Fundargerðir stjórnar LS

2. Stjórnarfundur 2018-2019

1.  Eftirfylgni með tillögum frá Aðalfundi 2018

Farið var yfir með hvaða hætti tillögu 1.1. frá Aðalfundir 2018 verði fylgt eftir. Ekki hefur fengist samtal við ráðherra til að ræða tillöguna efnislega. Brýnt er að koma tillögunni sem fyrst til Endurskoðunarnefndar Búvörusamninga.  Formaður og framkvæmdastjóri munu funda með nefndinni 24. apríl.

Lögð verður áhersla á að útfæra sem fyrst fækkunarhvata tillögunnar þannig að fyrir liggi sem fyrst hvernig þeim hluta tillögunnar verði fylgt eftir.  Öðrum hlutum tillögunnar verður síðan fylgt eftir í samtali við Endurskoðunarnefnd, Bændasamtökin og ANR.

Haraldur Benediktsson annar formaður Endurskoðunarnefndarinnar mun mæta sem gestur á stjórnarfund sem haldinn verður 20. apríl.

Lögð er áhersla á að útfæra frekar fyrirkomulag markaðssjóðsins þannig að hann geti sem fyrst komið til framkvæmda.

Fleira ekki gert og fundi slitið klukkan 22:30

Fundargerð ritaði Unnsteinn Snorri Snorrason

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar