Fundargerðir stjórnar LS

3. Stjórnarfundur 2018-2019

1.           Stjórn skiptir með sér verkum

Varaformaður:  Gunnar Þórarinsson

Ritari:  Þórhildur Þorsteinsdóttir

Fagráð:  Trausti Hjálmarsson, Böðvar Baldursson, Gunnar Þórarinsson

Markaðsráð:  Oddný Steina Valsdóttir

2.           Starfsáætlun 2018 - 2019

Farið yfir starfsáætlun 2018-2019.

3.           Yfirlit framkvæmdastjóra

Farið yfir helstu verkefni á vegum LS frá aðalfundi.

4.           Afdrif tillagna frá Aðalfundi 2018

Farið yfir þær tillögur sem samþykktar voru á Aðalfundi 2018 og rætt hvernig þeim verður fylgt eftir.  Framkvæmdastjóra falið að senda út ályktanir.

5.           Endurskoðun Búvörusamninga

Undir þessum lið kom Haraldur Benediktsson inn á fundinn.

Vinna endurskoðunarnefndarinnar er hafinn.  Rætt var almennt um starf nefndarinnar og tímaramma. Nefndin mun skila inn tillögum til ríkisstjórnar sem nýta niðurstöður nefndarinnar í samningaumræðum við BÍ. 

Formaður og framkvæmdastjóri LS munu koma fyrir nefndina 24. apríl og leggja þá fyrir þær áherslur sem LS vill leggja fyrir nefndina.

6.           Rekstararvandi sauðfjárræktarinnar – Helstu verkefni

Fjallað var um helstu verkefni sem framundan eru í tengslum við rekstrarvanda sauðfjárræktarinnar.

  1. Markaðsstöðuleikasjóður

Farið yfir drög að markaðsstöðugleikasjóð.  Haldið verður áfram að vinna að frekari útfærslu.

  1. Hagræðing í afurðageiranum

Fyrirhugaður er fundur þar sem KPMG kynnir sína vinnu.  Mikilvægt er að sem fyrst verði mótaðar tillögur um aðgerðir.

  1. Fækkunarhvatar

Rætt hvernig eigi að útfæra fækkunarhvata sem koma fram í tillögu 01.01 frá Aðalfundi 2018. 

  1. Endurskoðun búvörusamninga

Aðrir hlutar tillögu 01.01 frá Aðalfundi 2018 verður beint inn í vinnu við endurskoðun búvörusamninga.

Ákveðið að senda minnisblað varðandi þetta mál til fulltrúa Aðalfundar.

7.           Önnur mál

Landbúnaðarsýningin haustið 2018

Skoða skal samvinnu við BÍ og/eða búgreinafélög.  Markmið með þátttöku er að kynna lambakjöt og það sem greinin stendur fyrir.  Framkvæmdastjóra falið að fylgja málinu eftir og kynna á næsta stjórnarfundi.

Búnaðarstofa MAST

Rætt um fyrirkomulag varðandi greiðslur frá MAST. Margt má betur fara í þeirri framkvæmd.  Stjórn mun óska eftir fundi með framkvæmdastjóra Búnaðarstofu til að fara yfir verklag stofnunarinnar og þá hluta sem mættu betur fara.

Nýliðunarstyrkur

Stjórn hefur borist erindi sem snýr að fyrirkomulagi nýliðunarstuðnings. Þeir sem fengu nýliðunarstuðning samkvæmt gamla samningnum fengu ekki greiðslur nema sem nam lengd samningsins.  Framkvæmdastjóra falið að afla frekari upplýsinga og fylgja málinu eftir.  

GPS kindur

LS er þátttakandi í verkefni með Landgræðslunni sem snýr að því að kanna beitaratferli sauðfjár með notkun GPS búnaðar.  Verkefnið fer í ganga í sumar og mun LS koma að skipulagi við gagnasöfnun.

Ábyrg notkun sýklalyfja við slefsýki

Mast hefur gefið út leiðbeiningar um ábyrga notkun sýklalyfja í sauðfjárrækt.  LS styður þetta verkefni.  Ætlunin er að ræða þetta mál frekar á fundi með Sigrúnu Bjarnadóttur, sérgreinadýralækni sauðfjársjúkdóma hjá MAST.

Fjárhundanámskeið

Erindi hefur borist varðandi styrk til að halda smalahundanámskeið. Erindinu er hafnað og framkvæmdastjóra falið að fylgja málinu eftir.

Fréttir af öðrum fundum

4. apríl var haldinn aðalfundur ÍSTEX. Stjórn LS og framkvæmdastjóri mættu á fundinn. Ari Teitsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Í hans stað var kosinn í stjórn Jóhannes Sveinbjörnsson, Heiðarbæ.  Stjórn skipa eftirfarandi aðilar: Gunnar Þórarinsson, formaður, Jóhannes Sveinbjörnsson, varaformaður, Guðrún Vaka Steingrímsdóttir, ritari, Jón Haraldsson, meðstjórnandi og  Valdimar Halldórsson, meðstjórnandi.

10. apríl sótti formaður fund hjá Markaðsráði. Þar voru til umræðu áframhaldandi markaðsverkefni.

12. apríl sótti framkvæmdastjóri og Þórhildur Þorsteinsdóttir fund hjá Félagi sauðfjárbænda á Vestfjörðum í Heydal í Mjóafirði.

16. apríl sótti framkvæmdastjóri fund þar sem Deloitte kynnti niðurstöðu skýrslu um áhrif EFTA dómsins varðandi innflutning á hráu kjöti.

Fleira ekki gert og fundi slitið 17:30

Fundargerð skrifaði Unnsteinn Snorri Snorrason

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar