Print

Fundargerð aðalfundar 2009

Fundargerð aðalfundar LS þann 2.-3. apríl 2009.  Fundurinn var haldinn á Hótel Sögu.

Hér er líka hægt að nálgast Word skjal með fundargerðinni.
doc fundargerdadalfundurls2009 17/04/2009,10:38 304.50 Kb

 

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda

Bændahöllinni við Hagatorg

                                                           2. - 3. apríl 2009

Aðalfundurinn var settur í fundarsalnum Stanford á 2. hæð Hótels Sögu, kl. 13:00 þann 2. apríl.  Fulltrúar höfðu áður komið saman til hádegisverðar í Skrúð á Hótel Sögu.

Fimmtudagur 2. apríl

1. Fundarsetning og kosning embættismanna fundarins

Jóhannes Sigfússon, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, minntist í upphafi fundar Arnórs Karlssonar fyrrverandi formanns L.S. sem lést 25. febrúar 73 ára að aldri. Fundargestir risu úr sætum í virðingu við hinn látna.

Jóhannes bauð landbúnaðarráðherra, aðalfundarfulltrúa og gesti velkomna.

Jóhannes fór yfir ástand í málum  sauðfjárbænda sem hefur versnað til muna frá síðasta aðalfundi.Verðmunur væri lítill á milli sláturhúsa, aðallega sýndarmennska, hvar væri samkeppnin. Ódýrast að væri flytja fé sem stystu leið í sláturhús. Dökkur dagur hefði verið þegar stjórnvöld skýrðu frá því að ekki yrði staðið við verðtryggingu í gildandi sauðfjársamningi, tap sauðfjárbænda væri þar metið 300 milljónir á samningstímanum. Stjórn LS ákvað í samvinnu við stjórnir annarra búgreinafélaga að óska eftir viðræðum við landbúnaðarráðherra um þessi mál. Fundur var í gær með núverandi landbúnaðarráðherra og kom þar fram að fullra verðbóta sé ekki að vænta fyrr en árið 2011.  Matvælafrumvarpið hefur lagast mikið, enn er þó opið fyrir innflutning á hráu kjöti. Mikil umræða hefur verið um ESB. Innganga í sambandið yrði náðarhöggið fyrir íslenskan landbúnað að áliti Jóhannesar. Afurðir sauðfjár voru með þeim bestu s.l. haust, birgðastaða viðunandi, ullarverð hefur hækkað og útflutningsverð hækkaði einnig. Bændum þarf að skapa viðunandi starfsvettvang og leggjast þarf á eitt um að koma landbúnaðinum upp úr þeim öldudal sem hann er nú í. Jóhannes gat þess að hann léti nú af formennsku í L.S. Hann lagði síðan fram tillögu að fundarstjórar yrðu Aðalsteinn Jónsson og Sigríður Jónsdóttir og það var samþykkt samhljóða. Sagði hann svo aðalfund LS 2009 settan.

Setningarræða Jóhannesar er birt í heild sinni á vef LS - saudfe.is

Aðalsteinn Jónsson tók nú við fundarstjórn, gat hann þess að eitt nýmæli  væri þ.e. að senda beint út á vef LS frá fundinum og spurði hvort einhverjar athugasemdir væru við það, en svo var ekki.

Fundarstjóri lagði fram tillögu að  fundarritarar yrðu Oddný Steina Valsdóttir og Lárus H. Sigurðsson einnig að tölvuritari yrði Torfi Bergsson og væri hann þegar tekinn til starfa. Var það samþykkt samhljóða. Þá lagði fundarstjóri til að fulltrúar í kjörbréfanefnd yrðu Böðvar Sigvaldi Böðvarsson formaður, Kjartan Lárusson og Ragnar Þorsteinsson og var það samþykkt. Jafnframt gerði fundarstjóri tillögu um að uppstillinganefnd skipuðu þau Þorvaldur H. Þórðarson formaður, Halldóra Björnsdóttir, Lárus H. Sigurðsson og Oddný Steina Valsdóttir.  Það var einnig samþykkt án athugasemda.

2. Ávörp gesta.

•a)      Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Ráðherra fór yfir stöðu matvælafrumvarpsins og taldi að best væri að taka sér góðan umþóttunartíma í að skoða hvað best væri þar að gera.

Rakti hann þróun í greininni frá því hann kom fyrst að þessum málum fyrir 20 árum, fækkun sauðfjárbænda væri töluverð, 1989 voru greiðslumarkshafar í sauðfjárrækt 2200 en væru nú um 1450, ánægjulegir hlutir líka að gerast, nýbúið að taka í notkun nýtt fjárhús á Fjalli á Skeiðum. Þá kom hann inn á hækkanir á aðföngum til landbúnaðarins og vaxtahækkanir. Ýmsir sjóðir þ.á.m. Lánasjóður landbúnaðarins þurrkuðust út við einkavæðingu bankanna og væri því ekki hægt að grípa til þeirra núna. Áburðarverðshækkanir nú væru erfiðar bændum, frumvarp um að beita megi Bjargráðasjóði til að greiða niður áburðarverð bíður afgreiðslu á alþingi. 

Byggðastofnun er í raun óstarfhæf, eigið fé undir mörkum, en nefnd að störfum sem komi eig með tillögur um að endurfjármögnun hennar. Mikilvægt að hún geti tekið þátt í því að styðja einstaklinga og atvinnurekstur í gegnum þessar þrengingar.

Mikilvægt að verðbólgan náist niður, vextir verða að lækka. Viðræður eru milli ráðuneytis og BÍ um sauðfjársamninginn, nauðungargjörningur var að afnema verðtrygginguna, engar forsendur til að verðbótum verði skilað á þessu ári eða því næsta, vonandi verði skerðingin minni á næsta ári vegna hjaðnandi verðbólgu. Óviðunandi fyrir bændur að búa við þá stöðu að ekki sé staðið við gerða samninga. Kjarasamningar verða lausir í sumar og haust og aðstæður ekki góðar í landinu. Þjóðarsáttin  á sínum tíma tókst vel. Bændur spiluðu þar stórt hlutverk og lögðu sitt af mörkum. Telur ráðherra að bændur eigi að bjóða fram krafta sína í uppbyggingu þjóðarbúskaparins. Lokaorð ráðherra voru að hann væri viss að landbúnaðurinn og matvælaframleiðslan yrði ásamt sjávarútveginum mikilvægasta stóriðja Íslands í framtíðinni.

b) Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtaka Íslands.

 Haraldur sagði ekki einfalt að koma upp á eftir þeim Gunnarsstaðabræðrum. Þakkaði hann stjórn og framkvæmdastjóra LS fyrir gott samstarf. Fór hann yfir stöðu BÍ vegna úrskurðar Samkeppniseftirlitsins. Ákveðið hefði verið að áfrýja úrskurðinum. Breytingar á BÍ gætu orðið ef úrskurður fer á versta veg. Matvælafrumvarpinu var breytt að kröfu BÍ og skilað hefur verið nýjum tillögum að breytingum. Brotið var á bændum með afnámi verðtryggingar í samningum, viðræður eru við landbúnaðarráðuneyti en lítil viðbrögð komu á fyrsta fundi og annar fundur ekki boðaður fyrr en 15.apríl. Hraða þyrfti þessari vinnu. Haraldur spurði hvert viljum við stefna? Það er verðugt verkefni fulltrúa á þessum fundi að hugleiða og huga þarf að matvælaöryggi heimsins. Að lokum óskaði Haraldur aðalfundinum heilla í sínu starfi.

c) Daði Már Kristófersson hagfræðingur.

Daði fjallaði um þjóðhagslegan kostnað af núverandi landbúnaðarkerfi á Íslandi út frá erindi um sama efni sem flutt var á Fræðaþinginu landbúnaðarins fyrr á þessu ári.. Velti hann upp ýmsum hliðum á því hvort stuðningur við landbúnað borgi sig og þá hver niðurstaðan væri fyrir þjóðina í heild.

3. Fyrirspurnir og umræður um erindi.

Atli Gíslason alþingismaður fór yfir stöðu matvælafrumvarpsins. Setja þarf betri girðingar gagnvart innflutningi á hráu kjöti, önnur staða er orðin í Evrópu gagnvart landbúnaði. Vernda verður störfin í landbúnaði. Matvælalöggjöfin verður innleidd hérlendis en ekki á þessu þingi.

Sindri Sigurgeirsson þakkaði Daða Má erindi hans. Raunverulegur ábati er að því að styðja landbúnað á Íslandi. Ákveðið þor aðdraga þetta fram í dagsljósið og æskilegt að BÍ láti gera frekari rannsókn á hver ábatinn er. Sindri spurði ráðherra hvað hann eigi við þegar hann biður bændur að taka þátt í þjóðarsátt, er ekki vettvangur að leita til smásölunnar sem taka til sín 40% af verði landbúnaðarvara.

Atli Gíslason formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis svaraði fyrir ráðherra. Þjóðarsátt er félagsleg. Allir taki þátt eftir efnum og aðstæðum.

Gunnar Þórisson spurði hverjir gera svona samningsmistök að ætla að leyfa óheftan innflutning.

Atli Gíslason sagði að ábyrgðin hvíli á fyrri ríkisstjórn.

4. Skýrsla stjórnar LS

Jóhannes Sigfússon, formaður LS kynnti skýrslu stjórnar.

Skýrslan lá prentuð fyrir fundinum og er auk þess birt á vef LS - saudfe.is

4.1. Skýrsla fulltrúa LS í stjórn Ístex

Sigurður Eyþórsson,  varaformaður stjórnar Ístex kynnti skýrsluna.

Skýrslan lá prentuð fyrir fundinum og er auk þess birt á vef LS - saudfe.is

4.2. Skýrsla framkvæmdastjóra Markaðsráðs

Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts kynnti skýrslu sína.

Skýrslan lá prentuð fyrir fundinum og er auk þess birt á vef LS - saudfe.is

4.3. Reikningar LS

Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri LS, kynnti reikninga samtakanna.

Reikningarnir lágu fyrir fundinum áritaðir og endurskoðaðir. Rekstrarniðurstaðan var 4.9 milljóna afgangur. Tekjur voru 10.3 millj. En gjöld 7.2 millj. fyrir fjármagnsgjöld og tekjur. Eigið fé er alls tæpar 27.5 milljónir.

5. Skýrsla kjörbréfanefndar og kynning fulltrúa

Böðvar Sigvaldi Böðvarsson, formaður kjörbréfanefndar fór yfir álit nefndarinnar. Hann greindi frá því að nefndin hefði yfirfarið kjörbréfin og gerði ekki athugasemdir við þau. Gunnar Þórisson starfaði í kjörbréfanefnd í forföllum Kjartans Lárussonar. Böðvar las upp nöfn réttkjörinna fulltrúa á þinginu og bað viðkomandi um að standa upp um leið og nafn þeirra væri lesið. Listi yfir fulltrúa er hér að neðan

Dsb. í Bsb. Austur-Skaftafellssýslu

Sigurbjörn Karlsson

Smyrlabjörgum

Dsb. í Bsb. Austur-Skaftafellssýslu

Ármann Guðmundsson

Svínafelli

Fsb. á Snæfellsnesi

Þóra Sif Kópsdóttir

Ystu -Görðum

Fsb. á Snæfellsnesi

Albert Guðmundsson

Heggstöðum

Fsb. á Snæfellsnesi

Gísli Þórðarson

Mýrdal

Fsb. í Skagafirði

Halldóra Björnsdóttir

Ketu

Fsb. í Skagafirði

Atli Már Traustason

Syðri-Hofdölum

Fsb. í Skagafirði

Bjarni Bragason

Halldórsstöðum

Fsb. í Árnessýslu

Sigríður Jónsdóttir

Arnarholti

Fsb. í Árnessýslu

Gunnar Þórisson (Sat í forföllum Kjartans)

Fellsenda

Fsb. í Árnessýslu

Kjartan Lárusson (Sat hluta fimmtudags)

Feney

Fsb. á Suðurfjörðum

Lárus H. Sigurðsson

Gilsá

Fsb. á Héraði og Fjörðum

Aðalsteinn Jónsson

Klausturseli

Fsb. á Héraði og Fjörðum

Helgi Haukur Hauksson

Straumi

Fsb. á Héraði og Fjörðum

Baldur Grétarsson

Kirkjubæ

Fsb. í Vestur-Skaftafellsýslu

Fanney Ólöf Lárusdóttir

Kirkjubæjarklaustri

Fsb. í Vestur-Skaftafellsýslu

Ólafur Þorsteinn Gunnarsson

Giljum

Fsb. í Strandasýslu

Guðbrandur Björnsson

Smáhömrum

Fsb. í Strandasýslu

Jóhann Ragnarsson

Laxárdal

Fsb. í Strandasýslu

Sigurður Jónsson

Stóra-Fjarðarhorni

Dsb. í Bsb. Vestfjarða

Jóhann Pétur Ágústsson

Brjánslæk

Dsb. í Bsb. Vestfjarða

Þorvaldur H. Þórðarson

Stað

Fsb. í Rangárvallasýslu

Erlendur Ingvarsson

Skarði

Fsb. í Rangárvallasýslu

Ágúst Rúnarsson

Fíflholti

Fsb. í Rangárvallasýslu

Oddný Steina Valsdóttir

Butru

Fsb. í Eyjafirði

Sigríður Bjarnadóttir

Hólsgerði

Fsb. í Eyjafirði

Brynjar Skúlason

Hólsgerði

Fsb. í Vestur-Húnavatnssýslu

Böðvar Sigvaldi Böðvarsson

Mýrum II

Fsb. í Vestur-Húnavatnssýslu

Gunnar Þórarinsson

Þóroddsstöðum

Fsb. í Austur-Húnavatnssýslu

Jakob Sigurjónsson

Hóli

Fsb. í Austur-Húnavatnssýslu

Gísli Geirsson

Mosfelli

Fsb. í Austur-Húnavatnssýslu

Jón Kristófer Sigmarsson

Hæli

Dsb. í Bsb. Norður-Þingeyjarsýslu

Einar Ófeigur Björnsson

Lóni

Dsb. í Bsb. Norður-Þingeyjarsýslu

Jóhannes Sigfússon

Gunnarsstöðum

Fsb. í Suður-Þingeyjarsýslu

Arnór Erlingsson

Þverá II

Fsb. í Suður-Þingeyjarsýslu

Ragnar Þorsteinsson

Sýrnesi

Fsb. í Suður-Þingeyjarsýslu

Ketill Tryggvason

Hallgilsstöðum

Dsb. í Bsb. Austurlands

Bragi Vagnsson

Burstafelli

Dsb. í Bsb. Kjalarnesþings

María Dóra Þórarinsdóttir

Morastöðum

Fsb. í Borgarfirði

Einar Guðmann Örnólfsson

Sigmundarstöðum

Fsb. í Borgarfirði

Baldvin Björnsson

Skorholti

Fsb í Borgarfirði

Þórhildur Þorsteinsdóttir

Brekku

Fsb. í Dalasýslu

Kjartan Jónsson

Dunki

Fsb. í Dalasýslu

Anna Berglind Halldórsdóttir

Magnússkógum

Fsb. í Dalasýslu

Ásmundur Daðason

Lambeyrum

Kjörbréfanefnd taldi þessa fulltrúa alla vera réttkjörna á aðalfund.

Fundi frestað vegna kaffihlés kl. 15:30

Fundur settur aftur kl. 16:00

6. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga

Sigurður Jónsson óskaði eftir  að fá útprentun af glærum sem Daði Már sýndi. Hann minntist á snyrtingu kjötsskrokka þ.e. afskurð sem orðinn væri söluvara en bændur fengju ekkert fyrir, ítrekaði að nauðsyn bæri til að gera verðlagsgrundvöll sauðfjárafurða. Sagði hann að Bsb. Húnaþings og Stranda hefðu engan áhuga á að aðstoða bændur við dkBúbót og framtöl, skoða þurfi hvort LS gæti séð um aðstoð við framtal gegnt því að fá gögn inn í grunninn. Þá ræddi hann um skilarétt verslana á kjöti.

Daði Már fór yfir væntanlegan verðlagsgrunn sauðfjárafurða sem tengist dkBúbót, gögn eru dulkóðuð áður en þau eru send inn. Þarna er hægt að safna mánaðarlega samtölum um kostnað og magn allra lykla í dkBúbót. Hægt er að nota grunninn til að meta þróun rekstursskilyrða, að lágmarki þarf 20 bú sem færa vel og senda tvisvar á ári.

Erlendur Ingvarsson spurði hvers vegna hlutur sauðfjárbænda hafi verið svo lítill sem raun var á landbúnaðarsýningunni á Hellu s.l. sumar.

Helgi Haukur Hauksson þakkaði erindi sem flutt hefðu verið, fagnaði söluaukningu á kindakjöti, hvetur Markaðsráð til að halda áfram góðu markaðsstarfi.

Sigríður Jónsdóttir ræddi um afgreiðslu tillögu frá síðasta aðalfundi um Matvælastofnun, Hún taldi að Matvælastofnun væri til óþurftar og vinni gegn landbúnaðinum.

Lárus Sigurðsson tók undir orð Sigríðar um Matvælastofnun, þakkaði hann góð erindi fyrr í dag, hvatti hann til að staðið verði á móti þeirri hugmynd að skylda til að setja merki í bæði eyru sauðfjár. Áburðarverðshækkun stafar af efnahagsástandinu,  ekkert aðhald frá LS eða BÍ um áburðarhækkanir, áburði væri skipað upp á fáum stöðum og ekið fram og til baka. Gæti verið að verðhækkun stafi m.a. af þessu. Lánasjóðurinn var lagður niður og lofað var að  vel yrði að gætt að hagsmunum bænda. Matvælafrumvarpið rústar dýralæknaþjónustu í dreifðari byggðum. Miklar hækkanir hafa orðið á áburði, olíu, dýralyfjum og fjármagnskostnaði á sama tíma og hóflegar hækkanir hafa orðið á afurðaverði. Stjórnvöldum væri sléttsama um íslenskan landbúnað nema í hátíðarræðum.

Jón Kristófersson Sigmarsson taldi vera spurning hvort bændur tapi eða græði á að banna verslunum að skila kjöti. Kjötsala gæti orðið minni. Sagði hann að ekkert yrði af áburðarverksmiðju hér á landi.

Ágúst Rúnarsson ræddi um tillögur frá síðasta aðalfundi um meðferð lambakjöts við slátrun.

Gunnar Þórisson ræddi um reikninga LS. Þá taldi hann gott að menn vissu hvort sauðfjárveikivarnargirðingum verði viðhaldið eða þær lagðar niður.

Ásmundur Daðason ræddi um áburðarmál, margir bændur væru að selja áburð, velti upp hvort ekki væri raunhæft að stofna samvinnufélag til að flytja inn áburð.

Sigríður Jónsdóttir ræddi um bankahrunið, viðskiptamál, markaðshyggju og margt fleira sem betur mætti fara á landinu gagnvart landbúnaðinum.

Erlendur Ingvarsson saknar ekki Lánasjóðs landbúnaðarins.

Þóra Sif Kópsdóttir spurði framkvæmdastjóra LS varðandi fánaröndina sem einkenni íslenskrar búvöru. Þá sagði hún frá hvernig Norðmenn markaðssetji sig erlendis og kynnti einnig bók sem gefin hefði verið út í Danmörku um sauðfé.

Sigurður Jónsson taldi alltof fáa tjá sig á fundinum og hvatti fleiri til að láta heyra í sér. Taldi hann að minnkandi kjötsala í byrjun árs skýrðist af mikilli sölu í haust. Misráðið var að gefa áburðarverksmiðjuna á sínum tíma. Bændur standa illa gagnvart lánadrottnum vegna þess að lánasjóðurinn er ekki til.

Einar Örnólfsson þakkaði það sem vel er gert, þakkaði stjórn og sérstaklega framkvæmdastjóra LS vel unnin störf. Hann fór með vísu um annan fundarstjórann í lokin.

Sigga litla er ferlega frökk

Feikna mikið talar

Áfram Ísland kallar klökk

Ég kætist er hún galar

Ragnar Þorsteinsson tók undir þakkir til stjórnar og framkvæmdastjóra LS. Telur ekki eftirsjá að Lánasjóði landbúnaðarins. Afurðaverðshækkanir voru litlar og skilaverð til bænda lágt. Tekur ekki undir tillögu Dalamanna um að stofna félag til að panta áburð o.fl. Fákeppni sé á smásölumarkaði, sláturleyfishafar lítið sammála.

Bragi Vagnsson þakkaði stjórn og framkvæmdastjóra vel unnin störf. Ræddi áburðarverð og kostnað við hugsanlega uppbyggingu áburðarverksmiðju, telur að semja þurfi um rafmagnsverð til að framleiða áburð eins og stóriðja gerir. Þá telur hann að ítreka þurfi að við höfum ekkert að gera inn í ESB.

Þórhildur Þorsteinsdóttir kynnti „Smalann" en það er fréttabréf félags sauðfjárbænda í Borgarfjarðarhéraði sem var dreift á fundinum. Hún ræddi auk þess um rannsóknir, leiðbeiningar og aukna kornrækt.

Arnór Erlingsson ræddi um áburðarverð, taldi að áburður gæti lækkað meira en sú lækkun sem varð frá fyrstu verðskrám áburðarsala.

Sindri Sigurgeirsson þakkaði góða ræðu Sigríðar Jónsdóttur og hvatti hana til að senda skrifuðu ræðuna sína í blöð. Þá nefndi hann einnig atriði úr ræðu Sigurðar Jónssonar um að hugsa til framtíðar. Sagði hann frá því að Norðlenska hefði í vetur unnið innflutt svínakjöt sem íslenskt og sent í verslun. Telur hann stofnun samvinnufélags um innflutning á áburði vel koma til skoðunar. Hann taldi að LS hefði ekki staðið sig á landbúnaðarsýningunni á Hellu s.l. sumar.

Böðvar Sigvaldi Böðvarsson lýst vel á hugmynd Dalamanna um stofnun félagsskapar til innflutnings áburðar, en er ósáttur við skilaboð sauðfjárbænda s.l.haust til sláturleyfishafa, þar átti hann við að slátrun jókst á Blönduósi þrátt fyrir lægsta verðið. Hann hvatti bændur til að láta ekki plata sig aftur, standa saman og knýja sláturleyfishafa til að birta þau verð sem þeir ætla að greiða.

Gunnar Þórarinsson þakkaði framsöguerindi og varaði við of miklum sparnaði í áburðarkaupum. Það þarf að vanda sig við fjárræktina og auka afurðasemina. Hann spurði út í fundargerðir fagráðs í sauðfjárrækt þ.e. hvort þær væru birtar einhversstaðar.

Jóhannes Sigfússon fór með vísu.

            Eins og geta allir séð

            einkum þó í leyni

            er hjónasvipur saman með

            Siggu og Aðalsteini.   


Sagði Jóhannes að s.l. haust hefði í fyrsta sinn nánast verið hægt að selja allt af lambinu sem hingað til hefur verið úrgangur. Fór hann yfir ástæður þess að LS var ekki þáttakandi í landbúnaðarsýningu á Hellu, benti þó á að allir sláturleyfishafar voru ekki heldur á sýningunni. Varðandi kjötbirgðir þá eru 6-700 tonn að fara út núna þessa dagana, háar sölutölur fyrir jólin eru m.a. sölur á milli sláturleyfishafa.  Hann var sammála því að algert rugl væri í gangi á áburðarmarkaði og hefði viljað sjá félag sem leitaði tilboða í 50 þúsund tonn af áburði. Þá kom hann inn á könnum hjá Matís varðandi kælingu og blæðingu og átök sláturleyfishafa um þetta. Hann taldi að það vanti vilja sláturleyfishafa til að standa sig varðandi rekjanleika afurða.

7. Málum vísað til nefnda

Fyrir fundinum lá tillaga stjórnar LS að skiptingu fulltrúa í nefndir ásamt tillögu að því hvaða mál skyldu ganga til hverrar nefndar samkv. númerum sem tillögurnar hafa í gögnum sem lágu fyrir fundinum.

•1.      Markaðs og kjaranefnd

            Lárus H. Sigurðsson, formaður

            Einar Ófeigur Björnsson

            Ármann Guðmundsson

            Jón Kristófer Sigmarsson

            Ragnar Þorsteinsson

            Erlendur Ingvarsson

            Baldur Grétarsson

            Oddný Steina Valsdóttir

            Þórhildur Þorsteinsdóttir

            Atli Már Traustason

 Markaðs- og kjaranefnd fékk 18 mál til afgreiðslu.

•2.      Allsherjarnefnd

            Fanney Ólöf Lárusdóttir, formaður

            Albert Guðmundsson

            Ásmundur Daðason

            Jóhann Pétur Ágústsson

            Kjartan Lárusson

            Helgi Haukur Hauksson

            Jóhann Ragnarsson

            Jakob Sigurjónsson

            Ágúst Rúnarsson

            Sigurbjörn Karlsson

Allsherjarnefnd fékk 15 mál til afgreiðslu.

•3.       Fagnefnd

            Halldóra Björnsdóttir, formaður

            Aðalsteinn Jónsson

            Baldvin Björnsson

            Gísli Geirsson

            Sigurður Jónsson

            Anna Berglind Magnúsdóttir

            Þóra Sif Kópsdóttir

            Ólafur Þ. Gunnarsson

            Sigríður Bjarnadóttir

            Böðvar Sigvaldi Böðvarsson

Fagnefnd fékk 11 mál til afgreiðslu.

•4.      Umhverfisnefnd

            Guðbrandur Björnsson, formaður

            Sigríður Jónsdóttir

            Einar G. Örnólfsson

            Gísli Þórðarson

            Þorvaldur H. Þórðarson

            Kjartan Jónsson

            Bjarni Bragason

            Brynjar Skúlason

            Arnór Erlingsson

            Bragi Vagnsson

Umhverfisnefnd fékk 5 mál til afgreiðslu.

•5.      Fjárhagsnefnd

            Gunnar Þórarinsson, formaður

            María Dóra Þórarinsdóttir

            Ketill Tryggvason

Fundi var nú frestað kl. 18.12  til kl. 11.00 á föstudag. Nefndarstörf voru á dagskrá að loknum kvöldverði og aftur í fyrramálið kl. 9.00.

Föstudagur 3.apríl

Fundur hófst kl 11.00 á föstudegi

8. Afgreiðsla mála

Mál frá markaðs- og kjaranefnd

1.1 Erlendur Ingvarsson  kynnti tillögguna

Böðvar Sigvaldi Böðvarsson kom með breytingartillögu.

Kjartan Jónsson tók einnig til máls um tillöguna.

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda 2009 krefst þess að sláturleyfishafar birti fyrir lok hvers árs endanlegt verð á hverjum verðflokki kindakjöts sem notað var í uppgjöri til bænda.

Tillagan var samþykkt með áorðnum breytingum

1.2.  Framsögumaður: Oddný Steina Valsdóttir

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda 2009 skorar á sláturleyfishafa að gefa út verðskrár minnst 3 vikum áður en slátrun hefst.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

1.3  Framsögumaður: Ragnar Þorsteinsson

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda 2009 hvetur sláturleyfishafa að nýta útflutningsmöguleika sauðfjárafurða til fulls svo ná megi jafnvægi á birgðastöðu fyrir haustslátrun.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

1.4 Framsögumaður: Jón Kristófer Sigmarsson

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda 2009  hvetur  sláturleyfishafa til að veita  framleiðendum aðgengi að upplýsingum um hvað einstakir hlutar sauðfjárafurða, svo sem slátur og gæra, skila sláturleyfishöfum í tekjur. Einnig að sauðfjárbændur fái aðgang að upplýsingum um skilaverð af dilkakjötssölu innanlands og utan.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

1.5 Framsögumaður: Baldur Grétarsson

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda 2009 hvetur sauðfjárbændur sem færa bókhald í dk-Búbót  til að senda bókhaldsupplýsingar í "verðgrunninn" til að hægt verði að ljúka vinnu við hann sem fyrst og gefa út viðmiðunarverð í kjölfarið.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

1.6 Framsögumaður: Þórhildur Þorsteinsdóttir

Jóhannes Sigfússon kom með breytingartillögu sem var samþykkt.

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda 2009   beinir því til stjórnar L.S. að hún beiti sér fyrir endurskoðun á uppgjöri á ull, með það að markmiði að stytta greiðslufrestinn.

Tillagan var samþykkt með áorðnum breytingum

1.7 Framsögumaður: Einar Ófeigur Björnsson

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda 2009 mótmælir harðlega ákvörðun fyrri ríkisstjórnar að afnema verðtryggingu búvörusamninga og skorar á núverandi ríkisstjórn að leiðrétta þetta samningsbrot.

Tryggja verður festu í framkvæmd samninga sem ríkisvaldið gerir við samtök bænda.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

1.8 Framsögumaður: Atli Már Traustason

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda 2009 lýsir yfir mikilli óánægju með að sláturleyfishafar greiddu ekki  sauðfjárbændum viðmiðunarverð LS haustið 2008. Jafnfram lýsir fundurinn furðu sinni á því að ekki hafi verið greidd uppbót á útflutningsverð haustsins vegna hagstæðrar gengisþróunar.

Fundurinn hvetur stjórn L.S. að beita sér af fullri hörku við að ná leiðréttingu á verðlagi afurða sauðfjárbænda.

Tillagan var samþykkt samhljóða

Lárus H. Sigurðsson formaður Markaðs-  og kjaranefndar tók því næst til máls og gerði grein fyrir starfi nefndarinnar í heild.  Nefndin fékk til sín 18 mál.  Fjögur mál sem beint var til nefndarinnar hlutu ekki afgreiðslu en hin 14 voru sameinuð í þau 8 sem lögð voru fram til aðalfundarins.

Mál frá fagnefnd

3.1. Framsögumaður: Ólafur Þ. Gunnarsson.

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda 2009 skorar á sláturleyfishafa að tryggja sem best alla meðhöndlun við slátrun og kælingu dilkakjöts, svo neytendur geti ávallt treyst því að gæði íslenska lambakjötsins séu sem mest.

Greinargerð:

í reglugerð um „Slátrun og meðferð afurða" nr. 461/2003 er ekkert tekið á gæðamálum, þ.e. hitastig og geymslutíma kindakjöts í kjötsal, líkt og gert var í eldri reglugerð nr. 188/1988 13. grein í 1. kafla, heldur er einungis tekið á þáttum sem snúa að hollustu og matvælaöryggi. Þetta getur valdið því að í einhverjum tilfellum sé kjöt fryst áður en dauðastirðnun er yfirstaðin sem rýrir verulega gæði kjötsins.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

3.2. Framsögumaður: Böðvar Sigvaldi Böðvarsson.

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda 2009 skorar á stjórn L.S að beita sér fyrir því að fram fari rannsókn á lungnakregðu í sauðfé með það að markmiði að finna bóluefni gegn henni.

Greinargerð:

Ljóst er að lungnakregða í sauðfé er vaxandi vandamál og veldur bændum afurðatjóni. Hamlar hún vexti lamba sem bera veikina og þau verða viðkvæmari fyrir ýmsum kvillum og sýkingum sem leiðir oft til þess að þeim er hent í sláturhúsi.  Nauðsynlegt er að þetta verði rannsakað hið fyrsta með það að markmiði að finna bóluefni gegn þessum vágesti í íslensku sauðfé.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

3.3. Framsögumaður: Þóra Sif Kópsdóttir.

Til máls tóku:

            Bragi Vagnsson

            Sigríður Jónsdóttir

            Sigurður Jónsson

            Baldur Grétarsson

            Halldóra Björnsdóttir

            Lárus Sigurðsson

Breytingartillaga var samþykkt með 28 atkv.  2 voru á móti

Tillagan var samþykkt svohljóðandi með áorðnum breytingum

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda 2009 krefst þess að komið verði á virkum rekjanleika á dilkakjöti.

3.4 Framsögumaður: Aðalsteinn Jónsson.

Töluverðar umræður urðu um tillöguna, þeir sem til máls tóku voru,

Þórarinn Pétursson setur spurningamerki við þetta en skilur þó vel afstöðu Austfirðinga, í sumum landshlutum eru öll ásetningslömb bólusett ár eftir ár.

Sigríður Jónsdóttir mælir með tillögunni, nefnir að Biskupstungnamenn þurftu að skera niður vegna riðu, yfirvöld ákváðu að ekki þyrfti að bólusetja við garnaveiki. Bændur sóttu um til MAST að fá að bólusetja, því hefur ekki verið svarað.

Erlendur Ingvarsson styður tillöguna.

Jóhann Ragnarssonsagði að aldrei hafi komið upp garnaveiki í hans hólfi þó sé skipað að bólusetja.

Bragi Vagnsson sagðist búa á því svæði sem ætti að bólusetja allt fé og styður tillöguna, sótt var um að hætta bólusetningu á sínum tíma, það var samþykkt með því skilyrði að fylgst yrði með garnaveikisýnum úr fullorðnu fé í sláturhúsi.

Lárus Sigurðsson lýsir stuðningi við tillöguna, sagði greinilega misjafnt eftir svæðum hvort menn mættu bólusetja, á hans svæði mættu þeir bólusetja sem vilja, sýnir hvað ólíkt er hafst að vegna vinnubragða MAST.

Gunnar Þórisson setur spurningamerki hvort eitthvað sé að marka sýnatökuna  í sláturhúsunum og nefndi dæmi þar um.

Aðalsteinn Jónsson sagði veikina hafa uppgötvast vegna vökuls sauðfjárbónda sem lét skoða hjá sér hrút og í kjölfarið fannst veikin á tveimur bæjum.

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda 2009 beinir því til Matvælastofnunar og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis að gerð verði breyting á reglugerð um garnaveikibólusetningu.  Eðlilegt er að garnaveikibólusetningar fullorðins fjár í þeim varnarhólfum þar sem veikin kemur upp verði greiddar af þeim sem það boðar samkvæmt reglugerð en ekki af búfjáreigendum. Að öðru leyti tekur fundurinn undir ályktun Búnaðarþings 2009 um sjúkdómavarnir.

Greinargerð:

Í þeim tilvikum þar sem garnaveiki kemur upp í ósýktum varnarhólfum er allsendis óeðlilegt að velta öllum kostnaði yfir á búfjáreigendur enda oft á tíðum varnarhólf mjög stór og samgangur fjár lítill sem enginn. Þá er þess að gæta að með bólusetningu er líka verið að verja nærliggjandi varnarhólf og aðrar dýrategundir sem eru móttækilegar fyrir sjúkdómnum. Ef kostnaði er velt yfir á búfjáreigendur er ákveðin hætta á að fénaði verði skotið undan og hjarðónæmi verði ekki sem skyldi. Fyrir liggur að komi upp riðuveiki bætir ríkissjóður tjónið og raunar gildir um flesta alvarlega búfjársjúkdóma að opinberir aðilar koma þar að málum.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

Matarhlé var gert kl. 12.00 og hófst fundur aftur kl. 13.00

3.5. Framsögumaður: Gísli Geirsson.

Til máls tóku Jóhannes Sigfússon og lagði til orðalagsbreytingu.

Einar Ófeigur Björnsson spyr hvort eitthvert verðlagseftirlit sé með verði á dýralyfjum.

Gísli Geirsson kannaði þessi mál og taldi svo vera.

Gunnar Þórarinsson spurði hver færi með þetta eftirlit, Gísli upplýsti að það væri Lyfjagreiðslunefnd.
Böðvar Sigvaldi Böðvarsson vildi að greinargerðin yrði hluti af tillögunni.

Jóhannes Sigfússon sagði að álagning dýralyfja væri 30%, dýralyf  hefðu hækkað mikið og dýralæknar fengju meira í sinn vasa.

Oddný Steina Valsdóttir leggur til að LS nálgist verðskrá dýralyfja og birti á heimasíðu sinni.

Böðvar Sigvaldi Böðvarsson  sagði að almenn lyf hefðu lækkað en dýralyf ekki.

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda 2009 beinir til stjórnar LS að sjá til þess að hert verði verðlagseftirlit á dýralyfjum og þjónustu dýralækna.

 Lagt er til að útsöluverð dýralyfja og gjaldskrá dýralækna fyrir algengustu þjónustuliði verði birt bændum á aðgengilegan hátt og geti um leið veitt aðhald gegn óeðlilegum álögum ef þær eru til staðar.

Tillagan var samþykkt sem að ofan greinir með áorðnum breytingum

3.7. Framsögumaður: Anna Berglind Halldórsdóttir.

Til máls tóku um tillöguna:

Aðalsteinn  Jónsson talaði um mikilvægi málsins og mikilvægt að ganga úr skugga um hvort innheimta „prjónakallanna" sé nauðsinleg.

Bragi Vagnsson tekur undir með Aðalsteini.

Guðbrandur Björnsson tekur undir mikilvægi tillögunnar, taldi þó stærri áhrifamátt hvernig fóðrað væri, breyting á hans eigin búi í ár, minna að aðfengnu fóðri í ár og fósturdauði í gemlingum lítill nú.

Jóhannes Sigfússon styður breytingartillögu.

Einar Ófeigur Björnsson er persónulega viss um að þetta getur valdið skaða.

Þórarinn Pétursson telur að lagfæring á rafmagnmálum fjárhúsa borgi sig, viðvarandi lamblát hjá honum .

Sigríður Jónsdóttir leggur til að farið verði að rannsaka áhrif rafmengunar.

Breytingartillagan var samþykkt með meginþorra atkvæða gegn 3.


Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda 2009 beinir því til stjórnar LS að farið verði að rannsaka áhrif rafmengunar á vanhöld og vanheilsu búfjár.

Tillagan var samþykkt svohljóðandi með áorðnum breytingum

3.8. Framsögumaður: Sigurður Jónsson.

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda 2009 fagnar þeim jákvæðu áföngum sem náðst hafa í þróun skýrsluhaldskerfisins Fjarvis.is, en leggur jafnfram áherslu á að þróun kerfisins haldi áfram.

Greinargerð:

Meðal þess brýnasta er að hið fyrsta verði gert mögulegt að skrá fósturtalningu.  Einnig væri mikilvægt að gera alla skráningu fljótvirkari.  Gera þarf leitarmöguleika fjölbreyttari og hópamyndun auðveldari. 

Þá væri æskilegt að útbúa fyrir notendur Fjárvis.is skrár sem reikna út verðmæti afurða hjá hverri á og búinu í heild. 

Tillagan var samþykkt samhljóða.

3.9. Framsögumaður: Sigríður Bjarnadóttir.

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda 2009 krefst þess að sett verði  í lög eða reglugerð að innflutt matvæli verði merkt framleiðslulandi, frá hvaða landi þau eru flutt inn og hver innflytjandinn er, svo rekjanleiki þeirra sé tryggður líkt og krafa er gerð um með íslenska matvælaframleiðslu.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

3.10. Framsögumaður: Halldóra Björnsdóttir
Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda 2009 beinir því til stjórnar Landsamtaka sauðfjárbænda að samtökin láti vinna með skipulögðum hætti  heildarúttekt á möguleikum sauðfjárræktarinnar til að bæta reksturinn, með það að markmiði að auka hagkvæmni og samkeppnisstöðu.

Greinargerð:  

Við sauðfjárræktinni blasir stöðugt vaxandi samkeppni, til að greinin standist hana þarf að nýta öll úrræði. Með því að afla með skipulögðum hætti vitneskju um sérhvern rekstrarlið og leiða fram hagkvæmustu lausnir, má bæta stöðu sauðfjárræktarinnar.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

Halldóra gerði í framsögu sinni einnig grein fyrir tillögu 3.11. sem vísað var til fagnefndar og fjallaði um sýnatökur við lambalát.  Tillagan kom frá Borgfirðingum en var dregin til baka við umfjöllun í nefndinni og var því ekki afgreidd frá henni.

Mál frá allsherjarnefnd

2.1  Framsögumaður: Albert Guðmundsson

Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson tók til máls um orðalag tillögunnar.

Sigríður Jónsdóttir kom með breytingartillögu.

Baldur Grétarsson styður breytingartillöguna.


Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda 2009 lýsir ánægju með að stjórnvöld hafi loksins hafið uppbyggingu á háhraðanetsambandi á landsbyggðinni með samningi fjarskiptasjóðs við Símann. Fundurinn skorar á stjórnvöld að fylgja málinu eftir af festu til að tryggja að öllum íbúum á landsbyggðinni verði ávallt tryggður aðgangur að upplýsingasamfélaginu með sömu gæðum og kjörum eins og íbúum á stærstu þéttbýlisstöðunum.

Tillagan var samþykkt svohljóðandi með áorðnum breytingum

2.4 Framsögumaður: Sigurbjörn Karlsson
Aðalfundur  Landssamtaka sauðfjárbænda 2009 harmar  vinnubrögð ASÍ vegna fundarherferðar síðastliðið haust um inngöngu Íslands í ESB. Mikilvægara væri fyrir samtökin  að standa vörð um þau störf sem landbúnaðurinn skapar. 

Tillagan var samþykkt samhljóða.

2.6. Framsögumaður: Jóhann Ragnarsson

Kjartani Jónssyni fannst tillagan lin eins og hún kom frá nefndinni og lagði fram breytingartillögu.

Sigríður Jónsdóttir tók til máls.


Aðalfundur Landsamtaka sauðfjárbænda 2009   skorar á ríkisvaldið að falla frá þjóðlendukröfum, og skila því landi sem tekið hefur verið af landeigendum.

 Tillagan var samþykkt samhljóða með áorðnum breytingum

2.7 Framsögumaður: Jakob Sigurjónsson
Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda 2009 tekur undir með ályktun Búnaðarþings 2009 um að leggjast eindregið gegn því að Ísland gerist aðili að ESB og hafnar aðildarviðræðum við sambandið og skorar jafnfram á ríkisvaldið að gera slíkt hið sama.

Tillagan var samþykkt samhljóða.


2.8 Framsögumaður: Jóhann Pétur Ágústsson

Sigríður Jónsdóttir tók til máls um tillöguna og lagði til smá orðalagsbreytingu.

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda 2009 mótmælir harðlega þeirri miklu skerðingu sem varð á niðurgreiðslu á rafkyndingarkostnaði í dreifbýli um síðustu áramót. Ennfremur mótmælir fundurinn hækkun á dreifingarkostnaði rafmagns í dreifbýli.

Tillagan var samþykkt samhljóða með áorðnum breytingum

2.10 Framsögumaður: Ásmundur Daðason

Ragnar Þorsteinsson  tók til máls, flutti breytingartillögu.

Einar Ófeigur Björnsson tók til máls.

Ágúst Rúnarsson vill halda sig við upphaflegu tillöguna.

Ásmundur Daðason vill að farið sé í róttækar aðgerðir til að ná niður verði á aðföngum


Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda 2009 skorar á stjórn Bændasamtaka Íslands að skoða hagkvæmni heildarútboðs á áburði og rúlluplasti, með það að markmiði að tryggja bændum hagkvæmari  aðföng en nú eru í boði.

Tillagan var samþykkt samhljóða með áorðnum breytingum

2.12 Framsögumaður: Helgi Haukur Hauksson
Aðalfundur Landsamtaka sauðfjárbænda 2009 skorar á stjórnvöld að endurskoða jarðalög, m.a. með tilliti til þess setja inn ákvæði um ábúðarskyldu á lögbýlum.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

2.13 Framsögumaður: Gunnar Þórisson

Þórhildur Þorsteinsdóttir sagði tillöguna ágæta svo langt sem hún næði.

Helgi Haukur Hauksson sagði stjórnir sauðfjárbændafélaga misvirkar.

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda 2009 skorar á stjórn LS að leita leiða til að efla félagsvitund sauðfjárbænda. Það myndi styrkja hagsmunabaráttu þeirra.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

2.14 Framsögumaður: Ágúst Rúnarsson
Aðalfundur Landsamtaka sauðfjárbænda 2009 styður að skipuð verði nefnd til að endurskoða innheimtu búnaðargjalds. Þeirri nefnd yrði falið að skoða leiðir til að lækka búnaðargjald og komast hjá sveiflum í innheimtu milli ára, samhliða því að finna farveg til að fjármagna félagskerfi bænda með öðrum hætti og koma með tillögur um breytingar á félagskerfinu í tengslum við þær hugmyndir.

Tillagan var samþykkt með meginþorra atkvæða gegn 1atkv.

2.15. Framsögumaður: Fanney Ólöf Lárusdóttir
Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda 2009 minnir á mikilvægi sauðfjárræktar og annarrar innlendrar matvælaframleiðslu í landinu.

Fundurinn hvetur stjórnvöld til þess að gæta sérstaklega að rekstrarumhverfi landbúnaðarins á komandi mánuðum, til þess að tryggja fæðuöryggi landsmanna, standa vörð um innlend störf í greininni og spara gjaldeyri.

Það er forgangsmál að ná niður vöxtum og verðbólgu í landinu.  Eiginfjárstaða bænda, afurðastöðva og annars atvinnulífs í landinu hefur rýrnað stórlega undanfarna mánuði.  Ólíklegt er að bændur og afurðastöðvar sem þurfa að fjármagna birgðir og framleiðslu langt fram í tímann, hafi svigrúm til þess áfram, nema að vaxtakjör batni verulega innan fárra vikna.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

Formaður nefndarinnar gerði grein fyrir þeim málum sem ekki voru afgreidd frá nefndinni, 15 mál komu fyrir nefndina en 3 mál voru ekki afgreidd.

Brynjar Skúlason endurflutti tillögu sem ekki var afgreidd úr allsherjarnefnd.

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda   2009 leggur til að ferðakostnaður aðildarfélaganna  vegna formanna og aðalfunda L.S. verði greiddur af L.S. til þess að jafna þann kostnað sem félögin verða fyrir, að öðrum kosti verði  aðalfundur samtakanna haldinn í landsfjórðungunum til skiptis eins og áður var, það sama má gera með árshátíðina og færa hana þannig nær grasrótinni.

Til máls tóku ýmsir og sitt sýndist hverjum, þeir sem tóku til máls voru:

Sigríður Jónsdóttir 

Böðvar Sigvaldi Böðvarsson

Þorvaldur H.  Þórðarson

Erlendur Ingvarsson

Ásmundur Daðason

Sigríður Bjarnadóttir

Gunnar Þórisson

Jóhann Pétur Ágústsson

Jóhann Ragnarsson

Þóra Sif Kópsdóttir

Sigurður Jónsson

Guðbrandur Björnsson flutti dagskrártillögu um að vísa tillögu Brynjars til stjórnar.

Dagskrártillagan var samþykkt með16 atkvæðum gegn 14

Kaffihlé kl 15.00

Fundi framhaldið kl. 15.30

Mál frá umhverfisnefnd

4.1. Framsögumaður: Guðbrandur Björnsson.

Þóra Sif Kópsdóttir tók til máls um tillöguna og vildi bæta við tillöguna.

Einar G. Örnólfsson tók til máls og sagði að til væri lög um hvernig girðingar ættu að vera til að vera fjárheldar.

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda 2009 ítrekar við Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að vinnu við endurskipulagningu varnarhólfa verði lokið sem fyrst, í samráði við hagsmunaaðila, þ.e. bændur, landeigendur og sveitarstjórnir.
Fundurinn leggur einnig áherslu á að sauðfjárveikivörnum verði almennilega sinnt samkvæmt núverandi kerfi, þann tíma sem tekur að koma á framtíðarskipan varnarhólfa
.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

4.2. Framsögumaður: Guðbrandur Björnsson.

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda 2009 telur mikilvægt að fram fari almenn umræða um ræktun erfðabreyttra afurða og áhrif hennar á ímynd og hreinleika íslenskra landbúnaðarafurða.


Tillagan var samþykkt samhljóða.

4.3 Framsögumaður: Einar G. Örnólfsson.  

Erlendur Ingvarsson vildi fá nánari útskýringu á tillögunni.

Aðalsteinn Jónsson útskýrði að bændur sæju fram á að hækkanir á áburði myndu auka kostnað bænda sem eru í landbótaþætti gæðastýringarinnar.

Bragi Vagnsson skýrði betur landbótaáætlanir.


Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda 2009 beinir því til hlutaðeigandi aðila að þeim bændum sem eru í landbótaþætti gæðastýringar sauðfjár verði gefið svigrúm til aðlögunar á þessu ári vegna efnahagsástandsins. Það er krafa fundarins að þeim bændum sem þess óska verði veitt undanþága frá landbótaáætlunum sumarið 2009.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

4.4. Framsögumaður: Einar G. Örnólfsson.

Ágúst Rúnarsson lagði til orðalagsbreytingu á tillögunni.

Sigurður Jónsson lagði til breytingartillögu.

Lárus Sigurðsson sagðist oft áður hafa tekið til máls um þessi efni.


Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda 2009 skorar á stjórnvöld að marka heildarstefnu varðandi refaveiðar og að fjárhagsstuðningur við sveitarfélög vegna þeirra verði aukinn.

Tillagan  var samþykkt samhljóða.

Mál frá fjárhagsnefnd

5.1 Framsögumaður: Gunnar Þórarinsson                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                          Aðalfundur LS 2009 samþykkir reikninga samtakanna fyrir árið 2008 eins og þeir liggja fyrir fundinum.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

5.2 Framsögumaður: Gunnar Þórarinsson

Aðalfundur LS 2009 samþykkir eftirfarandi fjárhagsáætlun fyrir samtökin vegna ársins 2009.

Fjárhagsáætlun 2009

Áætlun

Raun

Áætlun

2008

2008

2009

Tekjur

Búnaðargjald

      7.700.000 kr.

      8.756.337 kr.

      8.150.000 kr.

Framleiðsluráðssjóður

      3.000.000 kr.

      1.589.716 kr.

      2.200.000 kr.

Vaxtatekjur

      1.000.000 kr.

      1.763.748 kr.

      2.000.000 kr.

Aðrar tekjur

      4.500.000 kr.

      6.616.256 kr.

      6.900.000 kr.

    16.200.000 kr.

    18.726.057 kr.

    19.250.000 kr.

Gjöld

Laun og launatengd gjöld

      9.000.000 kr.

      9.557.562 kr.

      9.800.000 kr.

Skrifstofu- og stjórnunarkostn.

      4.000.000 kr.

      4.187.087 kr.

      4.500.000 kr.

Annar kostnaður

         250.000 kr.

                  -   kr.

                  -   kr.

    13.250.000 kr.

    13.744.649 kr.

    14.300.000 kr.

(Tap)/Hagnaður

      2.950.000 kr.

      4.981.408 kr.

      4.950.000 kr.

Fjárhagsáætlunin var samþykkt samhljóða.

5.3. Framsögumaður: Gunnar Þórarinsson.

Aðalfundur LS samþykkir 2009 að framvegis taki laun formanns samtakanna árlegum breytingum í samræmi við hækkun launavísitölu Hagstofu Íslands.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

9. Önnur mál:

Einar Ófeigur Björnsson kynnti að hann gæfi kost á sér til formanns LS.

Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson gefur einnig kost á sér til formanns LS.

Fanney Ólöf  Lárusdóttir gat þess að hún væri formaður fagráðs í sauðfjárrækt, einnig ræddi hún um félagsvitund bænda.

Gunnar Þórarinsson þakkaði fagráði það sem það væri að gera og ætlaði að gera. Þá talaði hann um riðu sem fannst í Miðfjarðarhólfi á síðasta ári og hvort rétt sé að skera niður þegar þetta afbrigði af riðu finnst.

Gunnar Þórisson  sagði að tregt væri um svör frá Matvælastofnun svo vægt sé til orða tekið, vildi hann að fundurinn ályktaði um það. Ábending er til stjórnar að ítreka við Matvælastofnun að hún svari formlega erindum sem til hennar koma.

Helgi Haukur Hauksson talaði um hugmynd að sameiningu Háskólans í Reykjavík og LBHÍ og hefur áhyggjur af því.

10. Kosningar:

Kosning formanns:

Formaður var kosinn Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson með 25 atkvæðum, Einar Ófeigur fékk 19 atkvæði.

Sindri þakkaði traustið sem honum er sýnt, einnig mótframbjóðanda sínum Einari Ófeigi Björnssyni,  þá þakkaði hann Jóhannesi fráfarandi formanni samstarfið og bað fundarmenn að rísa úr sætum og klappa fyrir honum.

Einar Ófeigur Björnsson óskaði Sindra til hamingju með formannskjörið.

Fanney  Ólöf Lárusdóttir stjórnarmaður LS þakkaði Jóhannesi Sigfússyni samstarf  hans í stjórninni og færði honum gjöf frá Landssamtökunum. Flutti honum svo eftirfarandi vísu:

                                    Yrkir hratt og strýkur skegg

                                    sárt mun þig að missa.

                                    Kveð ég núna sætan stegg

                                    sem loks ég fæ að kyssa.

Kosning stjórnarmanna:

 Fundarstjóri gat þess að Þorvaldur H. Þórðarson varamaður í stjórn færi í stjórn í staðinn fyrir Sigurgeir Sindra út kjörtímabil hans sem er til ársins 2011.

Sigurður Jónsson kynnti tillögu Vestlendinga um Ásmund Daðason sem varamann í stjórn LS til ársins í stað Þorvaldar H. Þórðarsonar.

Frá sunnlendingum kom tillaga um stjórnarmenn í LS 2009 - 2012, þ.e. aðalmaður Fanney Ólöf Lárusdóttir og til vara Oddný Steina Valsdóttir.

Ekki komu fram aðrar tillögur og voru þessir fulltrúar því réttkjörnir í stjórn LS.

Þorvaldur H.  Þórðarson formaður uppstillinganefndar flutti tillögu sem gerði ráð fyrir að kosið yrði á milli 6 einstaklinga sem Búnaðarþingsfulltrúa næstu 3 árin. Þeir eru

                        Aðalsteinn Jónsson

                        Fanney Ólöf Lárusdóttir

                        Jóhannes Sigfússon

                        Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson

                        Þóra Sif Kópsdóttir

                        Þórarinn Ingi Pétursson

Fundarstjóri gat þess að allir félagar LS væru í kjöri, þrátt fyrir tillögu uppstillingarnefndar

Búnaðarþingsfulltrúar næstu 3 árin voru kosin:

                        Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson  með 40 atkv.

Jóhannes Sigfússon   með 27 atkv.

Fanney Ólöf Lárusdóttir  með 21 atkv.

Varafulltrúar á Búnaðarþing voru kosin:

•1.      Varamaður Þórarinn Ingi Pétursson  með 33 atkv.

•2.      Aðalsteinn Jónsson  með 32 atkv.

•3.      Þóra Sif Kópsdóttir með 20 atkvæði

                       

Þorvaldur H. Þórðarson kynnti tillögu uppstillingarnefndar að endurskoðanda, Tillaga er um að endurskoðandi verði sem áður Eymundur Sveinn Einarsson hjá Endurskoðun og ráðgjöf  hf.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

Tillaga kom um félagskjörin skoðunarmann til eins árs Gunnar Þórisson og Albert Guðmundsson til vara.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

Fundarstjóri lagði til að fundargerð yrði send fulltrúum í tölvupósti þegar hún lægi fyrir. Það var samþykkt samhljóða.

Fundarstjóri gat þess að dagskrá væri tæmd, þakkaði fyrir sig og gaf nýjum formann orðið.

Nýkjörinn formaður Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson þakkaði fundarstjórum og fundarriturum og fundarmönnum setuna á þessum fundi og sleit síðan fundi kl.17:20.

Fundarritari

Torfi Bergsson

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar