Fundargerð aðalfundar 2005

Aðalfundur Reykjavík
7.-8. apríl 2005 1. Setning

Formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, Jóhannes Sigfússon, setti fund kl. 13.05. Hann bauð fundarmenn velkomna og minnti á að hinn 18. ágúst n.k. verða samtökin tuttugu ára. Ólíkt bjartara er yfir sauðfjárræktinni en bara fyrir ári síðan m.a. stefnir í að birgðastaða verði í lágmarki í lok söluárs og áhugi neytenda á lambakjöti hefur aukist. Þessar aðstæður ættu að leggja grundvöll að hagsbótum fyrir sauðfjárbændur. Jóhannes bar hækkun lambakjöts til bænda saman við mismunandi viísitölur sem sýnir að sauðfjárbændur eiga inni hækkun á afurðir sínar. Þessi fundur á að senda skýr skilaboð um það að bændur ætla að sækja hækkun á afurðir sínar í haust. Samþjöppun og aukin sókn í eignarhald á landi hefur leitt til hækkandi jarðaverðs og erlendis eru menn í vaxandi mæli að missa besta landbúnaðarlandið undir frístundabyggðir. Hvetur alla til að láta ekki skammvinna stundarhagsmuni glepja sig - Það er ekkert eilíft nema fjöllin og það að eiga land hefur allaf verið öruggt . Minnti á Fylgd Guðmundar Böðvarssonar. Þá vék formaður að áhyggjum bænda af hvernig málum Lánasjóðs landbúnaðarins reiðir af sem hann sagði ekki mega henda beint í ginið á óheftri gróðahyggju. Mikilvægt að gott samkomulag náist hér á fundinum um tillögur að nýjum sauðfjársamningi; við verðum fyrst af öllu að vita hvað við viljum sjálf og vera samtaka um að keyra það fram.


2. Starfsmenn fundarins Formaður lagði til að fundarstjórar verði Aðalsteinn Jónsson og Örn Bergsson og ráðinn fundarritari Álfhildur Ólafsdóttir. Fundarstjórar tóku við stjórn fundarins og lögðu til að Agnar Gunnarsson og Þórarinn Pétursson yrðu kjörnir fundarritarar sem var samþykkt.

Eftirtaldir fulltrúar voru samþykktir til starfa í kjörbréfanefnd:

Gunnar Kristjánsson
Sigurður Atlason
Böðvar Böðvarsson
Guðrún Stefánsdóttir


3. Ávörp gesta

Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra,
ræddi núverandi sauðfjársamning og góða stöðu lambakjötssölu. Sagði líklegt að það kjöt sem nú yrði flutt út gæti eingöngu farið á þá markaði sem best gefa. Ráðherra kvaðst hafa mikla trú á atvinnugreininni og sagði breytingar hafa skapað mikil sóknartækifæri í sveitum landsins. Lambið er komið í tísku og allt er að snúast til betri vegar. Hann sagði Áform hafa skipt sköpum og nefndi sölu í USA og Food and fun sýningu í Reykjavík til marks um það. Lánasjóðsmálið er stórt, þar skiptir mestu að horfa á þær breytingar sem hafa átt sér stað á peningamarkaði. Landbúnaðurinn er eftirsóttari í dag en fyrr og ekkert hefur hækkað meira á 5-6 síðustu árum en eignir bænda. Þótt þetta geti valdið erfiðleikum við kynslóðaskipti er það betra en að mæta samdrætti með óseljanlegar jarðir. Félagshyggja hins gamla tíma stendur veikari en fyrr. Lánasjóðurinn fer smám saman að éta upp eigin fé við núverandi aðstæður og betra að verja því til Lífeyrissjóðs bænda. Úrelding sláturhúsa reynir alltaf á en það hefur verið óhjákvæmileg þróun og úreldingarfé hefur reynst mikilvægt. Farið ekki í háværa kjarabaráttu - þið eigið sláturleyfishafana, þeir eru ykkar verkamenn, semjið við þá. Líkleg þróun að sauðfjárræktin styrkist á víðlendari svæðum en dragist saman þar sem þrengra er um. Óskaði fundinum velfarnaðar í störfum

Drífa Hjartardóttir, formaður landbúnaðarnefndar og þingmaður Suðurkjördæmis, bar fundinum kveðju landbúnaðarnefndar. Hún lýsti ánægju með hve margt ungt fólk er mætt til fundar og dáðist að lopapeysum sem héngu til sýnis á fundarstað. Drífa ræddi erfiðleika Lífeyrissjóðs bænda sem algengast væri að greiddu eldri bændum 15-20 þúsund á mánuði. Því væri afar mikilvægt að styrkja sjóðinn með hagnaði sem fengist af sölu Lánasjóðsins. Hún sagði jafnréttismál landbúnaðarins hafa verið til umræðu á Alþingi og sagði sex kvenfulltrúa á aðalfundi LS vera lítinn hlut ef horft væri til mikilvægis kvenna í sveitunum. Drífa minnti á mörg mikilvæg landbúnaðarmál sem Alþingi hefði afgreitt á síðasta ári og því heldur minna verið um slík mál í vetur. Bjartara framundan í landbúnaði en var fyrir nokkrum árum þótt enn þurfi sauðfjárbændur meiri kjarabætur. Nú er komið að sauðfjárbændum að fá sitt

Björn Barkarson, fulltrúi Landgræðslu ríkisins,
flutti fundinum kveðju landgræðslustjóra og gerði grein fyrir stöðu landnýtingar- og gæðastýringarmála. Sagði verkið hafa gengið hægar en ráðgert var en nú væri að koma skriður á svo allt ætti að klárast fyrir næsta haust. Land u.þ.b. 15% umsækjenda hefur verið skoðað og um 5% hafa þurft að vinna landbótaáætlanir. Einnig hafa verið unnar áætlanir fyrir um 20 afrétti sem víðast hefur gengið vel. Nýbúið að úthluta 15 Mkr úr Landbótasjóði, sem er minna en vonast var til. Það fé rennur mestallt til verkefna sem tengjast gæðastýringunni. Mjög margir bændur hafa unnið svo gott starf á undanförnum árum á þessu sviði að þeir hafa ekki þurft að gera landbótaáætlanir. Veður hefur í ýmsum tilfellum sett strik í reikninginn. Það þarf að gefa vinnureglum við landnýtingu og gæðastýringu tíma til að þróast og gott starf er í gangi hjá bændum. Á ákveðnum svæðum er erfitt að finna góðar lausnir og erfitt að láta Landgræðslu ríkisins taka ákvarðanir um hvort byggð á að vera á ákveðnum stöðum. Þetta þyrfti að ræða í tengslum við næsta búvörusamning. Landnýtingarþátturinn stuðlar að sátt í þjóðfélaginu. Sauðfjárbændur eru besti samstarfsaðili LR í landgræðslumálum. Greinilegt að menn eru tilbúnir að leggja mikið á sig til að bæta sitt land.

Jón Bjarnason, þingmaður Norðvesturkjördæmis, vék að jafnréttismálum og minntist fyrsta Stéttarsambandsfundarins sem hann sat en þá hefði hann flutt tilögðu um að 50% stjórnarmanna og aðalfundarfulltrúa þar skyldu vera konur. Þetta þótti mikil framhleypni. Jón kvaðst bjartsýnn fyrir hönd sauðfjárræktarinnar m.a. vegna aukins fjölda ferðamanna sem væri í augsýn á næstu árum. Mesta ógnin væri hættan á alltof hraðri og mikilli samþjöppun á eignarhaldi á jörðum og framleiðsluheimildum. Þessu þurfi að setja takmörk og það sé gert í öðrum löndum. Lánasjóðurinn hefur verið afar þýðingarmikill og menn skyldu fara sér hægt að kasta honum fyrir róða. Styrkurinn felst í félagslegri samstöðu, græðgin er hinum megin við hornið.

  Gunnar Sæmundsson, varaformaður Bændasamtaka Íslands,
  bar kveðju formanns og framkvæmdastjóra BÍ sem eru erlendis. Gunnar rifjaði upp átök í slátrunarmálum. Nú væri orðinn viðsnúningur í sölu á lambakjöti en jafnvægi hlyti að fara að komast á. Þetta megi þakka m.a. vöruþróun, upptöku gæðastýringar og jákvæðri umfjöllun erlendis sem hafi haft áhrif á viðhorf hérlendis. Hollt er fyrir menn að hugleiða hvernig staðan væri ef síðasti samningur hefði ekki hvatt til framleiðslu. Þeir sem minnstan stuðning hafa fengið frá ríki hafa oft á tíðum dregið vagninn. Gunnar ræddi eðli beingreiðslna og viðskipti með þær. Hann sagði þær fyrst og fremst vera byggðastuðning og stuðning við að landbúnaður sé stundaður á Íslandi. Hin frjálsa verslun með framleiðslurétt mun er fram líða stundir reynast bæði sauðfjár- og kúabændum fótakefli. Gæðastýringin hefur reynst mikilvæg og var nauðsynleg. Menn eiga að stefna að því að endurskoða næsta samning á þriggja ára fresti, svipað og nú er með búnaðarlagasamning. Gunnar ræddi jarðakaup og gróðurhúsaáhrif sem gætu haft þau áhrif að auka erlenda eftirspurn eftir jarðnæði á Íslandi. BÍ óska þess að aðalfundur LS verði árangursríkur.
4. Skýrslur og ársreikningur

a) Skýrsla stjórnar
Formaður LS flutti skýrslu stjórnar, sem lá prentuð fyrir fundinum og er vísað til hennar.
  b) Gunnar Kristjánsson, fulltrúi LS í stjórn Ístex, gerði grein fyrir störfum fyrirtækisins á liðnu ári. Skýrslan er prentuð í fundargögnum.
  c) Aðalsteinn Jónsson, búnaðarþingsfulltrúi LS sagði frá afdrifum þeirra sex mála sem LS sendi til búnaðarþings.
1. Um skilgreiningu landbúnaðarsvæða með hefðbundinn landbúnað. Var ekki afgreitt úr nefnd.
2. Um Lánasjóð landbúnaðarins og sameiningu við Lífeyrissjóð bænda. Var mikið rætt og ályktað um mál lánasjóðsins í heild.
3. Um flutningsjöfnun sláturfjár. Afgreitt með ályktun um stuðning við flutningsjöfnun.
4. Um starfshóp vegna Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Vísað til stjórnar BÍ.
5. Um aðstöðumun í blönduðum sveitarfélögum eftir sameiningar. Skorað á félagsmálaráðherra að vinna að málinu.
6. Um þjóðlendukröfur fjármálaráðuneytis f.h. ríkisins. Tvær ályktanir gerðar; krafa um að landamerki haldi og að reka mál fyrir Mannréttindadómstólnum.

d) Starfsemi Markaðsráðs kindakjöts
Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts, flutti skýrslu um starfsemi ráðsins. Helstu atriði eru prentuð í fundargögnum.

e) Ársreikningur 2004
  Gjaldkeri samtakanna, Hörður Hjartarson, gerði grein fyrir endurskoðuðum ársreikningum LS fyrir árið 2004 (sjá fundargögn). Rekstrartekjur voru kr. 9.095.567 en tekjur umfram gjöld, án fjármagnsliða, voru kr. 2.346.361. Eignir alls 31.12.2004 voru kr. 7.823.916 og peningaleg staða kr. 7.323.633. Ánægjulegt að sjá hvernig rekstrarreikningurinn stendur. Sennilega er 10% ofgreitt búnaðargjald inni í reikningunum sem verður bakfært á næsta ári. Bæði tekjur og eignir hafa aukist og peningaleg staða batnað um u.þ.b. 2,5 Mkr. frá árinu á undan. Eignastaða í Íslenskum Skinnaiðnaði hefur verið færð niður vegna gjaldþrots fyrirtækisins.

5. Álit kjörbréfanefndar
Kjörbréfanefnd starfaði í upphafi fundarins. Gunnar Kristjánsson kynnti eftirfarandi réttkjörna fulltrúa á fundinum:

 

Deild sauðfjárbænda í Búnaðarsambandi Kjalarnesþings
Guðbrandur Hannesson, Hækingsdal

Félag sauðfjárbænda í Borgarfirði
Sindri Sigurgeirsson, Bakkakoti
Einar G. Örnólfsson, Sigmundarstöðum
Jón Eyjólfsson, Kópareykjum

Félag sauðfjárbænda í Snæfells og Hnappadalssýslu
Þóra Sif Kópsdóttir, Ystu-Görðum
Eggert Kjartansson, Hofsstöðum
Guðbjartur Gunnarsson, Hjarðarfelli

Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu
Guðrún Kristjánsdóttir, Dunki
Halla Steinólfsdóttir, Ytri-Fagradal
Daði Einarsson, Lambeyrum

Deild sauðfjárbænda í Búnaðarsambandi Vestfjarða
Halldóra Ragnarsdóttir, Brjánslæk
Þorvaldur Þórðarson, Stað

Félag sauðfjárbænda í Strandasýslu
Jóhann Ragnarsson, Laxárdal
Gunnar Benónýsson, Bæ II

Félag sauðfjárbænda í Vestur-Húnavatnssýslu
Ari G. Guðmundsson, Bergsstöðum
Böðvar S. Böðvarsson, Mýrum II

Félag sauðfjárbænda í Austur-Húnavatnssýslu
Birgir Ingþórsson, Uppsölum
Gísli H. Geirsson, Mosfelli
Gunnar Kristjánsson, Akri

Félag sauðfjárbænda í Skagafirði
Smári Borgarsson, Goðdölum I
Agnar Gunnarsson, Miklabæ
Jónína Stefánsdóttir, Stóru Gröf ytri

Félag sauðfjárbænda við Eyjafjörð
Þórarinn Pétursson, Laufási
Birgir H. Arason, Gullbrekku

Félag sauðfjárbænda í S-Þingeyjarsýslu
Ragnar Þorsteinsson, Sýrnesi
Vagn H. Sigtryggsson, Hriflu
Sigurður Atlason, Ingjaldsstöðum

Deild sauðfjárbænda í Búnaðarsambandi N-Þingeyinga
Einar Ófeigur Björnsson, Lóni
Jóhannes Sigfússon, Gunnarsstöðum

Deild sauðfjárbænda í Búnaðarsambandi Austurlands
Bragi Vagnsson, Bustarfelli

Félag sauðfjárbænda á Héraði og Fjörðum
Baldur Grétarsson, Kirkjubæ
Aðalsteinn Jónsson, Klausturseli
Þorsteinn Kristjánsson, Jökulsá

Félag sauðfjárbænda á Suðurfjörðum
Lárus Sigurðsson, Gilsá

Deild sauðfjárbænda í Búnaðarsambandi A-Skaftfellinga
Örn Bergsson, Hofi
Sigurbjörn Karlsson, Smyrlabjörgum

Félag sauðfjárbænda í V-Skaftafellsýslu
Ólafur Björnsson, Reyni
Fanney Ólöf Lárusdóttir, Kirkjubæjarklaustri

Félag sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu
Birkir Ármannsson, Brekku
Guðrún Stefánsdóttir, Hlíðarendakoti
Guðgeir Ólason, Brú

Félag sauðfjárbænda í Árnessýslu
Jóhannes Sveinbjörnsson, Heiðarbæ
Kjartan Lárusson, Austurey


6. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga
1. Guðrún Stefánsdóttir þakkaði Jóhannesi setningu fundarins og spurði út í skáldskap. Óttast um afdrif Lánasjóðs og um afdrif þeirra sem eiga miklar skuldir þar. Finnst verðhækkun á kjöti til bænda skila sér seint. Óttast ekki kjötskort. Telur 15% útflutning hæfilegt hlutfall. Talaði um sitt sláturhús, taldi það að loka því þrengja að sínu svæði í sambandi við atvinnu bænda. Brýnt væri að hjálpa þeim bændum sem koma illa út úr landnýtingarþætti gæðastýringar. Var ekki sammála Gunnari um hvernig beingreiðslur notast best. Taldi að við ættum að passa okkur á grænu greiðslunum.

2. Ragnar Þorsteinsson þakkaði stjórn fyrir góð störf en þótti óásættanlegt að hún kom ekki saman fyrr eftir sjö vikur frá síðasta aðalfundi. Staðan er slæm og Ragnar hræddur við hún versni. Framsal á beingreiðslum er ekki til framdráttar fyrir stéttina. Ekki hægt fyrir unga bændur að byrja búskap á þessum forsendum. Það er alveg ljóst að verð til bænda verður að hækka. Ragnar spurði út í skýrslu Ístex, hvers vegna matskostnaður hefði ekki lækkað meira.

3. Sindri Sigurgeirsson þakkaði formanni samtakanna. Gerði athugasemdir við orð fundarstjóra um andlega samkynhneigð landbúnaðarráðherra. Þetta hefði átt við forsvarsmenn landbúnaðarins. Gerði athugasemdir við jafnréttisumræðuna á fundinum, sagði að heldur ætti að segja að í grasrótinni væri vakning í jafnréttismálum. Lánasjóður - almenn áhyggja af sjóðnum. Staðreynd að bændur hafi margir hverjir hlaupið frá sjóðnum með því að færa viðskiptin annað. Taldi að menn muni vanda sig við söluna og því ekki ástæða til að hafa áhyggjur. Fagnar því að Lánasjóðurinn skuli verða seldur. Sagðist persónulega hafa lækkað greiðslubyrði sína um 40% með því að fara annað. Ánægður með starfsemi Ístex. Vonast eftir því að matskostnaður lækki enn meira. Taldi að Ístex væri nauðsyn án þess færi minna fé til bænda.

4. Eggert Kjartansson þakkaði fyrir framlagðar skýrslur. Við stöndum frammi fyrir því að kindakjöt selst vel en verð hækkar lítið, heldur lækkar. Ullarmál: Flokkun ullar heima á búinu gekk vel og gengur vonandi áfram og vonandi tekst okkur að lækka matskostnað enn meira. Hvað varðar næsta samning þá kom hann með opnum huga til fundarins. Og við verðum að koma sem ein heild eftir fundinn.

5. Guðjón Kristinsson vill skýra kostnað við ullarmat. Áður voru matsmönnum greiddar 20 milljónir fyrir matið en nú er verið að greiða bændum 13 milljónir fyrir að meta sjálfir, það er sparnaðurinn.

6. Lárus Sigurðsson talaði um orð Guðna um Lánasjóð landbúnaðarins. "Bændur verða vel settir í bankakerfinu." Sagði frá jákvæðum undirtektum Lánasjóðsins við umsókn hans um lán til byggingar. Telur þó að sjóðurinn sé búinn að vera sem slíkur. Svar banka við beiðni Lárusar um lán var: "Jú, hugsanlegt en vextir ekki undir 9%." Er uggandi að eiga öll sín lán hjá banka.

7. Jóhannes Sigfússon svaraði Ragnari um hvers vegna stjórn kom ekki fyrr saman eftir síðasta aðalfund. Ástæðan var að stjórnarmenn voru á kafi í heyskap. En með breyttum tíma hvað aðalfund varðar er öruggt að stjórn komi saman mjög fljótlega eftir fund. Hvað Ístex varðar þá mundi það koma illa við ásýnd sauðfjárframleiðslu að leggja fyrirtækið niður. Það er mikils virði að við höfum Lánasjóðinn áfram því hann lánar bændum hvar sem þeir eru á landinu en Jóhannes telur mjög ólíklegt að bankarnir muni gera það sama.

Kaffihlé 15.35 til 16.10.

7. Erindi
1. Bragi Vagnsson
spurði hvað væri meiningin að rekjanleikinn nái langt. Lengra en í frystigeymslur? Hvernig verður tryggt að hann nái í kjötborðið?

  a) Kynning á stöðu mála hjá alþjóðaviðskiptastofnuninni WTO.
  Guðmundur B. Helgason, ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneytinu.
  Meðal margs annars sem fram kom í erindinu var að ESB er með 41% af heildarstuðningi við landbúnað heimsins og USA og Japan með 18% og 19%. Einstök önnur lönd eru undir 5%.

  Fyrirspurnir:

  Jóhannes Sveinbjörnsson spurði hvernig t.d. jöfnunargreiðslur kæmu inn í gular greiðslur.
  Guðrún Stefánsdóttir spurði hvort hækkun ásetningshlutfalls mundi ekki hækka hlutfall gula boxins.
  Einar Ófeigur Björnsson spurði hvernig lækkuð útflutningsprósenta teldi og hvort máli skipti hvort ásetningshlutfall er 60% eða 90%.
  Daði Einarsson spurði um framsal beingreiðslna og hvort heimilt sé að mismuna með styrkjum.
  Guðmundur svaraði framkomnum fyrirspurnum. Gæðastýringargreiðslur eru gular. Þarf að passa að reiknaður stuðningur rúmist innan heimilda WTO. Markaðsverðstuðningur með útflutningshlutfalli telst með gulum greiðslum sem og ullin. Sauðfjárrækt getur verið langt innan heimilda ef ekki er gefið út opinbert útflutningshlutfall. Ásetningshlutfall er veikjandi fyrir málflutning um grænar greiðslur. Túlkun ásetningshlutfallsins snýst um prinsip frekar en magn. Ekki skiptir máli hvort ásetningshlutfall er 60% eða 90% en tenging við ásetning er framleiðsluþáttur að mati ýmissa. Segist ekki mæla með að hækka ásetningshlutfallið, frekar reyna að styrkja græna litinn á stuðningnum. Eftir því sem útflutningshlutfall er lægra getur það haft áhrif á reikningsjöfnuna Varðandi framsal beingreiðslna er bent á að menn væru tæpast að kaupa stuðninginn nema þeir skilgreindu sig sem framleiðendur. Ekkert í samningi sem segir að sá sem á 2000 ærgildi sé minna grænn en sá sem á 100 ærgildi. Hæpið að menn viðhaldi 2000 ærgilda ásetningi ef þeir líta á kindurnar sínar sem gæludýr.
  Guðrún Stefánsdóttir spurði hvort greiðslur til landbóta og jöfnunargreiðslurnar teldust gular.
  Daði Einarsson var ósáttur við mismunandi stuðning til bænda við framleiðsluna. Telur sig vera talsmann allra bænda og vill ekki taka þátt í að slökkva lífsljós Dalamanna.
  Guðmundur taldi að menn ættu að reyna að sýna jafnræði við alla.
  Jóhannes Sveinbjörnsson spurði hvort kornræktargreiðslur mundu flokkast grænar sem og stuðningur viðnýrækt.
  Jóhann Ragnarsson. Ef ekki má hafa ásetningshlutfall má þá hafa hámarksbeingreiðslur á kind?
  Baldur Grétarsson bað Guðmund að nefna dæmi frá öðrum löndum um greiðslur sem falla í græna boxið.
  Guðmundur sagði um 30 ríki með gulan stuðning (aðallega OECD-ríki) og vera að vinna að minnkun hans. ESB hefur við endurskoðun hjá sér breytt úr gulu og bláu í grænt með ýmsum hætti. Stuðningur er þá tengdur öðrum gildum en framleiðslunni, t.d. sett ýmis skilyrði um landnýtingu og landvernd sem veita gjarnan tilverugrundvöll í viðkomandi byggð. Landnýtingargreiðslur mundu teljast grænar ef þær tengjast ekki beint vöru sem verið er að framleiða. Hámarksbeingreiðslur á vetrarfóðraða kind gætu talist bláar. Svo lengi sem stuðningur tengist framleiðslueiningum er erfitt að flokka hann grænan.. Korn er viðskiptavara. Frekar miða við að viðhalda gæðum lands en að binda við ákveðna framleiðsluvöru eins og korn. Jöfnunargreiðslur teljast gular.

  b) Kynning á niðurstöðum samninganefndar LS að nýjum sauðfjár-samning.
  Hörður Hjartarson, formaður nefndar.

  c) Kynning á reglugerð um merkingar búfjár.
  Auður Lilja Arnþórsdóttir, sóttvarnardýralæknir yfirdýralæknis-embættisins.

  Umræður um erindin:

  2. Þorsteinn Kristjánsson sagði það stóru vonbrigðin með merkingareglugerðina að skyldi þurfa á þessari eyju úti í Atlantshafi að tilgreina landið og embætti yfirdýralæknis. Þessum fjórum táknum hefði mátt sleppa. Benti á að reglugerðin finnst ekki á vefsíðu yfirdýralæknisembættisins. Spurði hvort eyrnamark mundi ekki duga til að sanna eignarhald ef merki týnist á fjárbílnum. Verða ákveðnar merkjategundir viðurkenndar eða má nota hvaða merki sem er? Dugar ekki hjá gæðastýringarbændum sú sjúkdómaskráning er í skýrsluhaldinu og lyfjaskráningin þar?

  3. Guðrún Stefánsdóttir spurði hve margir á fundinum ættu yfir 500 kindur og taldi 13 í salnum. Sagði þá 45 á landinu svo stórbændahópurinn ætti marga hér inni. Níu fundarmenn gengust við að vera undir 0,7 reglu en eru 204 á landinu að sögn Guðrúnar. Hún sagðist hefði viljað sjá samningamálin inni í markaðs- og kjaranefnd á fundinum núna. Ef það að hækka ásetningsskylduna grefur undan grænu greiðslunum og líka fella 0,7 regluna er óæskilegt. Óeðlilegt að taka úr græna hlutanum en auka í þeim gula. Sama útflutningsskylda allt árið ekki æskileg og gengur ekki markaðslega. Ekki ráðlegt að binda svona lagað í samning. Jöfnunargreiðslumenn ekki margir á Suðurlandi en verðum að taka lítil skref þarna eins og annars staðar og reyna að koma þeim inn í beingreiðslukerfið. Þótt hópurinn sé ekki stór skiptir þetta suma miklu máli. Tekur undir að einfalda gæðastýringuna en finnst slæmt að hún nær bara að sláturhúsi. Spyr af hverju er verið að taka upp merkingareglugerð. Fáránlegt að setja inn YD IS á merkin. Verða menn að nota forskráð númer? Eðlilegt að rekjanleikakrafan nái alla leið til neytenda. Hvert á að tilkynna dauðsföll?

  4. Þóra Sif Kópsdóttir benti Guðrúnu á að ekki eiga allir stórbændur mikinn kvóta. Sagðist vonast til að skráningarkerfið yrði ekki tvöfalt. Þarf YD IS að vera á öllum merkjum? Hvað hafa kaupendur sem ekki vita hvaða flokk þeir kaupa að gera með að vita upprunann? Mótfallin ef ekki má velja hvaða merki eru notuð. Kvaðst vonast til að gæðastýringarskráningin dugi varðandi heilsufarsupplýsingar. Finnst hart að þurfa að bæta enn einni merkjaplötunni við. Samkvæmt reglugerðinni þarf að þrælmerkja lömbin með ártali.

  5. Lárus Sigurðsson kvaðst hafa verið hálfandvaka eftir að hafa lesið merkingareglugerðina. Lýsti eftir svörum bænda hvort ekki værið að íþyngja bændum að óþörfu með þessum reglum. Sagði sínar upplýsingar frá ESB ekki benda til þess að þurfi að ganga svona langt. Verður ártalið að koma fram á lambamerkjunum? Er hægt að bæta þessum kostnaði á búfjáreftirlitið þegjandi og hljóðalaust? Óskaði upplýsinga um hvort skráningin yrði viðbótarvinna. Er núverandi skýrsluhald ekki nóg þar sem það er í lagi? Kostnaður á kind, hver verður hann? Kostnaður sauðfjárbænda er nægur fyrir og verður að vera á hreinu að nauðsyn sé að ganga svona langt. Hvernig á að láta þetta fylgja lengra en að vigtinni? Þakkaði undirbúningsnefnd sauðfjársamnings vinnuna en sagði sér sýnast verið að koma í bakið á þeim bændum sem hafa fengið jöfnunargreiðslur. Nauðsynlegt að setja hámark á greiðslumarkseign. Höfum haft velvilja almennings en hann er á undanhaldi gagnvart kúabændum vegna samþjöppunar framleiðslu.

  6. Sindri Sigurgeirsson spurði hve margir á fundinum væru yfir tveir metrar á hæð. Menn eru hér til að taka afstöðu óháð hvar þeir standa í flokk, alls ekki sem fulltrúar einhvers hóps. Vitnaði í ferð sína til USA sl. haust og sagði hana hafa sýnt sér að merkingar eru mikilvægar og bað menn að sýna þolinmæði. Að sjálfsögðu skyldi framkvæmd vera sem einföldust og án tvíverknaðar. Sagði sum sláturhús vel í stakk búin að viðhalda rekjanleika býsna langt. Æskilegt að auka hlut álagsgreiðslna, helst fara í 50% í álags- og gripagreiðslur og 50% í beingreiðslur. Vill að þeir sem eru að framleiða lambakjöt fái út á sína framleiðslu. Með breyttri tilhögun við ákvörðun útflutningsskyldu eyksst sveigjanleiki varðandi grænar greiðslur.. Vill sjá álagsgreiðslur á fullorðið fé svo það skili sér betur og fyrr í sláturhús sem m.a. mundi hraða ræktunarframförum. Flutningskostnaður ætti að flytjast alveg á sláturleyfishafana. Ályktun sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu minnir Sindra á grín.

  7. Jóhannes Sveinbjörnsson þakkaði framkomin erindi. Niðurstöður starfshóps bæði góðar og slæmar. Viðhald ullarniðurgreiðslna skynsamlegt. Haustrúningur hefur haft mjög góð áhrif á hirðingu og afurðasemi. Líka bónus að styðja við iðnað í landinu. Allir bændur eiga að hafa aðgang að innanlandsmarkaði í sama hlutfalli og því ætti útflutningshlutfall að vera það sama allt árið. Leita verður annarra leiða til að hvetja til sumarslátrunar. Vakti athygli á að Steinþór Skúlason er ekki Sláturfélag Suðurlands. E.t.v. hægt að ýta undir með þróunarfé að dreifa slátruninni frekar en geyma kjöt. Sagðist talsmaður þess að auka vægi álagsgreiðslna á kostnað bein/grunngreiðslna. Best fyrir greinina til framtíðar burtséð frá hvort það er best fyrir einstaka bændur í dag. Verður að gerast í áföngum og taka tillit til WTO samningsins. Skynsamlegt að álagsgreiðslur séu allt að 100 kr. á kg. Beingreiðslur, óframleiðslutengdar en framseljanlegar, eru óheppilegar. Verið að selja aðgang að greiðslum frá ríkinu og leiðir ekki til hagræðingar í greininni. Er í raun framsal til bankanna nema þá menn eigi fyrir kaupunum. Ef ekki verður undið ofan af þessu byrja fáir sauðfjárbændur rekstur í framtíðinni.

  8. Birgir Ingþórsson þakkaði erindin. Sagði nauðsynlegt að þeir sem unnu að merkingareglugerðinni upplýsi hvaðan kröfur um ýmislegt sem þar er sett inn eru komnar. Aukastafir á merki er dæmi um atriði sem hægt væri að einfalda. Þurfum ekki YD og IS á merkin. Seljum út á sérstöðu og það koma engar rollur sjóleiðis! Menn verða pirraðir á of miklu bákni. Niðurstöður starfshóps um samning eru tillögur sem miða að því að gera alla ánægða. Mestu skiptir að sá stuðningur sem við höfum sé þannig framkvæmdur að þeir sem stunda þessa starfsemi hafi viðunandi tekjur af henni. Hvatti menn til að hugleiða hvaða laun þeir telja sauðfjárbændur þurfa að hafa. Hvernig á að halda greininni samkeppnisfærri við aðrar atvinnugreinar? Ríkið getur ekki stutt sauðfjárrækt nema hún sé atvinnugrein. Telur að menn sem gerðu drög að samningi séu litaðir af síðasta ári. Tillögur koma í bakið á þeim sem hafa verið með jafna framleiðslu. Það að rýra greiðslumark kemur í bakið á þeim sem hafa verið að kaupa. Hve langt eru menn tilbúnir að ganga í því að skerða það sem margir hafa verið að kaupa? Getum ekki bakkað út úr því að greiðslumark er framseljanlegt. Það kemur í bakið á miklu stærri hópi en skerðing jöfnunargreiðslna. Lykilatriði að stuðningurinn tryggi að bændur hafi einhver laun út úr þessu. "Beingreiðslurnar eru launin mín, annað fer í kostnað." Jöfnunargreiðslur telur hann aukaatriði, aðrir hagsmunir eru miklu stærri. Ekki gleyma þeim sem eru að hætta. Vill ekki loka á þá sem eru með undir fimmtíu ærgildi eða ær, ekki gott gagnvart ímyndinni. Setur spurningamerki við 12. greinina í tillögunum. Höfum hugfast hvar meginþorrinn liggur.

  9. Kjartan Lárusson tók undir með Birgi. Allof oft verið gengið á rétt þeirra sem halda sig innan settra marka. Sýnist merkingareglugerð heimta mjög aukna skriffinnsku. Núverandi skýrsluhald ætti að duga. Stór merki auka hættuna á að merkin týnist. Eiga neytendur að fá heilsukort með hverju lambi? Hvert á að senda fæðingaskrá? Þarf að senda inn oft á sauðburði? Margt í þessu svolítið vitlaust - þarf að skoða þetta aðeins betur.

  10. Guðbjartur Gunnarsson sagðist taka heilshugar undir með tveim síðustu ræðumönnum varðandi tillögur að samningi. Telur að horfa til fleiri þátta þar sem WTO samningar eru ekki höfn. Þarf að leggja áherslu á að vera ekki með kollsteypur svo þeir sem hafa verið að byggja upp verði ekki sviptir því sem þeir hafa unnið að. Telur sveigjanlegt útflutningshlutfall hafa skapað bændum og sláturleyfishöfum tækifæri. Rakti sögu 0,7 reglunnar og benti á að hún geymdi rök og réttmæt sjónarmið. Hún hefði verið sett til þess að þvinga menn ekki til að framleiða til útflutnings á lágu verði. Sagði að sitt bú væri ekki rekstrarhæft ef hann hefði ekki keypt greiðslumark. Finnst viss framleiðsluhvati í núgildandi samningi og hefur áhyggjur af að breytilegur kostnaður sauðfjárbænda virðist hærri en skilaverð í útflutningi miðað við búreikninga 2003. Innanlandssalan þarf að bera hluta af kostnaði við útflutning. Þak á greiðslumark einstakra búa nauðsynlegt til að halda stuðningi almennings. En sé sett þak á greiðslumark þarf líka þak á bústofninn. Gengur heldur ekki að þeir komi inn aftur sem keyptir voru út.

  11. Sigurgeir Þorgeirsson sagði misskilning að hann hefði átt þátt í að semja merkingareglugerðina en hann hefði staðið að athugasemdum við hana. Hefur verið afstaða BÍ að beita sér gegn lögleiðingu einstaklingsmerkinga fyrr en gæðastýring væri komin á. Stjórnir BÍ og LS hafa ekki lagst gegn reglugerðinni en lagt áherslu á að sem minnstu yrði breytt frá því sem gæðastýringin krefst. Verið að taka skyldumerkingar lamba upp í nálægum löndum í sumar. Menn ekki sammála um hvort þetta þýði að verði að merkja hér til þess að flytja kjöt þangað. ESB krefst ekki sérnúmers á hvert lamb en það kerfi er hér fyrir. Er vantrúaður á að vel gangi að fá bændur utan gæðastýringar til að merkja. Sýnist í stórum dráttum búið að verða við alvarlegustu gagnrýni BÍ og LS og hefur skilið sem svo að skráningarkerfi gæðastýringarinnar sé fullnægjandi og heldur að þetta sé ekkert stóralvarlegt mál. Sýnist en vill ekki fullyrða að eigi að verða vel hægt að lifa með þessari reglugerð.

  12. Þórarinn Pétursson sagði ekki skipta máli hve mörg merki eru í kindinni. Telur að plastmerki þurfi að vera með örmerki. Hætt við að annars verði kerfið ekki pottþétt, allaf sé hætta á að lesið sé rangt af merkjum.

  13. Aðalsteinn Jónsson hvatti fulltrúa Íslendinga til að standa í ístaðinu í WTO. Sagðist telja jöfnunargreiðslur hafa verið settar til leiðréttingar og hafna því að menn hefðu getað misnotað þær. Fær bóndinn einhverju ráðið um hvaða raðnúmer hann fær í fullorðið fé? Hlýtur að þurfa að breyta lögum ef bóndi á ekki fé með eyrnamarki þótt merki hafi dottið úr. Bóndi hlýtur alla vega að geta tekið afurðirnar til eigin neyslu.

  14. Bragi Vagnsson spurði hverjir hefðu staðið að rannsókn á áhrifum langra flutninga á sláturfé á gæði lambakjöts. Sagði stórhættulegt ef gæðum lambakjöts er spillt með langflutningum.

  15. Auður Lilja Arnþórsdóttir þakkaði athugasemdir og ábendingar. Sagðist skilja tortryggni manna gagnvart reglugerðinni. Þeir sem eru í gæðastýringu ættu að finna lítið fyrir áhrifum hennar á skráningu. Það má ekki nota merkin aftur frekar en verið hefur. Það er gerð krafa um plötumerki í ásetningsfé. Gerðar ákveðnar kröfur um hvernig merkin skulu vera en ekki að þau komi frá ákveðnum framleiðanda. Bændum er frjálst að velja raðnúmerin en búsnúmer er skv. landsmarkaskrá. Í lömbin má nota t.d. Bjargsmerkin. Ef lambsmerkið er notað sem aukamerki verður ártalið að koma fram á því. Ártal þarf ekki að vera á merkjum sláturlamba. Reglurnar eru ekki settar gegn bændum heldur fyrir þá og ekki af illgirni. Skráningar fara til BÍ. Ekki fyrirhugað að menn þurfi að vera með tvöfalt bókhald.

  16. Hákon Sigurgrímsson sagði Matvælarannsóknir á Keldnaholti hafa unnið bráðabirgðaskýrslu sem sýnir flutninga hafa greinileg áhrif á sýrustig í kjöti. Skýrslan á að koma út fljótlega. Hákon sagði fjórar meginástæður fyrir setningu merkingareglugerðar. Gott heilsufarsástand íslensks búfjár er eitt af því sem við Íslendingar höfum notað til að verjast innflutningi á kjöti og verður stöðugt erfiðara. Skráning sjúkdóma er dýrmætt tæki í þeirri baráttu. Riðan er tímasprengja eins og sjá má af áhrifum kúariðu erlendis. Gæti orðið dýrmætt að geta sýnt fram á að riðuveikin er svæðisbundin. Baráttan við riðuveiki á Suðurlandi hefði orðið auðveldari hefðum við haft einstaklingsmerkingar og ferilskráningu. Aðalatriðið er þó sennilega útflutningurinn. Það er kristaltært að eftir 7. júlí 2005 má ekki flytja út afurðir af sauðfé fæddu eftir þá dagsetningu nema þær séu af einstaklingsmerktu fé. Hákon sagði sendinefnd sem fór til Brussel hafa fengið skýr svör um að ekki sé verið að ganga of langt í íslensku reglugerðinni. Neytendasamtök hérlendis hafa þrýst á að merkingar á sauðfé yrðu teknar upp eins og í svínum og alifuglum. Merkingar alifugla hafa reynst dýrmætar í baráttu við salmonellu og hafa því verulegt gildi. Landbúnaðarráðuneytið vill ekki bera ábyrgð á því að markaðir lokist vegna þess að kröfur um merkingar séu ónógar. YD IS er krafa Evrópubandalagsins og í orðabók þess er orðið sanngirni ekki til. Eftirlit með merkingum getur varla orðið mjög íþyngjandi fyrir búfjáreftirlitsmenn. Hagþjónusta landbúnaðarins hefur gert úttekt á hvað þetta muni kosta og niðurstaðan er að fyrir þá sem hafa verið í skýrsluhaldinu verði viðbótin lítil. Lögsaga landbúnaðarráðuneytis nær einungis til sláturhússins. Frá umhverfisráðuneyti er í vændum reglugerð sem tekur á rekjanleika í vinnslu og verslun. Menn munu sjá að þetta er ekki jafn skelfilegt og lítur út fyrir í byrjun. Skýringar eru væntanlegar í Bændablaðinu. Agnúar sem kunna að koma í ljós verða sniðnir af eftir mætti.
6. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga - framhald. Reikningar bornir upp og samþykktir samhljóða.
8. Málum vísað til nefnda

Fundarstjóri og framkvæmdastjóri LS kynntu formenn og fundarstaði starfsnefnda fundarins en nefndaskipan er eftirfarandi:

  Kjörbréfa- og fjárhagsnefnd: Gunnar Kristjánsson, formaður, Sigurður Atlason, Böðvar S. Böðvarsson og Guðrún Kristjánsdóttir.
  Allsherjarnefnd: Þorsteinn Kristjánsson, formaður, Örn Bergsson, Þorvaldur Þórðarson, Daði Einarsson, Agnar Gunnarsson, Þóra Sif Kópsdóttir og Kjartan Lárusson.
  Fagráðsnefnd: Aðalsteinn Jónsson, formaður,Vagn Sigtryggsson, Halla Steinólfsdóttir, Birkir Ármannsson, Eggert Kjartansson og Gísli Hólm Geirsson.
  Undirbúningsnefnd að sauðfjársamning: Hörður Hjartarson, formaður, Einar Ófeigur Björnsson, Jóhann Ragnarsson, Smári Borgarsson, Baldur Grétarsson, Baldur Björnsson og Þórhildur Jónsdóttir.
  Markaðs- og kjaranefnd: Sindri Sigurgeirsson, formaður, Guðrún Stefánsdóttir, Jóhannes Sveinbjörnsson, Birgir Arason, Ari G. Guðmundsson, Jónína Stefánsdóttir og Ólafur Steinar Björnsson.
  Umhverfisnefnd: Guðbrandur Hannesson, formaður, Halldóra Ragnarsdóttir, Ragnar Þorsteinsson, Bragi Vagnsson, Guðgeir Ólafsson, Guðbjartur Gunnarsson og Jón Eyjólfsson.
  Framleiðslunefnd: Lárus Sigurðsson, formaður, Birgir Ingþórsson, Gunnar Benónýsson, Fanney Ólöf Lárusdóttir, Þórarinn Pétursson, Einar G. Örnólfsson og Sigurbjörn Karlsson.

  Fundi frestað kl. 19.50.
  Fundi var framhaldið 8. apríl kl. 10.12.
  9. Umræður um tillögu undirbúningsnefndar að sauðfjár- samningi.

Fundarstjóri sagði tillöguna óbreytta frá því sem hún liggur fyrir í fundargögnum.

1. Þorvaldur Þórðarson þakkaði starfshópnum sem hefði haft erfitt verkefni. Sýnist hann hafa reynt að fara milliveg. Gott að ullarniðurgreiðslur verði með óbreyttum hætti en þyrftu að skila sér hraðar til bænda. Sammála að verði ein útflutningsprósenta allt árið. Nú er eins og séu nokkrir með fótinn á bensíngjöfinni, betra að sé ein stýring á þessu. Varðandi 0,7 regluna þá er hún leifar af kvóta, raunar búið að taka hann af að öðru leyti. Var ekkert ósammála að menn hefðu þetta val á sínum tíma. Fyrir suma var reyndar ekkert vit í öðru en fara í 0,7. Finnur helst að þessu að það hefur klofið stéttina í 0,7 bændur og hina. Getur því tekið undir að þetta verði aflagt en verður að huga að aðlögun. Jöfnunargreiðslurnar voru Þorvaldi ekki þóknanlegar og finnst að hefði e.t.v. átt að standa ó fyrir framan það nafn. Eigum ekki að viðhafa svona vinnubrögð. Varðandi 6. greinina telur Þorvaldur að eigi að halda greiðslunum eins og þær verða í lok þessa samnings. Halda sem mestu í grænu greiðslunum og varast að vera með mikinn framleiðsluhvata þarna inni. Því þótt ástand á kjötmarkaði sé gott núna þarf að hugsa til framtíðar - gætum ella lent í sömu vandræðum og fyrir nokkrum árum. Hefði frekar valið 80% ásetningsskyldu en 90%. Finnst liðir 12 og 13 heldur hæpnir. Liggur ekkert á að samþykkja slíkt strax.

2. Örn Bergsson þakkaði nefndinni vel unnin störf þótt hann hefði ýmislegt við álitið að athuga, einkum þrennt. Fyrst að hann teldi 0,7 regluna eiga að fara út en að afnema núverandi jöfnunargreiðslur væri að koma í bakið á mönnum. Vill breyta núverandi jöfnunargreiðslum í greiðslumark og taka þessa aðila að fullu inn. Margir þeirra voru ungir bændur sem eiga að fá að koma inn í kerfið. Annað er 6. liðurinn. Vill stoppa við 70% í greiðslur á gildandi greiðslumark. Stærsta breytingin er í lið 8, þ.e. hækkun ásetningsskyldu í 90%. Telur það alltof hátt og muni koma illa við bændur í 0,7 reglunni og eldri bændur. Má e.t.v. hækka eitthvað frá því sem nú er en ekki svona mikið þótt þetta sé e.t.v. árangursríkt til að slá á verð á greiðslumarki. Sala greiðslumarks hefur verið leið fyrir þá sem vildu hætta til að komast út úr greininni, meðan jarðirnar voru verðlitlar og kvótinn einu verðmætin. Verður aldrei sátt í þjóðfélaginu um að stuðningur renni til aðila sem safna að sér jörðum og greiðslumarki. Slík söfnun mun eyðileggja það stuðningskerfi sem er fyrir hendi.

3. Guðrún Stefánsdóttir lagði fram eftirfarandi breytingartillögu við tillögu starfshópsins: "Ekki verði gengið meir í beingreiðslurnar í næsta samning og ásetningshlutfall verði óbreytt í 0,6. Einnig að réttur jöfnunargreiðsluhafa verði ekki fyrir borð borinn." Sagði þetta mikilvægt til að halda sátt í stéttinni. Guðrún rifjaði upp aðalfund 1999. Tók undir rökstuðnings Birgis frá í gær um hví ekki ætti að fara meira inn í beingreiðslur. Á fundurinn að hugsa um heildina eða minnihlutahópa? Mótmælti að ekki hefði verið framleiðsluhvati í núgildandi samningi. Alvarlegast hve útflutningsskyldan fór hátt. Finnst vanta í ályktunina að fara fram á meiri peninga frá ríkinu. Fáum ekki meira nema við förum fram á það. Ákveðum ekkert hér með WTO í lausu lofti.

4. Aðalsteinn Jónsson benti á að núgildandi samningur er frá árinu 2000. Telur andóf innan LS hafa verið nauðsynlegt og gera menn meðvitaðri núna en þeir voru árið 2000. Vill leita allra leiða til að ganga frá samningi fyrir kosningar 2007. Varðandi meiri peninga í nýjan samning þá hefur verið bent á það af hálfu ríkisins frá árinu 1995 að ætti að vera vatnshalli á peningum ríkis til sauðfjárræktar. Það fé sem náðist árið 2000 má m.a. þakka gæðastýringunni. Lýsti sig sammála lið 1 og 2 í tillögu starfshópsins. Spurning hvenær árs starfshópurinn sér fyrir sér að ein útflutningsprósenta yrði ákveðin. Telur mikilvægi 0,7 reglunnar hafa verið ofmetið. Ekki sammála því að afnema jöfnunargreiðslurnar, þær voru leið til leiðréttingar. Liður 5 er eðlilegur en vill spyrja nefndina um hvernig hún getur séð lið 6 sem bláar greiðslur. Segist halda þær gular þar sem þær miðast við innlagt lamb í sláturhús. Förum gætilega í hækkun ásetningsskyldunnar. M.a. vafasamt vegna landnýtingarþáttarins. Eðlilegt að halda bara óbreyttum 60%. Óttast að við séum að lenda í blindgötu með framsali greiðslumarks á núverandi verðlagi. Erum að eyða okkur innan frá í einhverju bölvuðu rugli. Verðum að koma í veg fyrir að eyðileggja greiðslumarkskerfið með þessum viðskiptum.

5. Hörður Hjartarson svaraði spurningu Aðalsteins. Við semjum um fasta óbreytanlega tölu við ríkið og þess vegna talið blátt. Síðan er það greinarinnar að skipta þessu og upphæð á grip breytist með fjölda lamba. Dæmi að ef miðað er við 515.000 lömb og að 86% bænda séu í gæðastýringu gefur það 466 kr á grip.

6. Jóhannes Sigfússon tók fram að hann kynnti persónulegar skoðanir sínar á tillögu starfshópsins en ekki skoðanir LS. Sagði ákveðið afrek hjá hópnum að ná þessu saman. Sammála ullarniðurgreiðslunum, þær eru forsenda þess að halda ullariðnaðinum á floti. Erum að nota lið 2 í þróunarstarf, næst verðum við að skoða þennan lið vel, þ.e. vaxtar- og geymslugjöldin sem eru gengin sér til húðar. Verðum að endurskoða það kerfi. Þá ætti að losna um talsvert fjármagn. Sammála einni útflutningsprósentu allt árið. Þrepunin hefur skipt litlu og enn minna með hækkandi útflutningsverði. Markaðsráð er búið að marka þriggja þrepa stefnu fyrir næsta haust þannig að ef skyldan yrði t.d. 15% yrði hún fyrst 5 svo 10 og síðan 15, sem er sambærileg þrepun og í fyrra. Eðlilegra að láta sláturleyfishafann hafa áhrif með verðlagningunni. Hefur ekki svo miklar áhyggjur af 0,7 mönnum. Ef útflutningsverðið hækkar minnka þær enn. Skiptingin í lið 6 er ekki mikil breyting; í lok núverandi samnings verður hlutur grunngreiðslna 70,3. Fyrir bónda sem er að framleiða skiptir þetta ekki miklu. Hangir auðvitað saman við hvert ásetningshlutfallið verður og verði það hátt skiptir þetta litlu. Þetta miðar að því að koma stuðningnum meira til þeirra sem eru að framleiða. Telur ekkert við það að athuga að setja þak á þann stuðning sem hver einstakur fær út á greiðslumark. Hækkun ásetningsskyldu mun slá á verðið á greiðslumarkinu og það er kostur. Verðum að gæta landnýtingarþáttarins. Eigum að eiga leið til að ívilna þeim bændum sem þurfa að gæta að honum svo þeir séu ekki neyddir til að fjölga. Einnig væri eðlilegt að horfa til eldri bænda svo þeir þurfi ekki að fjölga. Eigum að sýna þann félagslega þroska að skoða það að veita þeim vægari meðhöndlun. Getur tekið undir orð Arnar að ekki er hægt að skella á þá sem fengu jöfnunargreiðslurnar. Það voru markaðir ákveðnir peningar í þetta og væru ekki teknir af neinum þótt þeim yrði haldið inni. Að öðru leyti á ekki að taka inn nýjar jöfnunargreiðslur. Viðurkennum bændur sem hafa fengið jöfnunargreiðslur og framleitt í samræmi við þær en þeir verða auðvitað að taka sambærilega skerðingu á þær og aðrir á grunngreiðslur. Afnám beingreiðslustuðnings til þeirra sem eru með 50 ærgildi eða minna er stór spurning. Þarf ákveðna aðlögun og þarf líka að skoða í samræmi við heimtökuréttinn. Miklu betra að gera þeim sem eru utan kerfis kleyft að koma með í slátrun en að neyða þá til að slátra heima. Eigum að bæta aðgengið að sláturhúsum og fylgja svo fast eftir að þar sé slátrað. Eltum hvíta kjötið alltof mikið í verðstríðinu í fyrra. Segir svínabændur nú e.t.v. vanta bara 20 krónur í að vera komnir í ásættanlegt framleiðendaverð. Verðið er kannski ekki eins afgerandi í sölumagninu og menn vilja vera láta. Jóhannes segist hafa keypt fullvirðisrétt og segist ekki geta sagt með sanni að komið yrði í bakið á honum þótt verði einhverjar breytingar á kerfinu. Sá sem kaupir verður að taka áhættuna á breytingum. Varðandi nýjan samning á að stefna að því að hann liggi fyrir á vordögum 2006 fyrir næsta aðalfund LS. Eðlilegur aðlögunartími að hafa a.m.k. ár áður en hann tekur gildi. Auðvitað ákveðin óvissuatriði sem getur þurft að gera ráð fyrir sbr. stöðu kúabænda nú.
  7. Lárus Sigurðsson gagnrýndi að nefndin er óbreytt á fundinum. Segir vanta í tillöguna hvaða mark er sett á heildarstuðninginn og ætti að setja það hærra en nú gildir því yfirleitt þurfi menn að semja um lægra en beðið er um. Algjör nauðsyn að komi fram um hvaða heildarstuðning er beðið. Vill upplýsingar um hvernig ferlið er hugsað í framhaldinu. Leggur til að þessu verði heldur flýtt. Metur umhverfið frekar jákvætt nú. Hugnast ekki gripagreiðslurnar í 6. lið, minna um of á Evrópueftiröpun. Væri alveg nóg að prósentur í 6. lið yrðu 70, 20, 10 ef þessar gripagreiðslur verða með. Er andvígur 13. liðnum. Oft eru þessir bændur með undir 50 ærgildum nauðsynlegir byggðinni. Þeir eru heldur ekki svo margir að þetta skipti miklu fyrir heildina. Er talsmaður þess að einfalda samninginn. Varar eindregið við samþjöppun greiðslumarks.
8. Daði Einarsson kvaðst sannfærður um að ekki væri sátt um að 400 bú væru með 1000 ærgildi. Verðum að auka jöfnuðinn ef greiðslurnar eiga að verða grænar, misbjóðum ella þjóðinni. Getur ekki verið eðlilegt að bændur með sömu bústærð, í sömu sveit og að reksturinn sé að öllu leyti eins nema að því að sumir eru með nokkur hundruð krónur hærra í beingreiðslur. Beingreiðslurnar eru byggðastuðningur, fyrst og fremst og því meiga þær ekki vera framseljanlegar. Líst ekki vel á tillögur starfshópsins. Eigum að horfa til samningsins frá 2000 sem var sá besti frá upphafi. Jöfnunargreiðslurnar eru ákveðið réttlætismál en alrangt að þeir sem eru með þær í dag haldi þeim, eigum að reikna þær upp á nýtt. Stéttin er sundruð vegna misjöfnuðar. 13. liðurinn er það sama og þegar átti að taka beingreiðslurnar af 70 ára og eldri. Þjóðin er ekki sátt við að styrkja 700 bú. Viljum við verða síðustu bændurnir í landinu? Framtíðin er meira virði en nútíðin. Við seljum Nýsjálendingum kjöt á hærra verði en þeir borga fyrir heimaframleiðslu sem sýnir að við erum á réttri leið. Boðaði að hann myndi ekki samþykkja tillöguna eins og hún liggur fyrir og í þetta vantar alla framtíðars

9. Birgir Arason þakkaði orð Daða. Þykist vita að hafi verið snúið að koma tillögu starfshópsins saman því sjónarmið bænda eru ótrúlega ólík eftir búsetu. Finnst koma of oft í ljós að menn einblíni á daginn í dag en horfi ekki nóg til framtíðar. Alltaf einhverjar kúvendingar með nýjum samningi. Ekki horfa bara til sjö ára. Hver á ríkisstuðninginn? Eru það einhverjir greiðslumarkshafar eða allir sem eru að framleiða? Eigum að setja þak á ríkisstuðninginn. Lífsval virðist ætla að ná til sín öllum beingreiðslum landsins. Segir eftir þeim að þeir hafi sagst ekki ætla að hætta fyrr en þeir hefðu náð öllum mjólkurkvóta í Eyjafirði. Ekki greininni hollt að einhverjir stórkaupmenn hirði ríkisstuðninginn upp. Telur menn eiga að stefna út úr ríkisstuðningi. Eigum að sækja verðið á markaðinn i gegnum afurðirnar. Ríkið mun þá frekar fara í beinan byggðastuðning óháð búskap. Kvaðst á móti frjálsu framsali, betra að kaupa íbúðir en greiðslumark. Spurði varðandi 8. lið hvort ætti að telja hjá öllum og hver ætti að sjá um það. Verðum að hugsa upp á nýtt hvernig á að skipta ríkisstuðningnum.

10. Jóhannes Sveinbjörnsson rifjaði upp tíma útflutningsbóta og niðurgreiðslna sem leiddi til offramleiðslu. Svarið var kvóti. Síðar kom framsal greiðslumarks. Því fylgir kostnaður. Síðan kom gæðastýring sem skapar aðstæður til framleiðslutengingar.
  11. Hörður Hjartarson kvaðst taka undir framtíðarsýn Daða í landbúnaði en bændur eru stétt sem þarf að ná saman og í ljósi aðstæðna, m.a. WTO viðræðna, er óraunhæft að fara í næsta samningi lengra í álagsgreiðslum. Benti Lárusi á að með gripagreiðslum er verið að reyna að koma greiðslum í öruggt pláss, þ.e. í bláa boxið. Óráðlegt að hækka það sem talið er gult. Áberandi að fólki líst verst á hækkað ásetningshlutfall og l3. liðinn. Sagði nefndina nú fara yfir gerðar athugasemdir.
Hádegisverðarhlé 12.00 til 13.05

Fundarstjóri sagði frá kosningum sem fyrir fundinum liggja.

10. Afgreiðsla mála
Formaður kynnti með samþykki fundarins eftirfarandi tillögu: "Aðalfundur LS haldinn í Reykjavík 7.-8. 2005 beinir því til stjórnar Bændasamtaka Íslands að láta kanna réttarstöðu bænda gagnvart jarðstrengjum sem Landsíminn hefur gegnum árin víða lagt þvers og krus um landareignir. Þetta er mjög brýnt nú þegar áformað er að Síminn ásamt dreifikerfinu verði seldur."

Kjartan Lárusson tók til máls og var tillagan síðan samþykkt samhljóða.

Gunnar Kristjánsson gerði grein fyrir störfum fjárhagsnefndar
og bar upp eftirfarandi tillögu hennar:
1.1. Fjárhagsáætlun 2005
Tekjur
Búnaðargjald 6.700.000
Framleiðsluráðssjóður 1.800.000
Vaxtatekjur 169.000
Sala hlutabréfa 620.000
Aðrar tekjur 3.569.000
12.858.000
Gjöld
Aðildarfélög og búnaðarsambönd 0
Laun og launatengd gjöld 8.000.000
Skrifstofu- og stjórnunarkostn. 3.100.000
Annar kostnaður 450.000
11.550.000
(Tap)/Hagnaður 1.308.000

Fjárhagsáætlunin samþykkt samhljóða.

Þorvaldur Þórðarson kynnti tillögur allsherjarnefndar .

6.1. Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda, haldinn í Bændahöllinni, 7. og 8. apríl 2005, mótmælir harðlega hækkun raforkuverðs í dreifbýli og krefst þess að allir landsmenn sitji við sama borð í þessum efnum.

Til máls tóku: Guðrún Stefánsdóttir sem tók undir tillöguna en spurði hvort flutningur raforku fælist í henni. Gunnar Kristjánsson sem mótmælti tillögunni og sagði ekki um hækkun að ræða. Lárus Sigurðsson sagði upphæðirnar sem lenda á bændum vera það sem skipti máli. Guðbrandur Hannesson sagði sína reikninga hafa hækkað um þriðjung. Örn Bergsson skýrði efni tillögunnar.
Tillaga 6.1. samþykkt samhljóða.

6.2. "Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda, haldinn í Bændahöllinni, 7. og 8. apríl 2005, tekur undir ályktun búnaðarþings 2005 um olíugjald og þungaskatt."
Samþykkt samhljóða.

6.3. "Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda, haldinn í Bændahöllinni, 7. og 8. apríl 2005, skorar á stjórn LS og aðildarfélög þess að nýta sér betur www.bondi.is til upplýsingamiðlunar fyrir sauðfjárbændur."
Samþykkt samhljóða.

Þorsteinn Kristjánsson kynnti tillögu
6.4. "Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda, haldinn í Bændahöllinni, 7. og 8. apríl 2005, minnir stjórn LS á markmið greinar 6.2 í sauðfjársamningi, um greiðslutilhögun: "Stefnt skal að því að greiðsluflæði innan ársins sé sem jafnast og sambærilegt við það sem verið hefur undanfarin ár. Álags- og jöfnunargreiðslur hafa sömu gjalddaga og beingreiðslur." Uppgjör greiðslna vegna jöfnunar- og álagsgreiðslna miðist við áramót. Fundurinn telur að ekki hafi verið staðið við framangreind markmið að öllu leyti."
Árni Þorvaldsson benti á greiðsluvandkvæði sem upp gætu komið.
Tillaga 6.4. samþykkt mótatkvæðalaust.

Þorsteinn Kristjánsson kynnti tillögu 6.5. Greindi m.a. frá hvað gerst hefur síðan búnaðarþingi lauk. Sagði aðstoðarmann landbúnaðarráðherra haft kynnt málið fyrir nefndinni í morgun.
6.5. Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda, haldinn í Bændahöllinni, 7. og 8. apríl 2005, er efnislega sammála ályktun búnaðarþings 2005 um málefni Lánasjóðs landbúnaðarins.
Komi til sölu Lánasjóðsins telur fundurinn að Sparisjóðirnir séu vænlegir kaupendur enda hafa þeir sýnt það og sannað að þeir eru tilbúnir til að þjóna landsbyggðinni vel. Fundurinn leggur þunga áherslu á að bændur eigi jafnan aðgang að lánsfé óháð búsetu.

Til máls tóku: Birgir Ingþórsson sem tók heilshugar undir samþykkt búnaðarþings en sagðist ekki fella sig við að LS bendi á sérstakan kaupanda og lagði fram breytingartillögu þess efnis. Guðrún Stefánsdóttir vill hnykkja á að hagsmunir bænda séu tryggðir og lagði fram breytingartillögu með það í huga. Örn Bergsson sagði að erfitt yrði að fylgja tillögu Guðrúnar eftir. Jóhannes Sveinbjörnsson tók undir með Birgi þótt hann segðist sjálfur jákvæður gagnvart sparisjóðunum. Þorvaldur Þórðarson sagði setninguna um sparisjóðina býsna góða þótt hún þyrfti kannski ekki að vera með.
Málið sent nefndinni til frekari vinnslu.

Eggert Kjartansson kynnti tillögur fagráðsnefndar.

5.1 "Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda, haldinn í Bændahöllinni, 7. og 8. apríl 2005, beinir því til stjórnar BÍ að leita eftir fjármagni til þess að styrkja sauðfjárbændur til breytinga á gripahúsum sem myndu hafa það að markmiði að létta vinnu og auka framlegð."
Þorsteinn Kristjánsson gerði athugasemd.
Tillagan samþykkt með meginþorra atkvæða gegn tveimur.

Gísli Geirsson kynnti tillögu
5.2. "Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda, haldinn í Bændahöllinni, 7. og 8. apríl 2005, beinir því til BÍ í sambandi við endurskoðun búnaðarlagasamnings að styrkir vegna jarðræktar verði greiddir út á kornrækt, grænfóðurrækt og endurvinnslu túna."

Til máls tóku: Þorvaldur Þórðarson sem lýsti sig samþykkan en benti á að stundum væri betra að rækta annað en gömul tún og lagði til að enda á orðinu "túnrækt" í stað "endurvinnslu túna".

Tillagan borin upp og samþykkt svohljóðandi, samhljóða.
5.2 "Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda, haldinn í Bændahöllinni, 7. og 8. apríl 2005, beinir því til BÍ í sambandi við endurskoðun búnaðarlagasamnings að styrkir vegna jarðræktar verði greiddir út á kornrækt, grænfóðurrækt og túnrækt."

Fanney Ólöf Lárusdóttir kynnti tillögu 2.1 frá framleiðslunefnd.

Til máls tóku: Daði Einarsson sem lýsti sig samþykkan tillögunni en gerði athugasemdir við sláturhúsaskýrslu. Guðrún Stefánsdóttir sem lagði til breytt orðalag í greinargerð. Jóhannes Sigfússon upplýsti að nú væri allt sem lýtur að fjárflutningum og sauðfjárveikivörnum í endurskoðun og nefnd að störfum. Tók undir tillögu Guðrúnar. Þorsteinn Kristjánsson lagði til orðalagsbreytingu í greinargerð. Baldur Grétarsson lagði til að greinargerðinni yrði sleppt. Þorsteinn Kristjánsson tók undir með Baldri en lagði til að við sjálfa tillöguna bættist "sauðfjársjúkdómavarna". Guðrún Stefánsdóttir sagði frá umræðu um málið á búnaðarþingi og tók undir að sleppa mætti greinargerðinni.
Breytingartillaga Baldurs og Þorsteins borin upp og samþykkt samhljóða. Tillagan síðan samþykkt samhljóða, svohljóðandi:
2.1 "Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda, haldinn í Bændahöllinni, 7. og 8. apríl 2005 samþykkir að beina því til sláturleyfishafa að haga skipulagningu sláturfjárflutninga, þannig að farið sé að lögum og reglum um sauðfjársjúkdómavarnir og meðferð sláturfjár."

Sigurbjörn Karlsson kynnti tillögu 2.2.

Til máls tóku; Bragi Vagnsson með orðalagsbreytingu. Jóhannes Sigfússon sem taldi 20. maí geta verið erfitt að ákveða útflutningshlutfall. Lárus, framleiðslunefndarformaður, bað um að fá tillöguna aftur til nefndarinnar. Jóhannes Sveinbjörnsson tók undir með nafna sínum en sagðist telja til bóta ef þrepun væri ákveðin snemma.
Tillögunni vísað aftur til nefndar.

Jóhannes Sveinbjörnsson kynnti tillögu markaðs- og kjaranefndar.
Allmargar tillögur lágu fyrir nefndinni sem sameinaði þær í eina eftir því sem henni fannst við eiga. Nefndin fékk Sigurð Jóhannesson, formann landsamtaka sláturleyfishafa, til viðræðna. Ef söluaukning verður sem nú horfir gæti útflutningsþörf í haust farið niður í núll. Mikilvæg spurning er hvernig á að forgangsraða erlendum mörkuðum. Sigurður teldi þurfa 800 til 1100 tonn til þess að þjóna dýrmætustu mörkuðunum. Mörg álitamál þarna.

Til máls tóku: Birgir Ingþórsson lýsti sig sammála tillögunni en vildi leggja áherslu á að þetta væri það sem mestu skipti fyrir bændur á þessu ári. Sagðist ekki sætta sig við 8-10% hækkun. Hræddur um að sölutölur séu ekki réttar, birgðir liggi hjá kjötvinnslum. Verðum að tala um ekki lægri tölu en í nánd við 15% til þess að greinin eigi einhverja möguleika. Einar Ófeigur tók undir að 8-10% sé of lágt en vill forðast prósentur, betra að miða við krónur því grunntölurnar eru svo lágar. Þetta er lífið sjálft fyrir greinina, ekki hvernig á að skipta ríkisstyrkjum. Guðrún Stefánsdóttir lagði áherslu á að það sem hér er rætt ætti að vera trúnaðarmál. Sagði nefndina hafa rætt um að væri óeðlilegt að fundurinn álykti um sérstaka prósentutölu, ályktunin væri veganesti til stjórnar. Þorvaldur Þórðarson spurði um prósentutölur sem fram koma í greinargerð. Sammála að afurðaverð þarf að hækka verulega. Ragnar Þorsteinsson lýsti stuðningi við tillöguna og sagði 50 krónur vera algjört lágmark. Jóhannes Sigfússon spurði fundarmenn hvort þeir teldu að viðmiðunarverð sem bændur settu mundi halda. Sagði bændur verða að vara sig á að meta yfirborganir utan hefðbundins sláturtíma til verðs, þar er verið að borga fyrir aukakostnað. Jóhannes Sveinbjörnsson sagði 4,1% í greinargerð eiga bara við innanlandsverð dilkakjöts og lagði til breytingu á greinargerð í samræmi við það. Smári Borgarsson spurði hvort öll þessi verðflokkaflóra þyrfti að vera í gangi á kjöti sem allt færi svo jafnvel sem D1A í verslanir.
Tillaga 4.1 samþykkt samhljóða svohljóðandi:
4.1 "Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda, haldinn í Bændahöllinni, 7. og 8. apríl 2005, felur stjórn LS að leita sem allra fyrst eftir viðræðum við Landssamtök sláturleyfishafa um viðmiðunarverð sem felur í sér verulega hækkun á afurðaverði til sauðfjárbænda." Greinargerð:Innanlandsverð dilkakjöts til sauðfjárbænda hefur aðeins hækkað um 4,1% frá árinu 2000 til 2004. Vísitala neysluverðs hefur á sama tímabili hækkað um 17,8% og vísitala launa um 28,1%. Af þessu er ljóst að sauðfjárbændur hafa dregist mjög verulega aftur úr í kjörum.
Gerð er krafa um að ná fram verulegri hækkun afurðaverðs strax í haust og að sem fyrst verði náð til baka þeirri raunlækkun sem orðið hefur á afurðaverði frá árinu 2000.


Guðbrandur Hannesson kynnti tillögur umhverfisnefndar.

3.1 "Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda, haldinn í Bændahöllinni, 7. og 8. apríl 2005, beinir því til Samgönguráðherra og Vegagerðar ríkisins, að beita sér fyrir gerð undirganga fyrir búfénað og að settar verði upp viðeigandi vegamerkingar, þar sem lausaganga sauðfjár er við þjóðvegi." Greinargerð:Með aukinni umferð og hraða um þjóðvegi landsins er það orðið stór varasamt að fara með búfé um vegina. Á sumum býlum háttar þannig til að þjóðvegur sker beitarhólf í sundur og kallar því á aðgerðir. Jafnframt er veggirðingum ábótavant, eða ekki til staðar og því vegmerkingar nauðsynlegar.

Til máls tóku: Þóra Sif Kópsdóttir minnti á að þetta er öryggismál og kvaðst leggjast í herferð til að fá undirgöng hjá sér. Þórarinn Pétursson beindi því til nefndarinnar að hnykkja aðeins á tillögunni og leggja áherslu á að girða með öllum vegum. Bragi Vagnsson benti á að við girðum ekki vegi af á hálendinu, t.d. á Mývatns- og Möðrudalsöræfum þar sem keyrt hefur verið á margt fé, einkum á síðustu árum. Gunanr Þórisson benti á að íbúar höfuðborgarsvæðins koma úr vernduðu umhverfi.
Tillaga 3.1 samþykkt samhljóða.

Til máls um tillögu 3.2 tóku: Sindri Sigurgeirsson benti á að það hefur verið ályktað um þetta mál á öllum búnaðarþingum og LS-fundum á síðustu árum og alvarlegt mál að ekkert virðist þokast. Guðrún Stefánsdóttir sagði ástandið versnandi á mörgum sviðum bæði vegna ágangs refa og minka. Lagði til að bæta í tillöguna "þess mikla skaðvalds". Jóhannes Sigfússon sagði álíka göfugt og gáfulegt að tala um að útrýma mink og um "eiturlyfjalaust Ísland árið 2000". Leggur til að sveitarfélögin hætti að taka við þeim litlu framlögum sem fást og hætti að skila veiðiskýrslum. Bragi Vagnsson rifjaði upp að málið hefði stöðvast í stjórnkerfinu vegna andstöðu Náttúrufræðistofnunar. Þorsteinn Kristjánsson lagði til orðalagið "fækkunar refs og eyðingar minks".
Breytingartillaga Guðrúnar samþykkt með meginþorra atkvæða gegn einu.

Tillaga 3.2 samþykkt samhljóða svohljóðandi:
3.2 "Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda, haldinn í Bændahöllinni, 7. og 8. apríl 2005, skorar á Alþingi að auka fjármagn til fækkunar á ref og eyðingar á mink, þeim miklu skaðvöldum í íslenskri náttúru. En með minnkandi fjárframlögum hefur þessi málaflokkur orðið sveitarfélögum þungur í skauti og brýnt að ráða þar bót á."


3.3 "Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda, haldinn í Bændahöllinni, 7. og 8. apríl 2005 skorar á Landgræðslu ríkisins að koma með virkum hætti að gerð landbótaáætlana með þeim bændum sem fengið hafa höfnun á gæðastýringu vegna mats Landgræðslunnar á ástandi beitilanda viðkomandi jarða."

Til máls um tillögu 3.3 tóku: Guðrún Stefánsdóttir sem benti stjórn á að ríkið ætti að koma beint inn í stuðning við landnýtingu en ekki láta Landgræðsluna eina um það.
Tillaga 3.3 síðan samþykkt samhljóða.

Kaffihlé 15.10 til 15.45.


Álit framleiðslunefndar lagt fram með breytingum:

6.5. "Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda, haldinn í Bændahöllinni, 7. og 8. apríl 2005, er efnislega sammála ályktun búnaðarþings 2005 um málefni Lánasjóðs landbúnaðarins.
Komi til sölu Lánasjóðsins telur fundurinn að vanda þurfi þá vinnu og tryggja að lán bænda verði á sambærilegum kjörum og nú er, þó að teknu tilliti til niðurfellingar búnaðargjalds.
Fundurinn leggur þunga áherslu á að bændur eigi jafnan aðgang að lánsfé og vaxtakjörum óháð búsetu."
Engin kvaddi sér hljóðs og ályktun 6.5 samþykkt samhljóða eins og tillagan kom endurskoðuð úr nefnd.

Tillaga 2.2 kom endurskoðuð frá framleiðslunefnd og var samþykkt samhljóða, svohljóðandi:
"Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda, haldinn samþykkir að þrýsta á að áætlun um útflutningshlutfall dilkakjöts liggi fyrir 20. maí ár hvert í samræmi við markaðshorfur. Í framhaldi af því verði þrýst á sláturleyfishafa að gefa út verðskrár fyrri slátrun svo bændur geti sem fyrst tekið ákvarðanir um sláturtíma síns fjár og hagað fjallrekstri og beitarmálum eftir því."


Hörður Hjartarson lagði fram og kynnti álit undirbúningsnefndar að sauðfjársamningi í fjórtán liðum með áorðnum breytingum frá því sem fyrir lá í fundargögnum.

Til máls tóku: Bragi Vagnsson sem lýsti eftir að sett væri inn þak á beingreiðslustuðning. Birgir Ingþórsson sagði nefndina vera að skila frá sér leiðarvísi. Nauðsynlegast að hafa í heiðri að það er bara ein stétt sauðfjárbænda. Vill beina því til samninganefndar að horfa á þar sem peningarnir og hagsmunir flestra liggja. Guðrún Stefánsdóttir tekur undir að setja þak á beingreiðslurnar. Ef menn hafa ekki beingreiðslur hafa þeir ekki grundvöll til að búa. Finnst 14. liður of vægur, þarf ákveðnar kröfur um fjármagn. Finnst réttur fjöldans fyrir borð borinn í tillögunum. Hörður Hjartarson sagði nefndina hafa tekið tillit til tilllögu Rangæinga og leggja til að gæðastýring verði einfölduð. Þakið sem menn vilja fá í tillögurnar er ekki þar því nefnd sem sett var eftir búnaðarþing er að athuga málið. Þorsteinn Kristjánsson lýsti ánægju með plaggið í heild sinni. Finnst 5. liður óþarflega opinn og loðinn. Nokkur samstaða virðist um að fella jöfnunargreiðslur inn í aðrar greiðslur. Finnst sjálfsagt að LS segi vilja sinn um þak á beingreiðslur þótt málið sé í athugun hjá öðrum. Æskilegt að þak verði í tveimur þrepum. Leggur til breytt orðalag í 14. lið. Einar Ófeigur Björnsson sagði ósamstöðu um jöfnunargreiðslumeðhöndlun í nefndinni eins og á fundinum og því væri það skilið eftir opið. Teldi hann nefndina samt hafa náð góðum árangri. Segist skilja það svo að annað hvort verði þeim breytt í ærgildi eða verði ekki með. Nefndinni var ráðlagt af að nefna ekki peninga; það er ekki sterkt fyrir stéttina að heimta alltaf meiri peninga. Það er heimilt í núverandi samningi að hækka ásetningshlutfallið. Eðli alls félagsmálastarfs er að ná sátt. Kjartan Lárusson þakkaði nefndinni breytingarnar sem hún gerði og sagði þær í áttina. Leggur til að fella út 9. lið: "Framkvæmdanefnd búvörusamninga hafi heimild til að hækka þetta enn frekar á samningstímanum" Bragi Vagnsson bar fram tillögu um að bæta 15. lið í ályktunina: "Þak verði sett á beingreiðslur þannig að 800-1000 ærgildi fái 50% beingreiðslna, yfir 1000 ærgildi engar." Lárus Sigurðsson kvaðst vonast til að fundurinn líti á plaggið sem leiðarvísi fyrir samninganefnd bænda og hvetur fundarmenn til að samþykkja það þótt menn séu ekki sáttir við allt. Tekur undir tillögu Braga og finnst að 14. liður ætti að vera númer 1. Guðrún Stefánsdóttir lagði fram breytingartillögu við lið nr. 7 um "að ekki verði farið meir inn í beingreiðslur en gert var í síðasta samning.". Jóhannes Sveinbjörnsson lagði fram breytingatillögu við 7. lið um " að í stað 65 komi 50 og í stað 25 komi 40" Eggert Kjartansson mælti með að síðustu tvær breytingartillögur yrðu dregnar til baka en kosið um hinar.
Jóhannes og Guðrún fengu orðið og tilkynntu að þau væru ásátt um að draga tillögur sinar til baka að því gefnu að litið sé á verðandi ályktun sem vinnuplagg.
Birgir Ingþórsson tók undir að flytja 14. lið fremst í ályktunina.

Breytingatillaga Kjartans Lárussonar um að fella niður niðurlag 9. liðar: "Framkvæmdanefnd búvörusamninga hafi heimild til að hækka þetta enn frekar á samningstímanum" borin upp og felld með 20 atkvæðum gegn 14.

Tillaga um að 1. grein (sem var efnislega 14. liður í tillögum nefndarinnar) hljóði: "Með samningnum þarf að tryggja greininni nægt fjármagn til að hún búi við eðlileg rekstrarskilyrði og möguleika til nýliðunar." var samþykkt samhljóða.

Samþykkt með 28 atkvæðum gegn 10 að 15. grein verði svohljóðandi: "Þak verði sett á beingreiðslur þannig að 800-1000 ærgildi fái 50% beingreiðslna, yfir 1000 ærgildi engar."

Öll tillagan samþykkt svohljóðandi með meginþorra atkvæða gegn tveimur:

1. "Með samningnum þarf að tryggja greininni nægt fjármagn til að hún búi við eðlileg rekstrarskilyrði og möguleika til nýliðunar
2. Ullarniðurgreiðslur verði með svipuðum hætti og verið hefur.
3. Þjónustu og þróunarkostnaður verði álíka stór liður og verið hefur. Hluta hans verði varið til að örva sumarslátrun meðan það er nauðsynlegt. Þessi liður verði alfarið í umsjá bænda.
4. Ein útflutningsprósenta gildi allt árið. Vísað er í lið 3 til að örva sumarslátrun.
5. 0,7 reglan verði aflögð.
6. Jöfnunargreiðslur verði skoðaðar sérstaklega.
7. Fjármunum verði varið í markaðsstarf sem og fagmennsku í sauðfjárrækt.
8. Þeim fjármunum sem ekki er þegar búið að ráðstafa verði skipt með eftirfarandi hætti:

25% verði álagsgreiðslur greitt á innlagt kjötkíló. Gult.
10% verði greitt út sem gripagreiðslur á innlagt lamb í sláturhús.
Blátt.
  • 65% verði greitt út á gildandi greiðslumark. Grænt.
9. Álags- og gripagreiðslur verði háðar gæðastýringu. Gæðastýring verði með svipuðu sniði og verið hefur. Gæðahandbókin verði einfölduð.
10. Heildargreiðslumark sem gildir í dag verði óbreytt, en framseljanlegt og óháð framleiðslu á kindakjöti. Ásetningsskylda verði hækkuð í áföngum upp í 80% af greiðslumarki. Framkvæmdanefnd búvörusamninga hafi heimild til að hækka þetta enn frekar á samningstímanum.
11. Gulur stuðningur verði skorinn niður með því að ráðherra hætti að ákveða útflutningsprósentu. Í staðinn komi bændur og sláturleyfishafar sér saman um útflutningsprósentu. (Markaðsráð kindakjöts)
12. Heimilt verði að flytja greiðslumark milli aðila allt árið.
13. Samningurinn verði vísitölutengdur.
14. Skilyrði fyrir greiðslum úr sauðfjársamningi er að greiðsluþegi hafi fasta búsetu á svæðinu (innan 50 km) þar sem framleiðslan fer fram. Sé sauðfjárbú rekið af lögaðila skal einn af eigendum, sem á að lágmarki 25% af félaginu, hafa búsetu á svæðinu þar sem framleiðslan fer fram.
15. Þak verði sett á beingreiðslur þannig að 800-1000 ærgildi fái 50% beingreiðslna, yfir 1000 ærgildi engar."

(Lesendur fundargerðar athugi að tilvísanir í umræðum eiga við liði í tillögunni sem lá fyrir fundinum en ekki samþykkta ályktun þar sem flestir liðir fengu einu númeri hærra en í tillögunni.)

  11. Önnur mál
  Enginn kvaddi sér hljóðs.

  12. Kosningar

Guðbjartur Gunnarsson kynnti tillögu fulltrúa Vesturlands um kjör stjórnarmanns af sínu svæði til þriggja ára.:
Aðalmaður: Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, Bakkakoti.
Til vara: Þorvaldur Þórðarson, Stað.
Samþykkt með lófataki.
Sindri þakkaði kjörið og fráfarandi stjórnarmanni Herði Hjartarsyni vel unnin störf.
Hörður Hjartarson óskaði nýjum stjórnarmönnum, Sigurgeiri Sindra og Fanneyju Ólöfu, til hamingju og þakkaði samstarf, ekki síst við framkvæmdastjóra samtakanna sem mikilvægt væri að hafa áfram í starfi..
Fundarstjóri þakkaði Árna Þorvaldssyni stjórnarsetu og bauð Fanneyju Ólöfu Lárusdóttur velkomna í stjórn í hans stað fyrir hönd Sunnlendinga.

Guðbrandur Hannesson kynnti að Guðrún Stefánsdóttir tæki við sem varamaður af Suðurlandi og var hún boðin velkomin.

Löggiltur endurskoðandi:
Eymundur Sveinn Einarsson hjá Endurskoðun og ráðgjöf. Samþykkt.

Skoðunarmaður og varamaður hans:
Gunnar Þórisson, Fellsenda, aðalmaður, og Albert Guðmundsson, Heggsstöðum, varamaður, samþykktir til starfa.

Árni Þorvaldsson þakkaði samstarf og óskaði nýjum stjórnarmönnum heilla í störfum. Minnti á að aðalmálið er að fá betra afurðaverð. Höfum oft eytt of miklum kröftum í að rífast en þessi fundur hefur verið nokkuð góður.

  12. Fundarslit

Fundarstjóri fékk samþykki fundarins um að fá fundargerð senda heim að fundi loknum. Þakkaði mönnum síðan góðan fund.

Jóhannes Sigfússon þakkaði Árna og Herði frábært samstarf og bauð nýja stjórnarmenn velkomna. Framundan eru mörg krefjandi verkefni. Fundartíminn virðist hafa verið vel valinn. Þakkaði Özuri ágætissamstarf og fundarstjórum og öðrum starfsmönnum fundarins þeirra framlag sem og öllum fundarmönnum málefnalegan fund. Sagði síðan aðalfundi 2005 slitið kl. 16.47.

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar