Fundargerðir stjórnar LS

7. Stjórnarfundur 2018-2019

1. Endurskoðun búvörusamninga

Farið yfir stöðu mála varðandi endurskoðun búvörusamninga. Samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga er enn að störfum og bíður þess að skýrsla KPMG um afurðastöðvarnar verði tilbúin.

2. Málefni Búnaðarstofu

Undir þessum lið mætti Jón Baldur Lorange og fór yfir helstu verkefni Búnaðarstofu. 

Nýtt kerfi verður tekið í notkun í haust sem mun halda utanum öll gögn og greiðslur frá Búnaðarstofu.  Þetta kerfi mun t.d. halda utanum gæðahandbók með rafrænum hætti og mun einnig halda utanum skráningu á landnýtingu.

Til skoðunar er að breyta fyrirkomulagi stuðningsgreiðslna til að koma til móts við þá hnökra sem komu upp við uppgjörið í febrúar 2018. 

Huga þarf að því hvenær endanlegt ullaruppgjör er gert.  Ekki hægt í febrúar þar sem flokkun á ull liggur ekki fyrir.

3. RML

Á fundinn undir þessum lið komu frá RML Karvel Karvelsson og Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir.

Þátttaka í lambadómum hefur minnkað ár frá ári frá stofnun RML. Afkoman hefur ekki verið viðunandi síðustu ár.  Kynntar voru breytingar á gjaldskrá við lambaskoðun. 

Mikilvægt er að horft til framtíðar varðandi skipulag ræktunarstarfsins.  Þar eru lambadómar mikilvægur hluti.

Stjórn tekur ekki afstöðu til málsins að svo stöddu og vísar málinu til Fagráðs í sauðfjárrækt.

4. GAP

Til stendur að gera breytingar á því hvernig er unnið með GAP staðalinn sem Whole foods gerir kröfu um að framleiðendur sem þeir versla við vinni eftir.  Verið er að meta hvaða áhrif þetta gæti haft og hvernig unnið yrði með staðalinn hér á landi.  Þetta mun ekki hafa áhrif á viðskipti á komandi hausti heldur taka gildi við upphaf næsta árs.

5. Rekstur samtakana og helstu verkefni framkvæmdastjóra

Rekstrarkostnaður samtakana var nokkuð hærri fyrstu 4 mánuði ársins en áætlanir gerður ráð fyrir.  Starfsemi síðustu misserin hefur einkum snúið að eftirfylgni með málum frá aðalfundi og vinnu í tengslum við endurskoðun búvörusamninga.

6. Markaðsmál

Svavar Halldórsson kom inn í á fund og fór yfir helstu verkefni Icelandic Lamb.  Góð viðbrögð eru við niðurstöðum könnunarinnar Hvað borða íslenskir ferðamenn?  Vel gengur í markaðssetningu í Japan. Önnur verkefni svo sem í Þýskalandi, Kanada og Bandaríkjunum eru komin skemmra á veg.

7. Fréttir af öðrum fundum frá stjórnarfundi 20. apríl.

22. apríl var haldinn símafundur með fulltrúum sem störfuðu í endurskoðunarnefnd Aðalfundar LS til að ræða nánar útfærslu á tillögu 01.01.

23. apríl var haldinn fundur þar sem kynnt var staða á úttekt KPMG á afurðarstöðvunum.

23. apríl var haldinn símafundur stjórnar.

24. apríl fóru formaður og framkvæmdastjóri á fund Samráðhóps um endurskoðun búvörusamninga.

27. apríl sat framkvæmdastjóri Fagráðsfund sem áheyrnarfulltrúi.

3. maí var haldinn símafundur stjórnar.

8. maí fór framkvæmdastjóri á fund Samráðhóps um endurskoðun búvörusamninga.

23. maí sat framkvæmdastjóri ásamt framkvæmdastjóra Bændasamtakana fund þar sem talsmenn Whole foods fóru yfir þær breytingar sem framundan eru á GAP staðlinum.

24. maí sótti framkvæmdastjóri vinnufund Umhverfisráðuneytisins um loftslagsmál.

25. maí var haldinn símafundur stjórnar.

Fleira ekki gert og fundi slitið klukkan 17.00

Fundargerð ritaði Unnsteinn Snorri Snorrason

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar