði andstöðu við tillöguna, Guðbrandur Sverrisson, Einar Ófeigur Björnsson. Þorsteinn Sigurjónsson, Jóhann Már Jóhannsson, sem lýsti stuðningi við tillöguna, Guðrún Stefánsdóttir, Aðalsteinn Jónsson og Sævar Sigbjarnarson, sem lýsti stuðningi við tillöguna. Agnar Gunnarsson og Guðbrandur Sverrisson lögðu til orðalagsbreytingar. Næstir töluðu Þorsteinn Sigurjónsson og Jóhann Már Jóhannsson.

Breytingartillaga Guðbrandar um að í stað í "Í ljósi þess" komi orðið "Jafnframt" var borin upp og felld með 21 atkvæði gegn 15.

Tillagan síðan samþykkt svohljóðandi með 19 atkvæðum gegn 8.

2.2. Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda, haldinn að Hrafnagili 24.-25. júní 2003, gagnrýnir þá málsmeðferð og afgreiðslu sem tillögur aðalfundar LS 2002 um endurskoðun á sauðfjársamningi fengu. Jafnframt beinir fundurinn því til stjórnar samtakanna að fylgjast grannt með gangi W.T.O. samninga og framkvæmd gæðastýringar, í ljósi þess að óska eftir endurskoðun á sauðfjársamningnum telji hún ástæðu til.

Jóhannes Sigfússon kynnti tillögu 2.3.

Til máls tók Jóhannes Sveinbjörnsson og síðan Sigurður Jónsson, sem lagði til svohljóðandi orðalagsbreytingu á greinargerð: "...tjón þar sem ekið er á sauðfé á vegum landsins."

Breytingartillagan samþykkt með þorra atkvæða gegn 3.

Tillagan síðan samþykkt samhljóða svohljóðandi:

2.3. Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda haldinn að Hrafnagili 24-25. júní 2003 beinir því til sveitarfélaga, Vegagerðarinnar og annarra hlutaðeigandi aðila að gera með sér samninga um veggirðingar og merkingar á vegum í samræmi við reglur um lausagöngu sauðfjár á mismunandi svæðum. Sett verði upp aðgerðaáætlun um þessa hluti og unnið eftir henni.

Greinargerð:
Árlega verður verulegt tjón þar sem ekið er á sauðfé á vegum landsins. Þetta tjón mætti minnka verulega með samræmdari vinnubrögðum varðandi veggirðingar sem og merkingar á vegum þar sem veggirðingar eru enn ekki fyrir hendi eða lélegar. Víða mætti taka betur á þessum málum með auknu samstarfi Vegagerðar, sveitarfélaga, bænda og annarra hlutaðeigandi.

Jóhannes Sigfússon kynnti tillögu 2.4.

Til máls tóku Jóhann Már, sem lagði til breytt orðalag í greinargerð, Birgir Ingþórsson, sem tók undir tillöguna, Jóhannes Sigfússon, sem lagði til að í stað orðsins "ljá" komi "skapa" og að meðfylgjandi greinargerð verði felld niður.

Breytingartillögurnar samþykktar (niðurfelling greinargerðar með einu mótatkvæði) og tillagan síðan samþykkt svohljóðandi:

2.4. Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda haldinn að Hrafnagili 24-25. júní 2003 beinir því til stjórnar LS að unnið verði skipulega að því að skapa sauðfjárrækt, fjárbændum og sveitalífi jákvæðari ímynd í hugum landsmanna.

Jóhannes Sigfússon kynnti tillögu 2.5. sem samþykkt var samhljóða án umræðu.

2.5. Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda haldinn að Hrafnagili 24-25. júní 2003 beinir því til stjórnar LS að kanna hvort nýta megi hluta tryggingargjalds til að fjármagna forfallaþjónustu fyrir sauðfjárbændur.

Jóhannes Sigfússon kynnti tillögu 2.6. Birgir Ingþórsson lagði til að inn í tillöguna bætist orðið "rannsóknir". Baldur Grétarsson studdi tillögu Birgis. Sævar Sigbjarnarson og Guðjón Þorsteinsson lögðu einnig til breytingar. Fundarstjórar vísuðu tillögunni aftur til nefndar.

Jóhannes Sigfússon kynnti tillögu 2.7.
Birgir Ingþórsson og Einar Ófeigur Björnsson tóku til máls. Tillögunni vísað aftur til nefndar.

Tillaga 2.6. tekin aftur á dagskrá. Baldur Grétarsson kynnti tillögu nefndar að breyttri tillögu. Næstir töluðu Halldór Guðmundsson, Guðbrandur Sverrisson, sem lagði til breytingu, og Aðalsteinn Jónsson, sem beindi því til stjórnar LS að koma því á framfæri í Bændablaðinu að bændur sjálfir verða að hafa fulla gát á að virða þær reglur sem eru í gildi varðandi sjúkdómavarnir. Til máls tóku Sævar Sigbjarnarson og Þorsteinn Sigjónsson. Framlag Sævars var m.a. svohljóðandi:
Niðurstaðan - mér fannst bara mesta furða,
Alli mátti öllum kyngja
yfirgangi Norðlendinga.

Tillagan með framkomnum breytingatillögum borin upp og samþykkt með meginþorra atkvæða gegn 2. Tillagan síðan samþykkt samhljóða svohljóðandi:

2.6. Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda haldinn að Hrafnagili 24-25. júní 2003 beinir því til Yfirdýralæknis og Sauðfjárveikivarna að efla rannsóknir og eftirlit með öllum hugsanlegum smitleiðum á riðu.

Tillaga 2.7. borin upp með framkomnum breytingatillögum og samþykkt með einu mótatkvæði. Tillagan síðan samþykkt samhljóða svohljóðandi:

2.7. Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda, haldinn að Hrafnagili 24.-25. júní 2003, samþykkir að stjórn LS skipi þriggja manna nefnd til að endurskoða samþykktir LS sem kynntar verði á formannafundi og lagðar fyrir næsta aðalfund.


Jóhannes Sveinbjörnsson gerði grein fyrir starfi fagráðsnefndar og kynnti tillögur hennar.

3.1. Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda haldinn að Hrafnagili 24-25. júní 2003 beinir því til yfirkjötmats ríkisins að áfram verði unnið að samræmingu á kjötmati milli sláturhúsa. Einnig verði könnuð þróun í kjötmati í heiminum, einkum með tilliti til sjálfvirkrar tækni. Einnig er ítrekuð ályktun frá aðalfundi LS 2002 um að aflestur fitumæla verði skráður á vigtarseðil bóndans.
Samþykkt samhljóða án umræðna. (Sjá frekari afgreiðslu málsins síðar.)

Jóhann Már lagði til orðalagsbreytingu á tillögu 3.2. Næst töluðu Guðrún Stefánsdóttir, Ólafur Björnsson, Halldór Guðmundsson, Þorsteinn Sigjónsson og Jóhannes Sveinbjörnsson.

Breytingartillaga Jóhanns Más samþykkt og tillagan síðan í heild sinni svohljóðandi með meginþorra atkvæða gegn 4.

3.2. Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda haldinn að Hrafnagili 24-25. júní 2003 harmar þau mistök sem voru gerð við notkun á nýjum sæðisvökva frá sauðfjársæðingastöð Suðurlands á síðasta vetri, og beinir því til stjórnar LS að fylgja því eftir að bændum verði bættur sá skaði er af hlaust.

Aðalsteinn Jónsson leitaði samþykkis fundarins fyrir orðalagsbreytingu á ályktun 3.1. Breytingin samþykkt með einu mótatkvæði og var þá tillaga 3.1. samþykkt öðru sinni svohljóðandi:

3.1. Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda haldinn að Hrafnagili 24-25. júní 2003 beinir því til yfirkjötmats ríkisins að áfram verði unnið að samræmingu á kjötmati milli sláturhúsa. Einnig verði könnuð þróun í kjötmati erlendis, einkum með tilliti til sjálfvirkrar tækni. Einnig er ítrekuð ályktun frá aðalfundi LS 2002 um að aflestur fitumæla verði skráður á vigtarseðil bóndans.

Tillaga 3.3. tekin til umræðu.
3.3. Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda haldinn á Hrafnagili 24. - 25. júní 2003 tekur undir tillögur ullarmatsnefndar um að draga úr kostnaði við söfnun ullar.

Guðrún Stefánsdóttir bar upp frávísunartillögu á tillögu 3.3. Frávísunartillagan felld með 15 atkvæðum gegn 13.

Til máls tóku Þorvaldur Þórðarson, sem óskaði eftir að tillaga 3.3. verði felld, Kjartan Jónsson, Guðbrandur Sverrisson. Einar Ófeigur Björnsson, sem kynnti breytingatillögu, Jóhanna Pálmadóttir, Þorsteinn Sigjónsson, Sigurður Jónsson, Aðalsteinn Jónsson, Þóra Sif Kópsdóttir, Sævar Sigbjarnarson, sem lýsti stuðningi við tillögu Einars Ófeigs, Birgir Ingþórsson, Guðbrandur Sverrisson og Magnús Karlsson.

Breytingartillaga Guðbrandar borin upp og samþykkt samhljóða. Tillagan síðan samþykkt samhljóða með áorðnum breytingum

3.3. Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda haldinn á Hrafnagili 24. - 25. júní 2003 beinir því til ullarmatsnefndar og stjórnar LS að leita raunhæfra leiða í lækkun á söfnunarkostnaði á ull.

Jóhannes Sveinbjörnsson kynnti tillögu 3.4. sem var síðan samþykkt samhljóða umræðulaust:

3.4. Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda haldinn á Hrafnagili 24. - 25. júní 2003 samþykkir að beina til Háskólaráðs Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri að endurskoðað verði framboð á námsefni í sauðfjárrækt með það að markmiði að byggt verði á nýjustu þekkingu og tækni á hverjum tíma. Nauðsynlegt er að sérstakur verkefnisstjóri stýri verkefninu.

Jóhannes Sveinbjörnsson kynnti tillögu 3.5. Aðalsteinn Jónsson bar fram fyrirspurn og fékk það svar að félagið væri bæði fyrir hunda og menn. Tillagan samþykkt samhljóða svohljóðandi:

3.5. Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda haldinn að Hrafnagili 24-25. júní 2003 þakkar Gunnari Einarssyni ómetanlegt frumkvöðlastarf við ræktun og tamningu fjárhunda. Fundurinn beinir því til stjórnar LS að hún beiti sér fyrir eflingu félagslegs starfs á vegum Smalahundafélags Íslands.

Eftir kynningu nefndarformanns á tillögu 3.6. tóku til máls Þorsteinn Sigjónsson, Guðrún Stefánsdóttir, Aðalsteinn Jónsson og Jón Eyjólfsson. Síðan svaraði Jóhannes Sveinbjörnsson framkomnum fyrirspurnum. Tillagan samþykkt samhljóða svohljóðandi:

3.6. Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda haldinn að Hrafnagili 24-25. júní 2003 beinir því til BÍ að unnið verði að því að þjálfa fólk til að taka að sér fósturtalningar í sauðfé.

Jóhannes Sveinbjörnsson kynnti tillögu 3.7. sem var samþykkt samhljóða umræðulaust.

3.7. Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda haldinn að Hrafnagili 24-25. júní 2003 beinir því til Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og Bútæknideildar RALA að boðið verði upp á námskeið fyrir bændur um uppsetningu, viðhald og skipulag girðinga á bújörðum í tengslum við vinnuhagræðingar- og landnýtingarsjónarmið. Jafnframt beinir fundurinn því til stjórnar Lánasjóðs landbúnaðarins að skoðað verði að taka upp sérstakan lánaflokk vegna girðinga.


Fundarstjóri óskaði eftir að fulltrúar af Suðurlandi og Austurlandi notuðu komandi kaffihlé til þess að gera tillögu að stjórnarmönnum af sínum svæðum. Hann tilkynnti einnig skipan uppstillingarnefndar vegna kjörs þriggja búnaðarþingsfulltrúa og var óskað eftir að nefndin starfi bæði fyrir og eftir formannskjör á fundinum. Nefndina skipa Karl Kristjánsson, Kambi, formaður, Sindri Sigurgeirsson, Einar Ófeigur Björnsson, Guðrún Stefánsdóttir og Jóhannes Sveinbjörnsson. Ráðgjafi nefndarinnar er Þorsteinn Kristjánsson.

Kaffihlé frá kl. 15.52 til kl. 16.13.

Einar Ófeigur Björnsson greindi frá störfum markaðs- og kjaranefndar (sem svæfði þrjú mál fyrir klukkan tíu í morgun!) og kynnti tillögur hennar:

Tillögur 4.1. og 4.2. voru samþykktar samhljóða. umræðulaust.

4.1. Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda haldinn að Hrafnagili 24.-25. júní 2003 beinir því til stjórnar LS að láta rannsaka hvort flutningsvegalengdir á sláturfé hafi áhrif á fallþunga og gæði dilkakjöts.

4.2. Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda haldinn að Hrafnagili 24.-25. júní 2003 beinir því til sláturleyfishafa að huga vel að sölu á slátri og fersku kjöti í sláturtíð. Brögð hafa verið að því að framboð á slátri sumstaðar á landinu hefur ekki verið viðunandi. Sauðfjárbændum er nauðsyn að nýta sér alla þá markaði sem bjóðast fyrir sínar afurðir.

Tillaga 4.3. var lögð fyrir fundinn svohljóðandi: "Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda haldinn að Hrafnagili 24.-25. júní 2003 telur að það ástand sem ríkir á kjötmarkaði sé óviðunandi. Skapa þarf lagaumhverfi sem tryggir að samkeppni á þessum markaði sé með eðlilegum hætti. Fundurinn átelur þau vinnubrögð lánastofnana að halda uppi framleiðslu á kjöti inn á yfirfullan markað. Sauðfjárbændur hljóta að íhuga hvort viðskipti þeirra eigi heima hjá lánastofnunum sem stunda slík vinnubrögð."

Til máls um tillöguna. tók Guðrún Stefánsdóttir og mælti fyrir breytingatillögu um að önnur málsgrein hljóði svo: "Skapa þarf lagaumhverfi sem tryggir að vörur séu ekki seldar undir framleiðslukostnaði og lögð verði vinna í að finna út þann kostnað eins og gert er erlendis." Síðan töluðu Þorsteinn Sigjónsson, Guðbrandur Sverrisson, Þorvaldur Þórðarson, sem lagði til að önnur og fjórða málsgrein tillögunnar falli burt, Jóhann Már Jóhannsson og Jóhannes Sveinbjörnsson. Fundarstjóri vísaði tillögunni og breytingatillögum við hana aftur til nefndarinnar. Þorsteinn Kristjánsson, sem sagði breytingatillögu Guðrúnar varla standast, og Björn Björnsson, sem mælti gegn þriðju málsgrein tillögunnar, luku fyrstu umræðu um tillögu 4.3.
Af þessu tilefni kom eftirfarandi vísa frá Baldri Grétarssyni.

Framleiðslukostnaðinn finna ber
til fulltingis okkar högum,
útsölur verði svo ætíð hér
eftir frönskum lögum.

Einar Ófeigur kynnti tillögu 4.4. svohljóðandi: "Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda haldinn að Hrafnagili 24.-25. júní 2003 hvetur stjórnvöld til að leggja fjármagn til úreldingar sláturhúsa sbr. tillögu sláturhúsanefndar."
Til máls tóku Þorkell Fjeldsted, Sigurður Jónsson, sem lagði til orðalagsbreytingu þ.e. "að veita fjármagni" í stað "að leggja fjármagn". Sævar Sigbjarnarson, sem boðaði andstöðu við tillöguna, Guðbrandur Sverrisson, Aðalsteinn Jónsson, Karl Kristjánsson, Sævar Sigbjarnarson, Jóhannes Sigfússon, sem lagði til að þrjú síðustu orð tillögunnar falli burt, og Björn Björnsson. Nefndarformaður benti á að með tillögunni væri tekið undir tillögur sláturhúsanefndar og þar væri enginn skyldaður til úreldingar.

Breytingatillaga Jóhannesar Sigfússonar samþykkt með fjórum mótatkvæðum.

Tillagan borin upp með áorðnum breytingum og samþykkt svohljóðandi með þorra atkvæða gegn tveimur:

4.4. Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda haldinn að Hrafnagili 24.-25. júní 2003 hvetur stjórnvöld til að veita fjármagni til úreldingar sláturhúsa.

Einar Ófeigur kynnti tillögu 4.3. eftir endurskoðun nefndarinnar:
Til máls tók Bragi Vagnsson, sem mælti með samþykkt tillögunnar, og var hún síðan samþykkt samhljóða.

4.3. Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda haldinn að Hrafnagili 24.-25. júní 2003 telur að það ástand sem ríkir á kjötmarkaði sé óviðunandi. Fundurinn átelur þau vinnubrögð lánastofnana að halda uppi fyrirtækjum sem eru í raun gjaldþrota. Sauðfjárbændur hljóta að íhuga hvort viðskipti þeirra eigi heima hjá lánastofnunum

Einar Ófeigur kynnti tillögu 4.5. Jóhann Már Jóhannsson tók til máls og var tillagan síðan samþykkt samhljóða:

4.5. Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda haldinn að Hrafnagili 24.-25. júní 2003 tekur undir ályktun búnaðarþings frá síðasta vetri um útræðisrétt/heimræðisrétt strandjarða.


Guðbrandur Hannesson kynnti störf og tillögur umhverfisnefndar.

5.1. Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda haldinn að Hrafnagili 24-25. júní 2003 beinir því til stjórnar LS að beita sér af krafti fyrir leyfi til að fækka álftum, þ.e.a.s. geldfugli, og farið verði í rannsóknir á stofninum til sönnunar á máli bænda.

Greinargerð:
Það er augljóst öllum sem um landið fara að álft hefur fjölgað undanfarin ár. Stofnstærð er orðin það mikil að hún er farin að verða skaðvaldur í gróðri í og við votlendi, svo sem kornökrum og nýræktum. Eins gæti hún verið farin að hamla öðrum tegundum að helga sér óðul sem nýta sér svipuð eða samskonar búsvæði og hún. Það getur aldrei talist náttúruvernd að friða svo eina villta dýrategund að það sé farið að há öðrum tegundum og valda verulegum skaða á gróðurlendi. Því telur fundurinn að veiðar undir ströngu eftirliti þurfi að koma til. Bendir fundurinn á það fyrirkomulag sem er haft á á hreindýraveiðum.

Til máls um tillögu 5.1. tóku Aðalsteinn Jónsson. sem kynnti fundinum afgreiðslu búnaðarþings á þessu máli, Þorkell Fjeldsted, sem mælti gegn tillögunni, Þorsteinn Kristjánsson, sem taldi vænlegast að taka bara undir ályktun Búnaðarþings, Bragi Vagnsson, sem tók undir með Þorsteini, Þorsteinn Sigjónsson og Þorsteinn Sigurjónsson.

Aðalsteinn lagði fram breytingatillögu sem var samþykkt með einu mótatkvæði og tillagan síðan samþykkt svohljóðandi:

5.1. Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda haldinn að Hrafnagili 24-25. júní 2003 lýsir fullum stuðningi við ályktun búnaðarþings um tjón af völdum álfta. Fundurinn felur stjórn LS að vinna með stjórn BÍ að framgangi málsins.

Tillaga 5.2. var síðan samþykkt samhljóða án umræðna:

5.2. Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda haldinn að Hrafnagili 24-25. júní 2003 beinir því til stjórnar LS að þrýsta á stjórnvöld að leggja verulega aukið fjármagn í verkefnið "Bændur græða landið ".

Tillaga 5.3.: "Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda haldinn að Hrafnagili 24.-25. júní 2003 beinir því til umhverfisráðuneytisins að tryggja stóraukið fé til eyðingar refa og minka.
Greinargerð
Augljóst er að mikil fjölgun á refum og minkum hefur haft síaukin áhrif á fuglalíf og veiðar í ám. Minnkandi þátttaka ríkisins hefur leitt til þess að mörg sveitarfélög hafa dregið mjög úr veiðum með skelfilegum afleiðingum."

Til máls um tillögu 5.3. tóku: Gunnar Þórisson, sem bar fram breytingatillögu, Sigurður Helgason, Guðbrandur Sverrisson, sem bar fram breytingatillögu, Agnar Gunnarsson, sem lagði til að greinargerðin verði felld út, og Bragi Vagnsson, sem lagði til að gerður verði greinarmunur á ref og mink í tillögunni. Tillögu 5.3. vísað aftur til nefndar ásamt framkomnum breytingatillögum.


Birgir Arason kynnti tillögur framleiðslunefndar:

6.1. Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda, haldinn að Hrafnagili 24. og 25. júní 2003, harmar að ekki hafi tekist að stofna sölusamtök allra útflytjenda kindakjöts en meðan svo verður ekki væntir fundurinn þess að sláturleyfishafar hafi með sér náið samráð á þessu sviði og eftirlit með útflutningi verði í fullkomnu lagi.

Agnar Gunnarson lagði til að tillögunni verði vísað frá.
Frávísunartillagan felld með 16 atkvæðum gegn 7.

Til máls tók Jóhannes Sveinbjörnsson, Þorvaldur Þórðarson, Sævar Sigbjarnarson, Aðalsteinn Jónsson og Sigurður Helgason, sem lýsti stuðningi við tillögu 6.l. Tillögunni vísað aftur til framleiðslunefndar.

Guðrún Kristjánsdóttir kynnti tillögu 6.2.: "Vegna fjölda athugasemda um slælega snyrtingu á dilkakjöti beinir aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda, haldinn að Hrafnagili 24. og 25. júní 2003, því til kjötmatsformanns og sláturleyfishafa að betur verði fylgt eftir reglugerð um gæðamat, flokkun og merkingu sláturafurða frá 1998. Jafnframt skorar fundurinn á kjötsala að láta ekki banakringlu og afsagaðan hækil fylgja niðursöguðu kjöti í neytendapakkningum."

Til máls tóku Björn Björnsson, sem lagði til að nefndin endurskoði tillöguna með hliðsjón af ályktun 3.1., Agnar Gunnarsson, sem lagði til að orðin "frá 1998" komi næst á eftir orðinu "reglugerð", Guðrún Stefánsdóttir, Jóhannes Sveinbjörnsson og Sigurður Jónsson, sem las tillögu Strandamanna sem send var LS fyrir fundinn. Fundarstjóri óskaði eftir að nefndin taki tillöguna til endurskoðunar. Næstir töluðu Birgir Arason og Þorsteinn Sigurjónsson, sem taldi tillöguna fullunna hjá nefndinni. Umræðu um tillögu 6.2. frestað.

Tillaga 6.l. tekin til annarrar umræðu og fylgt úr hlaði af Sævari Sigbjarnarsyni. Til máls tók Hörður Hjartarson sem mælti með orðinu samráð. Svohljóðandi ályktun samþykkt með þorra atkvæða gegn einu:

6.1. Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda, haldinn að Hrafnagili 24. og 25. júní 2003, væntir þess að sláturleyfishafar hafi með sér náið samráð um markaðssetningu kindakjöts erlendis og eftirlit með útflutningi verði í fullkomnu lagi.

Tillaga 6.3. kynnt af Birgi Arasyni. Til máls tóku Aðalsteinn Jónsson, sem lagði til að orðið "verulega" falli út, Sævar Sigbjarnarson, sem mótmælti breytingartillögu Aðalsteins, og Þorvaldur Þórðarson, sem lagði til að það verði á valdi stjórnar hvort gefið verður út viðmiðunarverð og að á eftir orðinu sláturtíð komi því "ef hún telur það til hagsbóta fyrir sauðfjárbændur" og tók einnig undir tillögu Aðalsteins. Þar næst komu Einar Ófeigur Björnsson, Björn Björnsson, sem lýsti sig andvígan tillögu Þorvaldar, og Aðalsteinn Jónsson. Þá töluðu Smári Borgarsson og Þorsteinn Sigurjónsson, sem báðir lýstu stuðningi við breytingatillögu Aðalsteins. Síðast komu Jóhann Már Jóhannsson, Halldór Guðmundsson og Jóhannes Sigfússon, sem allir lögðu til að stjórn gefi út viðmiðunarverð.

Breytingartillaga Þorvaldar felld með 25 atkvæðum gegn 9.
Breytingartillaga Aðalsteins samþykkt með þorra atkvæða gegn 2.
Tillagan síðan samþykkt samhljóða, svohljóðandi:

6.3. Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda, haldinn að Hrafnagili 24. og 25. júní 2003, felur stjórn LS að gefa út viðmiðunarverð fyrir komandi sláturtíð og gera tillögur í samráði við BÍ um útflutningshlutfall kindakjöts með það að markmiði að birgðir minnki á milli ára.


Tillaga 6.2. tekin aftur á dagskrá og kynnti Jóhannes Sveinbjörnsson svohljóðandi breytingatillögu við hana:
"Vegna fjölda athugasemda um slælega snyrtingu á dilkakjöti beinir aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda, haldinn að Hrafnagili 24. og 25. júní 2003, því til kjötmatsformanns og sláturleyfishafa að betur verði fylgt eftir reglugerð frá 1998 um gæðamat, flokkun og merkingu sláturafurða. Jafnframt skorar fundurinn á kjötsala að láta ekki banakringlu og afsagaðan hækil fylgja niðursöguðu kjöti í neytendapakkningum. Því er beint til stjórnar LS að fengnir verði óháðir aðilar til að meta hundraðshlutarýrnun á lambaskrokkum, ef banakringla, fituvefsklumpar við háls og bóga og í huppum og hækill verði fjarlægðir af skrokkunum. Þar sem þessir hlutar skrokksins eru ekki söluvara og þyrnar í augum neytenda við kaup á heilum og hálfum skrokkum."

Til máls tóku Þorsteinn Sigurjónsson, Kjartan Jónsson og Birgir Arason, sem lagði til að vísa tillögu Jóhannesar frá. Frávísunartillagan samþykkt með 16 atkvæðum gegn 12.

Þóra Sif Kópsdóttir lagði til svohljóðandi viðaukatillögu við 6.2.: "Stjórn LS fylgi þessu eftir."

Næst töluðu Sigurður Jónsson og Guðrún Stefánsdóttir.

Tillaga Þóru felld en tillaga Agnars samþykkt.
Tillagan loks samþykkt samhljóða svohljóðandi:
6.2. Vegna fjölda athugasemda um slælega snyrtingu á dilkakjöti beinir aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda, haldinn að Hrafnagili 24. og 25. júní 2003, því til kjötmatsformanns og sláturleyfishafa að betur verði fylgt eftir reglugerð frá 1998 um gæðamat, flokkun og merkingu sláturafurða. Jafnframt skorar fundurinn á kjötsala að láta ekki banakringlu og afsagaðan hækil fylgja niðursöguðu kjöti í neytendapakkningum.

Guðbrandur Hannesson kynnti endurskoðaða tillögu 5.1.

Tillagan samþykkt samhljóða svohljóðandi:
5.3. Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda haldinn að Hrafnagili 24.-25. júní 2003 beinir því til umhverfisráðuneytis að tryggja stóraukið fé til fækkunar refa og eyðingar minka. Jafnframt telur fundurinn að sveitarfélögum beri að fá endurgreiddan virðisaukaskatt vegna veiðanna.
Greinargerð:
Augljóst er að mikil fjölgun á refum og minkum hefur haft síaukin áhrif á fuglalíf og veiðar í ám. Minnkandi þátttaka ríkisins hefur leitt til þess að mörg sveitarfélög hafa dregið mjög úr veiðum með skelfilegum afleiðingum.


13. Önnur mál
Birgir Ingþórsson veltir því fyrir sér hvort hann nennir að sitja annan svona fund. Undirbúningur okkar er ekki nógu góður. Senda þarf tillögur, reikninga og skýrslu stjórnar a.m.k. 7 dögum fyrir fund. Við þurfum að koma betur undirbúin. Fundartími mætti síðan vera í mars eða apríl og hafa árshátíð á eftir.

Jóhann Már Jóhannsson lýsti Þórhildi Jónsdóttur og sig sjálfan reiðubúin til setu á búnaðarþingi.

Fjóla Runólfsdóttir tók undir orð Birgis og þakkaði Aðalsteini Jónssyni formannsstarfið.

Sigurður Jónsson brýndi væntanlega fundarmenn næsta árs til að undirbúa sig vel.

Þorsteinn Sigjónsson þakkaði fráfarandi formanni ágæta samvinnu og prúðmannlega framkomu.


14. Kosningar

Formaður Landssamtaka sauðfjárbænda kjörinn til þriggja ára:
Fjóla Runólfsdóttir stakk upp á Jóhannesi Sigfússyni á Gunnarsstöðum.

Jóhannes Sigfússon kjörinn með 38 atkvæðum. Eftirtaldir fengu eitt atkvæði hver: Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, Jóhann Már Jóhannsson og Jóhannes Sveinbjörnsson. Einn seðill var auður og annar ógildur.

Jóhannes Sigfússon þakkaði það mikla traust sem honum væri sýnt með kosningunni og lofaði því einu að reyna að gera sitt besta. Þakkaði jafnframt Aðalsteini samstarfið á liðnum árum.

Fulltrúar Suðurlands tilkynntu kjör stjórnarmanns af sínu svæði til þriggja ára:
Árni Þorvaldsson, Bíldsfelli, og varamaður Fanney Ólöf Lárusdóttir, Kirkjubæjarklaustri.

Fulltrúar Austurlands tilkynntu kjör stjórnarmanns af sínu svæði til þriggja ára:
Baldur Grétarsson, Kirkjubæ, og varamaður Lárus Sigurðsson. Gilsá.

Sævar Sigbjarnarson óskaði nýkjörnum formanni til hamingju og þakkaði fráfarandi formanni samstarfið.

Birgir Arason hafði ofan af fyrir fundarmönnum á meðan uppstillingarnefnd til búnaðarþings ræddi saman.

Halldór Guðmundsson lauk máli sínu með orðunum: "Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér."

Þrír fulltrúar til Búnaðarþings:
Karl Kristjánsson gerði grein fyrir störfum uppstillingarnefndar sem stakk upp á sex manns til kjörs á búnaðarþing:
Aðalsteinn Jónsson, Klausturseli
Hörður Hjartarson, Vífilsdal
Jóhann Már Jóhannsson, Keflavík
Jóhanna Pálmadóttir, Akri
Jóhannes Sigfússon, Gunnarsstöðum
Þórhildur Jónsdóttir, Ketilsstöðum

Kosningu hlutu:
Jóhannes Sigfússon með 33 atkvæðum, Aðalsteinn Jónsson með 25 atkvæðum, og Þórhildur Jónsdóttir með 19 atkvæðum.

Önnur atkvæði féllu þannig að Jóhanna fékk 18, Jóhann Már 16 og Hörður 11. Auðir seðlar voru 2.


Löggiltur endurskoðandi:
Sveinn Eymundur Einarsson hjá Endurskoðun og ráðgjöf. Kjörið með lófataki.

Skoðunarmaður og varamaður hans:
Gunnar Þórisson, aðalmaður, og Albert Guðmundsson, Heggsstöðum, varamaður, kjörnir til eins árs með lófataki.

Birgir Arason þakkaði fundarmönnum komuna og bauð nýja stjórnarmenn velkomna til starfa.

Baldur Grétarsson þakkaði það traust sem Austfirðingar hefðu sýnt honum við stjórnarkjörið og lýsti þeirri von sinn að sauðfjárbændur nái að standa saman sem einn hópur í framtíðinni. Þakkaði einnig Aðalsteini vel unnin störf og óskaði nýjum formanni til hamingju. Baldur lauk máli sínu og óskaði fundarmönnum góðrar heimferðar.

Uppstillingarnefnd kynnti eftirfarandi tillögu að varafulltrúum á búnaðarþing:
1. varamaður: Jóhanna Pálmadóttir.
2. varamaður: Fjóla Runólfsdóttir,
3. varamaður: Hörður Hjartarson.

Tillagan samþykkt með lófataki.

Özur Lárusson þakkaði fráfarandi stjórn vel unnin störf og góða samvinnu og óskaði nýrri stjór til hamingu og vonaðist eftir góðu samstarfi. Hann afhenti Aðalsteini síðan gjöf frá samtökunum.

Aðalsteinn Jónsson sagðist ekki skilja hvernig mönnum dytti í hug að gefa Jökuldælingi klukku en þakkaði engu að síður gjöfina. Hann þakkaði samstarf á liðnum árum og fór nokkrum orðum um þýðingarmestu verkefni liðinna ára. Lýsti trausti á nýkjörnum formanni og rakti mikilvægi samtakanna. Hann gat þess einnig að oft hefði hann orðið að vinna gegn eigin hagsmunum í starfi sínu sem formaður.

Hörður Hjartarson óskaði nýkjörnum formanni og stjórnarmönnum til hamingju með kjörið og þakkaði fráfarandi stjórnarmönnum samstarfið.

Jóhanna Pálmadóttir tók undir með Herði.

Jóhann Már Jóhannsson sagði "það er þrautalending ef enginn hælir manni að gera það sjálfur". Sagðist hafa verið búnaðarþingsfulltrúi í þrjú ár og enginn hafi getið þess. Kvaðst hafa unnið af heilindum og vera sáttur við þær kosningar sem hafa farið fram nema við sína stöðu sem sýndi fullkomið vantraust. Sagðist ekki fara með sárindum héðan en ítrekaði að hafa unnið af fullkomnum heilindum. Þakkaði fundinn og sagði hann ekki hafa verið leiðinlegan. Við erum komin hingað til þess að vinna. Góða heimferð og takk fyrir góða daga.


15. Fundarslit
Sigurgeir Sindri þakkaði fundarmönnum fyrir fundinn.

Birgir Arasyni tók undir með Sindra. Óskaði einnig nýkjörnum formanni til hamingju og bað hann að slíta fundi.

Jóhannes Sigfússon þakkaði fundinn og lagði áherslu á mikilvægi þess að öll sjónarmið fái að heyrast og fá umræðu. Verra að þau kraumi úti í samfélaginu og komi ekki upp á yfirborðið. En lýðræði er nú einu sinni réttur meirihlutans til þess að hafa vitlaust fyrir sér. Óskaði mönnum góðrar heimferðar og sleit fundi kl. 20.14.

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar