Print

Félagsgjöld

Fram til 1. janúar 2017 var öllum sauðfjárbændum skylt að greiða búnaðargjald. Það var ákveðið hlutfall af framleiðsluvirði afurða. Hluta af búnaðargjaldinu var ráðstafað til Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) og var það helsti tekjustofn þeirra.  Eftir að búnaðargjaldið var fellt niður ákváðu samtökin að innheimt skyldu félagsgjöld.

Hverjir geta orðið félagar?

Aðild að LS er valkvæð en félagsmenn þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði samkvæmt samþykkt aðalfundar 2017:

  • Reka sauðfjárbú á lögbýlum.
  • Hafi fulla aðild að einhverju aðildarfélagi samtakanna.
  • Þegar bú er rekið sem lögaðili skal félagsaðild bundin við þá einstaklinga sem að búrekstrinum standa.

Aukaaðild er einnig möguleg fyrir þá sem eru 18 ára eða eldri, eru búsettir eru á Íslandi og styðja markmið samtakanna.

Félagsgjald 2018

Félagsgjald vegna ársins 2018 er 19.900 kr. og miðast við bú en felur í sér fulla aðild fyrir tvo einstaklinga. Þar sem 3 eða fleiri aðilar standa að búrekstri eru greiddar 5.600 kr. fyrir hvern félagsmann umfram tvo.  Einungis félagsmenn með fulla aðild teljast fullgildir félagsmenn og hafa kjörgengi og kosningarétt.

Félagsgjald vegna aukaaðildar árið 2018 eru 5.600 kr.

Hver er tilgangur Landssamtaka sauðfjárbænda?

  • Að beita sér fyrir bættum kjörum sauðfjárbænda á öllum sviðum.
  • Að vera málsvari aðildarfélaga og einstakra félagsmanna og koma fram fyrir þeirra hönd.
  • Að vinna að sölumálum sauðfjárafurða á innlendum sem erlendum markaði með það að markmiði að auka verðmæti afurðanna.
  • Að vinna ötullega að mótun ræktunarstefnu í samvinnu við BÍ, þar með talin þátttaka í Fagráði.
  • Að stuðla að umhverfisvernd og skynsamlegri landnýtingu.
  • Að skapa tengsl og auka samstöðu framleiðenda til eflingar sauðfjárræktinni.
  • Að koma til móts við óskir neytenda um vöruval og vörugæði.

Nánari upplýsingar

Ef óskað er eftir nánari upplýsingum um félagsaðild má senda fyrirspurnir á netfangið felagaskra@saudfe.is eða leita til framkvæmdastjóra í síma 563 0350.

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar