Print

Starfshættir aðalfunda LS


 1. Formaður setur fund, stjórnar kosningu kjörbréfanefndar og stýrir fundi þar til kosning fundarstjóra hefur farið fram.
 2. Að afloknum kosningum starfsmanna, flutningi skýrslu stjórnar, framlagningu ársreikninga og almennum umræðum skal hefja nefndastörf. Í hverri nefnd skulu sitja að lágmarki þrír fulltrúar. Enginn má eiga sæti í fleiri en einni nefnd. Stjórnarmenn LS eru undanþegnir setu í nefndum, en starfa með þeim eftir því sem þurfa þykir. Fulltrúar sem óska eftir setu í einhverri sérstakri nefnd komi þeim óskum á framfæri við stjórn minnst tveimur vikum fyrir aðalfund.
 3. Öll mál sem taka skal til meðferðar á fundinum skulu komin í hendur stjórnar LS eigi síðar en 2 vikum fyrir aðalfund. Þó getur fundurinn samþykkt að taka fyrir mál sem síðar koma fram, sbr. 9. grein samþykkta LS.
 4. Starfsnefnd lætur uppi álit sitt og skal fjölrita það og útbýta því meðal fulltrúa áður en málið er tekið til umræðu. Nefnd getur lagt til, með rökstuðningi, að mál, sem vísað er til hennar, verði tekin út af dagskrá fundarins og vísað til stjórnar LS.  Um slíka tillögu fer atkvæðagreiðsla fram umræðulaust. Nefndarálit skal undirritað af nefndarmönnum og tilgreint hver sé framsögumaður. Stjórn LS getur fengið sérfræðinga til að starfa með nefndum ef hún telur það nauðsynlegt.
 5. Fundarritarar færa fundargerð undir stjórn fundarstjóra. Auk tveggja ritara tilnefndra úr hópi fulltrúa skal stjórn ráða fundinum tölvuritara. Fundargerð skal dreifa til fulltrúa svo fljótt sem kostur er, eftir að fundi lýkur. Stjórn er heimilt að hljóðrita aðal- og formannafundi, enda sé það tilkynnt í upphafi fundar.
 6. Málum sem lögð eru fyrir fundinn skal vísa til nefnda umræðulaust. Fundarstjóra er þó heimilt að leyfa flutningsmanni að reifa málið með stuttri ræðu. Fyrirspurnir til stjórnar og starfsmanna LS um mál sem ekki liggja fyrir fundinum, skulu koma fram í almennum umræðum og afgreiðast eftir því sem tilefni gefst til undir þeim dagskrárlið.
 7. Einstakir fulltrúar geta krafist þess með rökstuðningi að aðalfundinum sé lokað, sbr. 11 gr. samþykkta LS. Skylt er fundarstjóra að verða við slíkum óskum.
 8. Skylt er fulltrúum að sækja alla fundi, nema nauðsyn banni. Varafulltrúar taka sæti aðalfulltrúa í forföllum þeirra með samþykki fundarstjóra.
 9. Stjórn LS ræður fundinum skrifstofustjóra. Skrifstofustjóri fundarins er m.a. fundarstjóra til aðstoðar. Hann annast m.a. skráningu fundarskjala, umsjón með skrifstofuvinnu vegna fundarhaldsins, útgáfu og dreifingu fundarskjala. Þá skal hann í samráði við stjórn hlutast til um nauðsynlega gagnasöfnun vegna afgreiðslu þeirra mála er berast á tilsettum tíma fyrir fundarsetningu.
  Samþykkt á aðalfundi LS 2012
 

Fleiri fréttir

Vinsælustu fréttirnar